Morgunblaðið - 23.09.2016, Side 30

Morgunblaðið - 23.09.2016, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 ✝ Halldór Jó-hannes Guð- finnsson fæddist í Baldurshaga, Borgarfirði eystra, 4. maí 1923. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Nes- völlum Reykja- nesbæ 12. september 2016. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Guðfinnur Halldórsson, f. 8.7. 1893 að Ekkjufellsseli í Fellum, d. 24.12. 1973, og Sigþrúður Björg Helgadóttir, f. 3.10. 1890 í Njarðvík Borgarfirði eystra, d. 5.5. 1943. Bróðir hans var Helgi Anton Guðfinnsson, f. 10.1. 1921, d. 19.3. 2000, og systir hans var Sesselja Guðfinns- dóttir, f. 11.12. 1929, d. 27.8. 1999. Halldór giftist 1945, Ingi- björgu Árnadóttur, f. 20.7. 1922, d. 14.4. 2008 og bjuggu þau öll sín hjúskaparár á Borgarfirði eystra, í Sæbóli í Borgarfirði frá 1956, maki Ásgerður Þorsteins- dóttir, börn þeirra eru Anna Kristín, Inga Lára og Steinunn. 5) Inga Dóra, f. 1960, maki Indr- iði Helgason, börn þeirra eru Edda Kristveig og Dóra Sif, þau slitu samvistum. Síðari maki Ingu Dóru var Örn Örlygsson, sonur þeirra er Adam Örn. Halldór ólst upp að Bald- urshaga í Borgarfirði eystra og stundaði venjuleg bústörf og sjósókn. Hann var nokkrar vetr- arvertíðir í Vestmannaeyjum við fiskverkun. Snemma beind- ist áhugi hans að smíðum, sem síðar urðu hans ævistarf. Hann stundaði almenna smíðavinnu og vann við brúarsmíði á Aust- fjörðum nokkur ár en aðallega starfaði hann við smíðar á Borg- arfirði eystra, húsasmíði, gluggasmíði og hann kom einn- ig að smíði allmargra báta sem síðar voru flestir gerðir út frá Borgarfirði. Halldór tók sveins- próf í húsasmíði seint á ferl- inum, eða 1982, þá 59 ára gam- all. Halldór lærði ungur að spila á orgel og var hann kirkjuorg- anisti við Bakkagerðiskirkju í nokkra áratugi. Útför Halldórs verður gerð frá Útskálakirkju í dag, 23. sept- ember 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. árinu 1945 og síðar í Odda í Borg- arfirði frá árinu 1947 þar sem þau áttu heimili allt til ársins 2002, þegar þau fluttu bæði á hjúkrunarheimilið Garðvang í Gerð- um. Halldór dvaldi á hjúkrunarheim- ilinu Nesvöllum í Reykjanesbæ síð- ustu árin. Ingibjörg og Halldór eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Sigríður Björg, f. 1945, maki Svavar Óskarsson, d. 1992, börn þeirra eru Friðrik Steinar og Ír- is Inga. Seinni maður Sigríðar Bjargar er Jón Hjálmarsson. 2) Árni Þór, f. 1948, maki Erna Friðriksdóttir, börn þeirra eru Ingibjörg og Hafdís. Þau slitu samvistum. 3) Jón Már, f. 1952, maki Kristín Jónsdóttir, börn þeirra eru Sandra og Halldór Ingi. Börn Kristínar frá fyrra hjónabandi eru Guðrún Elsa og Friðgeir. 4) Karl Vilhelm, f. Elsku pabbi, nokkur orð til þín að leiðarlokum. Það eru skrítnar tilfinningar að bærast með mér þessa dagana núna þegar þú ert farinn. Gleði – þakklæti – og söknuður. Gleði yf- ir þeim minningum sem ég á síð- an ég var barn og fullorðin. Þakk- læti fyrir að þú fékkst að fara og losna við kvalirnar sem þjökuðu þig. Óhjákvæmilega sakna ég þín. En einhvern tímann þurfum við öll að fara og þinn tími var svo sannarlega kominn. 