Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 31
18.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Sem betur fer er náttúran þeim eiginleikum gædd að geta hreins- að sjálfa sig, það er að segja fyrir utan ruslið og draslið sem við mannfólkið skiljum eftir okkur. En plöntur geta nefnilega margar hverjar hreinsað loftið af ýmsum eiturefnum. Það er því snjallt að vera með nokkrar vel valdar plöntur inni á heimilinu og hlúa að þeim. Ein planta, Drekatréð eða Dracaena, er ein af þeim plöntum sem auðvelt er að eiga við í heimahúsum og reyndar alls stað- ar. Drekatréð eyðir efnum á borð við formaldehýð sem finnst í tepp- um, lími, málningu og fleiru, ben- zene sem finnst í plasti, gúmmíi og skordýraeitri og tricloroethy- lene sem finnst í ýmsum hreinsi- efnum. Drekatréð hreinsar ekki bara loftið hjá okkur heldur er það ein- staklega falleg planta, hún hentar vel í hvaða birtu sem er og gott er að halda moldinni rakri. MÁTTUR NÁTTÚRUNNAR Dracaena eða Drekatréð er fallegt og nytsamlegt inni á heimilinu. Getty Images/iStockphoto Hreinsum loftið heima Kvíði og stress er eitthvað sem við flest finnum fyrir einhvern tímann á lífsleiðinni og þykir jafnvel eðli- legur hluti af tilfinningaflórunni. En hvenær hættir kvíði að vera eðlilegur og fer að hafa neikvæð áhrif á sálartetrið? Ef kvíði er eitt- hvað sem er stöðugt til staðar þá hlýtur eitthvað að vera að og að leita til læknis er alls ekki eitthvað til að skammast sín fyrir. Samkvæmt tölum Lands- samtaka um geðsjúkdóma í Bandaríkjunum þjást um 18% full- orðinna einstaklinga þar í landi af kvíðaröskun. Hægt er að miða við fimm einkenni og skoða hvort þau eigi við til að athuga hvort kvíði sé orðinn meiri en góðu hófi gegnir. Stöðugar áhyggjur Það er nokkuð gefið að stöðugar áhyggjur hafa ekki góð áhrif á neinn. Á meðan heilbrigður ein- staklingur hefur áhyggjur í um klukkutíma að meðaltali á dag, þá hefur einstaklingur með kvíða- röskun áhyggjur í um tíu klukku- tíma á dag. Erfiðleikar með svefn, svefntruflanir Fyrir einstakling með kvíðaröskun getur svefnvandamál verið dag- legt brauð. Svefnleysið bankar yfirleitt upp á daginn fyrir eitt- hvað mikilvægt, fyrirlestur í vinnunni, ferðalög eða því um líkt. Tíð kvíðaköst Það segir sig sjálft að ef ein- staklingur upplifir kvíðaköst iðu- lega er ráð að leita sér hjálpar. Það er mikilvægt að fá hjálp frá lækni enda eru kvíðaköst afar óþægileg og geta lýst sér í skjálfta, erfiðleika með öndun og líf- hræðslu við ótrúlegustu aðstæður. Óræð hræðsla Fóbíur falla undir kvíðaröskun og getur einstaklingur fengið fóbíu fyrir félagsskap. Ákveðnir staðir geta kveikt á kvíðahnappi og hræðsla brýst út sem er ekki í takt við eðlileg viðbrögð. Hræðsla við sleggjudóma og höfnun Margir verða stressaðir í stórum hópi, fjölmennu teiti eða sam- komum og eru varir um sig. Fá smá sviðsskrekk og finnst allir vera að dæma. En fyrir einstakling með kvíðaröskun er hægt að margfalda þá tilfinningu að minnsta kosti tífalt. Tilfinningin getur setið í viðkomandi í margar vikur og jafnvel orðið til þess að viðkomandi neiti að koma sér í slíkar aðstæður aftur. KVÍÐI OG STRESS Hvenær verður kvíði að vanda- máli? Það getur verið erfitt að lifa með kvíða. Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.