Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Page 44
Leikkonan Michelle Pfeiffer hafnaði nokkrum stórum
hlutverkum á tíunda áratugnum. Hún hafnaði til að
mynda hlutverki Vivianne í Pretty Woman þar sem
henni þótti hlutverkið of djarft. Julia Roberts var ráðin í
hennar stað og hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna
fyrir hlutverkið.
Einnig ofbauð Pfeiffer hlutverk Catherine Tramell í
Basic Instinct. Hún greindi frá því í viðtali við Contact-
music að sér hefði þótt of mikil nekt í myndinni.
PRETTY WOMAN OG BASIC INSTINCT
Michelle Pfeiffer
Of mikil nekt
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016
LESBÓK
KVIKMYNDIR Fyrir tæpu ári, eða í október 2015, birtist
stikla á YouTube. Stiklan var stútfull af nostalgíu og vakti
upp minningar margra. Stiklan rauf heimsmet í að ná
flestum áhorfum á sem stystum tíma, 112 milljón áhorfum
á 24 klukkustundum. Við erum að tala um Star Wars.
En nú hefur ný stikla rofið þennan múr. Einhverjir
verða fyrir vonbrigðum, aðrir ekki en um ræðir fram-
haldsmynd 50 Shades of Grey, 50 Shades Darker. 114
milljónir manna horfðu á stikluna á 24 klukkustundum.
Myndin er væntanleg á valentínusardegi á næsta ári og
spurningin er sú, mun erótíska framhaldssagan toppa
Star Wars á hvíta tjaldinu líka?
Fimmtíu dekkri skuggar
Grey slær met
Star Wars eða Fimmtíu dekkri skugg-
ar, hvort höfðar meira til þín?
TÓNLIST Lítið hefur farið fyrir djasssöngfuglinum
Norah Jones frá því að plata hennar Come Away
With Me kom út árið 2002. Platan sló algjörlega í
gegn og sópaði að sér verðlaunum, þar á meðal átta
Grammy-verðlaunum og seldist í 11 milljónum ein-
taka. Á milli 2004 og 2009 komu þrjár fínar
plötur sem voru meira út í kántrítónlist og
náðu ekki eins miklum hæðum og djass-
platan fyrsta.
Jones hefur ekki mikið verið í sviðsljós-
inu síðan en kemur nú sterk inn á ný
með nýja plötu sem er væntanleg 7.
október næstkomandi og ber nafnið
Day Breaks.
Jones með hrúgu
af Grammy-
verðlaunum 2003.
Reuters
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn
19. september
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Heimili & hönnun
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 23. sept
Húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir
heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem prýða má
heimilin með.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Misstu af stórum bitum
Stundum taka leikarar og leikkonur afdrifaríkar
ákvarðanir við val á hlutverkum. Mörg þeirra
hafa farið flatt á því að hafna hlutverkum sem
reyndust stærri bitar en þau töldu í upphafi.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Anne Hathaway
hafnaði aðal-
hlutverki í kvik-
myndinni Silver
Linings Playbook.
Ástæða þess var
ósætti milli henn-
ar og leikstjóra
myndarinnar,
David O’Russel. Jennifer Law-
rence var ráðin í staðinn og
hreppti Óskarsverðlaun sem
besta leikkona í aðalhlutverki fyrir
frammistöðu sína í myndinni.
SILVER LININGS PLAYBOOK
Ósátt við
leikstjórann
Anne Hathaway
THE MATRIX
Leikarinn Will
Smith hafnaði að-
alhlutverki í kvik-
myndinni The
Matrix og tók
leikarinn Keanu
Reeves hlutverkið
að sér. Í viðtali við
tímaritið Wired
árið 2004 sagðist Smith þó sáttur
við ákvörðun sína. „Ég segi þetta
sjaldan, en ég hefði klúðrað
þessu,“ sagði Smith meðal annars
í viðtalinu.
Hefði klúðrað
hlutverkinu
Will Smith
Í viðtali við Enter-
tainment Weekly ár-
ið 2014 greindi leik-
arinn Michael Keaton
frá því að hann hafði
hafnað aðalhlutverki í
kvikmyndinni
Groundhog Day
vegna þess að hann
„skildi hana ekki“. Keaton sagðist
jafnframt sjá eftir því að hafa hafnað
hlutverkinu en bætti síðan við að eng-
inn gæti leikið hlutverkið betur en Bill
Murray sem var ráðinn í hans stað.
GROUNDHOG DAY
Enginn betri en
Murray
Michael Keaton
Stórleikarinn
Bill Murray
hafnaði hlut-
verki Forrest
Gump í sam-
nefndri bíó-
mynd. Í útvarps-
viðtali í þætti
Howard Stern
sagðist Murray jafnframt aldrei
hafa séð myndina. Tom Hanks
var ráðinn í hlutverkið og vann
Óskarsverðlaunin fyrir leik
sinn.
FORREST GUMP
Sá aldrei
myndina
Bill Murray
Ný plata frá söngfuglinum Norah Jones