93 ár eru langur tími og eftir að mamma fór var stórt tómarúm í þínu lífi. Þú virtist aldrei hafa jafnað þig á að missa hana. En trú mín er að þú sért hjá henni núna. Ég var að hugsa um það um daginn þegar ég sat hjá þér og var að rifja upp gamlar minning- ar. Fyrst komu upp minningar um gönguferðirnar upp í gil. Þú barst okkur á bakinu yfir ár og læki. Mamma var búin að hita kakó, síðan var tjaldað og drukk- ið kakó með kökum og smurðu brauði. Síðan varst þú eins og klifurgeit upp um fjöll og firnindi með hamar og meitil ef þú skyldir sjá fallegan steina. Þú tíndir grjót hvar sem þú gast fundið það. Enda voru steinar í öllum hillum heima. Það var sama hvað þú gerðir, þú gerðir það vel. Þú smíðaðir, hús, báta, mublur og brýr. Spilaðir á orgel í kirkjunni á Borgarfirði í mörg ár. Einnig varstu virkur í leikfélaginu í nokkur ár. En þú varst ekki mik- ið fyrir að láta taka eftir þér, varst hlédrægur þó svo að það hafi aldrei verið langt í húmorinn hjá þér. Sumir áttu ekki gott með að fatta hvað þú varst að meina, enda ekki allra að ná þessum kaldhæðnishúmor sem þú hafðir alltaf á takteinunum. Þú sagðir mér fyrir stuttu síðan að þú ættir bara tvennt eftir í lífinu. Það var að smíða bát og hús. Skil ekki þetta með bátinn þar sem þú varst með eindæmum sjóveikur alla tíð. En draumurinn um að byggja hús þar sem gamla æsku- heimilið þitt var, sá draumur varð aldrei að veruleika. Ég gleymi ekki hvað þú varst strangur við mig þegar þú varst að æfa þig að spila fyrir messu, þá datt ég iðu- lega í það að blístra með, en það mátti ekki, það var guðlast, enda varstu trúaður maður. Það var ekki fyrr en það var fenginn prestur til að fara með bæn og blessa þig að þú slepptir tökun- um, þá andvarpaðir þú og varst farinn. Elsku pabbi minn, það var fal- leg og sorgleg stund. En það færðist friður og ró yfir andlits- drættina. Þú varst farinn. Ég vil þakka öllum stelpunum þínum á Nesvöllum umhyggjuna og hvað þær voru góðar við þig. Þegar þú lást banaleguna þá voru þær ófáar sem komu og kvöddu þig. Það var auðséð að þú áttir stað í hjörtum þeirra. Elsku pabbi, hvíl í friði og takk fyrir samfylgdina og alla hjálpina í öll þessi ár. Þín dóttir, Inga Dóra. Tengdafaðir minn, Dóri í Odda, hefur kvatt þessa jarðvist, yfirvegaður og sáttur. Hann var yndislegur maður, ljúfur og hlýr, hógvær, nægjusamur og heima- kær. Hann hafði þessa skemmtilegu kímnigáfu sem gjarnan var líkt við öfugmæli. Dóri var náttúrubarn sem naut sín í firðinum fagra, sannfærður um að ei væri til fegurri staður á landinu. Þessi tíu klukkutíma ferð í heimsókn til afa og ömmu var auðveld og gleðitengd. Þegar við nálguðumst Borgarfjörð vissu börnin að amma beið með kræs- ingar og afi beið við gluggann eft- ir að sjá bílljósin birtast. Þá var hann ætíð búinn að hringja sím- talið „hvar eruð þið stödd?“. Það var fallegt að sjá hvað hann af mikilli natni hugsaði alla tíð vel um Ingibjörgu sína og megum við margt af því læra. Dóri var ekki mikill söguafi en lét verkin tala, tók litlar barna- hendur í sínar og trítlaði niður í fjöru. Þar var hann á heimavelli og börnin mín nutu samverustund- anna sem voru fullar af fróðleik, skemmtun og með afa sem naut þess að kenna þeim á fjöruna, steinana, öldurnar og flóð og fjöru. Svo var farið heim í Odda þar sem tengdamamma beið með pönnsur eða vöfflur, vel dökkar handa okkur Dóra. Hann hafði yndi af heimsókn- um og kaffibollaspjalli. Hann stóð við gluggann á morgnana og tók alltaf svo glaður á móti okkur í morgunkaffið, mundi alltaf eftir súkkulaðimolum og svo var spjallað og lagt á ráðin með dag- inn, berjamó, bryggjuveiði, út í Höfn eða hvaða brekkur eða gil ætti að þræða í „fjársjóðs“- steinaleit dagsins. Við eftirlifendur yljum okkur ekki einungis við minningar um ljúfar samverustundir, einnig um þá visku og innsýn sem hann gaf okkur í hvernig á að hlúa að þeim sem maður elskar. Kristín Jónsdóttir. Halldór Jóhannes Guðfinnsson Þorvaldur Ólafs- son var heilsteypt- ur og góður dreng- ur sem ég kveð með söknuði. Við vorum sam- kennarar í áratugi, áttum oft samleið í frístundum og því auð- velt að minnast hinna mörgu góðu kosta hans. Vinnu sína skipulagði hann af kostgæfni og nákvæmni eins og sást t.d. vel ef litið var á skólatöfluna í eðl- isfræðistofunni. Þar sá maður í hnotskurn frábært skipulag, skýra og fallega rithönd og vandvirkni í framsetningu. Þorvaldur var víðlesinn og sjaldan komið að tómum kof- unum hjá honum, en fróðleikn- um deildi hann með okkur af einstöku lítillæti. Hann var há- menntaður eðlisfræðingur og af- ar vel heima í stjörnufræði, en gat líka sökkt sér niður í ævi- sögur stjórnmálamanna, sagn- fræðirit eða tungumál eins og esperanto og ítölsku. Einnig var hann margfróður um ættir og ættfræði og samdi m.a. rit um sína eigin ætt. Um skeið sóttum við báðir saman námskeið í bók- bandi og þar sýndi hann að sjálfsögðu sama áhuga og vand- virkni og annars staðar. Hann hafði gaman af að glíma við alls konar verkefni. Ég sé hann t.d. fyrir mér í hádegishléi á kenn- arastofunni að ráða þýskar krossgátur og þá oft með sagn- fræðing og þýskukennara sér við hlið. Við sem höfum verið sam- ferða Þorvaldi og Brynju langa hríð, m.a. á skemmtifundum og í ferðalögum til Rússlands, Eist- lands og Kína, höfum ekki ein- ungis notið fróðleiks hans, held- ur einnig og ekki síður skopskyns, frásagnargáfu og einstaklega þægilegrar og góðr- ar nærveru. Eftirminnilegt var að fara með þeim hjónum út í Galtarey og Öxney á Breiðafirði. Þorvaldur sat í stafni bátsins og horfði fránum augum fram á leið og við stjórnvölinn sat Brynja og stýrði af kunnáttu milli skerja og eyja. Að leiðarlokum þökkum við Hrafnhildur fyrir allar samveru- stundirnar með þessum góða vini og lítilláta mannkostamanni. Við sendum Brynju og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Brynjúlfur Sæmundsson. Góður vinur, Þorvaldur Ólafs- son, hefur kvatt okkur allt of snemma. Ég kynntist Þorvaldi haustið 1964 þegar hann kom til náms við Háskólann í Ósló og bættist í vaxandi hóp okkar ís- lenskra námsmanna sem þar dvöldu. Flest öll bjuggum við á stúdentabænum Sogni þar sem Guðrún Brunborg hafði keypt búseturétt fyrir Íslendinga í minningu sonar síns sem var drepinn á stríðsárunum. Á Sogni höfðum við líka sérstaka setu- stofu þangað sem íslensku blöð- in komu og við gátum haldið þar margvíslegar samkomur. Þor- valdur var skarpgreindur og skemmtilegur með þroskað og heillandi skopskyn og ljúfa nær- veru. Hann féll því strax vel í hóp okkar og við urðum góðir vinir og hann var fastagestur á mínu heimili. Ég minnist margra góðra samverustunda frá námsárunum, bíóferðum, bjórdrykkju á „Kassanum“ og á Íslendingastofunni, skíðaferða og gönguferða í Nordmarka. Þótt hann væri í námi í eðl- isfræði og ég í jarðfræði tengd- ust fagsvið okkar að því leyti að Þorvaldur Ólafsson ✝ ÞorvaldurÓlafsson fædd- ist 11. ágúst 1944. Hann lést 11. sept- ember 2016. Útför hans var gerð 19. september 2016. bæði beittum við röntgengreiningum við rannsóknir í kandídatsritgerðun- um okkar. Mér var hins vegar óskiljan- legur áhugi hans á heimspeki þar sem glíma mín við heim- spekisögu í „fýl- unni“ hafði verið mjög þungbær. Þegar Þorvaldur og Brynja hófu sambúð og fluttu í næstu blokk við okkur Helga í stúdentabænum á Kringsjå styrktist vinskapurinn og við vorum í nær daglegum sam- skiptum. Síðasta kvöldinu sem ég dvaldi í Ósló áður en ég flutti heim eyddi ég hjá þeim hjónum ásamt litlu dóttur minni sem ég hafði fengið í hendur daginn áð- ur. Þar fékk ég góða aðstoð og ráðleggingar hjá reyndari for- eldrum, veislumat og gjafir til Svanhildar. Eftir að við fluttum heim að loknu námi fórum við í ólíkar áttir og við tók vinna, basl og búskapur og samverustund- um fækkaði. Þrátt fyrir það slitnuðu vináttuböndin aldrei og við héldum alltaf sambandi þótt langt gæti verið milli samfunda. Að leiðarlokum vil ég þakka fyr- ir ánægjulega samfylgd og bið Brynju og fjölskyldu Þorvaldar blessunar. Hrefna Kristmannsdóttir. Það er sárt að þurfa að kveðja Þorvald Ólafsson, hrein- skilinn heiðursmann, eftir löng og náin kynni. Haustið 1972 hóf- um við báðir kennslu í Mennta- skólanum við Tjörnina (síðar við Sund) og stuttu síðar keyptum við hvor sína íbúð í sama húsi. Þar höfum við búið með fjöl- skyldum okkar þar til fyrir mán- uði að Þorvaldi var sá kostur nauðugur að flytja í hentugra húsnæði vegna heilsubrests. Þorvaldur var menntaður í eðlisfræði og kenndi hana að- allega auk stjörnu- og stærð- fræði fyrstu árin. Hann var ein- arður kennari, mjög vel að sér, vandaður og heill í öllu sem laut að kennslu sem öðru. Skipulag og reglufesta var honum í blóð borin og hann hafði fastmótaðar skoðanir á kennslu, sem fóru kannski lítið eitt á skjön við það sem kallast „nýmóðins kennslu- hættir“. Það er ástæðulaust að draga fjöður yfir að hann naut sín betur að kenna þeim sem höfðu einlægan áhuga á eðlis- fræði en öðrum. Hann rækti starf sitt af fádæma skyldu- rækni og lagði aldrei nema gott eitt til, þó að það hlyti ekki ætíð hljómgrunn. Í meginatriðum fóru skoðanir okkar saman og vorum við oft sagðir gamlir í hettunni. Mörg verk unnum við saman við að fegra og bæta hús og garð við heimili okkar undir stjórn Brynju og Sólveigar. Þar kynntist ég drengskap Þorvalds og nákvæmni, þar sem allt var mælt upp á brot úr millimetra. Með honum var gott að vinna en dágóður tími fór í umræður um flest á milli himins og jarðar. Þorvaldur var duglegur við að lesa, bæði gamalt og nýtt, og miðlaði óspart úr fróðleiks- brunni sínum. Þá hafði hann næmt skopskyn og sagði vel frá. Að eðlisfari var Þorvaldur lít- illátur og hafði sig ekkert í frammi á opinberum vettvangi. Það var að mörgu leyti skaði, því að hann hafði vit umfram marga sem hærra létu. Á hinn bóginn varð það hlutskipti hans að uppfræða og leggja grunn að menntun æskufólks. Fékk hann það ríkulega umbunað þegar hann frétti af frama fyrrverandi nemenda sinna. Eins og eðlisfræðingi sæmir forðaðist Þorvaldur að leita langt yfir skammt eftir skýr- ingum á hlutum. Hann var raun- sær maður. Ég get ekki látið hjá líða að greina frá litlu atviki sem olli honum talsverðum heilabrot- um. Eitt sinn vorum við að leggja flísar í anddyri. Þorvaldur fer þá að segja mér af smásögu sem hann var að lesa um endurkomu Snorra Sturlusonar á leið upp í Reykholt í rútu og birtist í Tímariti MM. Stuttu seinna kemur dóttir hans fram á stiga- pallinn og kallar: „Pabbi, það er síminn til þín.“ Þorvaldur svar- aði: „Ég hef engan tíma, en hver er það?“ – „Það er Snorri Sturluson,“ sagði hún. „Þá verð ég að svara,“ sagði Þorvaldur, hljóp upp og tók símann. – Þetta var þá nemandi með þessu nafni, sem var að leita ráða um skýrslugerð í eðlisfræði. Þótti okkur báðum þetta einkennileg tilviljun, að eini nemandi af nokkrum þúsundum sem bar þetta nafn skyldi hringja á þess- ari stundu. Nú er skarð fyrir skildi við fráfall Þorvalds. Við fjölskyldan „á neðri hæðinni“ söknum trausts vinar og hlýjar þakkir fara um hugann fyrir áratuga samfylgd. Við vottum Brynju, börnum þeirra og öðrum ætt- mennum samúð okkar. Ágúst H. Bjarnason. Út við ysta haf eru Horn- strandir, þar er sólarlagið engu líkt. Þar er saga í hverjum steini og litafegurð jarðarinnar meiri en víða annarsstaðar. Þar kynntumst við Þorvaldi og Brynju í okkar fyrstu Horn- strandaferð. Þá eignuðumst við dýrmætan sjóð, fjársjóð sem fólst í vináttu þeirra heiðurs- hjóna. Við kynntumst yfirveg- uðum og vönduðum persónum með húmor að leiðarljósi og hæfileikann að leita eftir því góða hjá öðrum. Maður er ríkari að hafa kynnst slíku mannkosta- fólki og það ríkidæmi fylgir manni út lífið. Nú er Þorvaldur farinn frá okkur, horfinn yfir móðuna miklu en eftir standa minningar margar og góðar. Gönguferðir á Hornströndum með allt á bak- inu, tjaldið, matinn og allt ann- að, samverustundir við varðeld í Reykjafirði, þá vorum við kölluð saltfisk- og skötuhópurinn, Lónsöræfaferð, Stórurð og vík- urnar, skíðaferðir og margar fleiri ferðir. 12 manna hópur sem ferðaðist saman vítt og breitt um landið okkar. Þorvald- ur var þar einstakur félagi, skemmtilegur og hugmyndarík- ur, hjálpsamur og mikill gleði- gjafi. Á þessum árum kölluðum við okkur Fótavist en seinna meir urðum við jeppahópur og hétum þá Jeppavist enda hætt að bera allt á bakinu. Þorvaldur var fæddur kenn- ari og hæfileikar hans á því sviði voru miklir og við nutum góðs af. Þegar hann talaði var hlust- að, þegar hann hlustaði tók maður eftir því. Þorvaldur var greindur maður og víðlesinn, hógvær í öllum umræðum og orðvar. Þorvaldur mun lifa í minningunni sem hinn sanni góði drengur sem gekk meðal vina og vandamanna og sáði ilm- jurtum við götu sína, hann barst ekki mikið á, tróð sér hvergi fram til mannvirðinga. Þannig maður var hann. Það er lærdómsríkt og þakk- arvert að hafa kynnst kennaran- um og mannvininum Þorvaldi Ólafssyni, við erum öll ríkari vegna þeirra kynna. Lífs míns þegar dagur dvín í dýrðina stíg ég inn á sumardegi er sólin skín ég sofna vildi herra minn. (Valdimar Guðmundsson) Elsku Brynja, börnin ykkar, barnabörn og ástvinir allir, við sendum ykkur öllum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd félaga úr Fótavist, Ragna Valdimarsdóttir. Ljúflingur kvaddur. Gott er að hafa verið samtíða manni á borð við Eirík Smith. Hann lét sig varða hvað kollegar hans voru að fást við, hvort þeir væru að breyta stefnu – eða væru leitandi og fundvísir á ný og ókönnuð lönd í ríki náttúrunnar. Eiríkur jós úr ótæmandi brunni hennar: brunni ljóss, forms og lita. Hann studdi ungar listaspírur; kennsla hans í vatnslitun fyrir hóp kvenna á Suðurnesjum er gott dæmi um hversu veitull hann var á tíma sinn og reynslu. Hann dáði vatnslitinn fyrir hve svörull hann var og tær. Ég man eftir heimsókn hans á sýningu mína í Gerðarsafni fyrir 20 árum; „mig langaði að sjá hvað þú værir Eiríkur Smith Finnbogason ✝ Eiríkur SmithFinnbogason fæddist 9. ágúst 1925. Hann lést 9. september 2016. Útför hans var gerð 20. september 2016. að fást við núna“ voru orð hans – auð- vitað gladdi það mig að hann skyldi gera sér ferð fyrir for- vitni sakir um mín verk. Vatnsliturinn var ekki alltaf hátt skrifaður um þær mundir, en þar var Eiríkur á heimavelli og virtur vel. Tær- leiki miðilsins ein- kenndi akvarellur hans. Eiríkur var öðruvísi þenkjandi en margur listamaður af hans kynslóð og var hvorttveggja í senn; sprellikarl og höfðingi. Klæðaburður Eiríks bar fagurkeranum vitni, kauða- skapur var ekki til í hans orða- bók. Ég þakka þessum ljúflingi samfylgdina um lendur listarinn- ar. Við Hörður sendum Bryndísi konu hans og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur Þau áttu samvistir við góðan og gjöf- ulan mann og hafa mikils að sakna. Kristín Þorkelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.