Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
Leiguheimili eru byggð á
lögum um almennar íbúðir.
leiguheimili.ils.is
Dreymir þig
um lægri leigu?
Stígðu fyrsta skrefið og hjálpaðu okkur
að meta þörfina fyrir fleiri Leiguheimili
Leiguheimili er nýtt kerfi að danskri fyrir-
mynd sem gerir meðaltekjufólki kleift að
komast í 20–30% lægri langtímaleigu.
Kíktu inn á leiguheimili.ils.is og skráðu
þig á póstlistann. Viðmunum senda þér
fréttir af framvindu verkefnisins. Segðu
okkur í leiðinni hvar þú vilt búa og hversu
marga fermetra þú þarft.
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
„Bækurnar eru aðeins færri í ár en síðustu tvö ár.
Litlar sveiflur eru í gangi, það er þó helst að segja
megi að íslenska skáldsagan sé spræk þessi jólin,
þar er úrvalið nú með allra besta móti,“ segir
Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaút-
gefenda. „Bókatíðindin eru nú á lokastigi um-
brots. Þau verða prentuð í prentsmiðjunni Odda
og sökum umfangs tekur það nokkra daga að
prenta þau. Þau munu koma út um miðjan nóv-
ember og eru þá borin út á öll heimili í landinu
sem taka á móti fjölpósti. En vinsamlegast láttu
það koma fram að þau koma ekki út fyrr en um
miðjan mánuðinn, annars mun verða hringt í mig
stanslaust eftir að þetta spjall birtist,“ segir Bryn-
dís.
102 íslensk skáldverk í ár
Árið 2014 komu út á prenti 637 bækur, árið
2015 komu út 656 bækur og nú í ár 612 bækur. Af
íslenskum skáldverkum koma í ár út 102 bækur
en aðeins 71 árið 2014.
Þýdd skáldverk eru gefin út í svipuðu magni og
vanalega en það voru gefin út 55 slík verk árið
2014 og þau eru 56 í ár.
90 myndskreyttar barnabækur voru gefnar út
árið 2014 og þær eru 84 í ár, en barnabækur sem
ekki hafa myndskreytingar voru ekki nema 50 ár-
ið 2014 en eru 75 í ár.
Útgefin ljóð og leikrit virðast halda miklum
stöðugleika en það voru 46 slík sem komu út 2014,
48 sem komu út 2015 og svo 40 í ár.
Fræðibækur koma líka út í svipuðum fjölda og
síðustu ár, 140, 148 og svo 141 bók nú í ár.
Bókatíðindin vinsæl
„Bókatíðindin hafa haldið vinsældum sínum
gegnum árin,“ segir Bryndís. „Elsta ritið sem við
eigum, og sennilega það fyrsta, er frá árinu 1928
og má í því finna kynningar á 52 bókum.
Þar má meðal annars finna Vesalinga Victors
Hugos, Brautryðjendasögur Mahatma Gandhi
eftir Friðrik Rafnar, Gráskinnu I í útgáfu Sig-
urðar Norðdal og Þórbergs Þórðarsonar, Skytt-
urnar þrjár eftir Alexandre Dumas og Á Skipalóni
eftir Jón Sveinsson.“
Mörg íslensk skáldverk í ár
Í Bókatíðindunum eru núna 612 bækur og augljóst
að bókajól eru framundan Íslensk skáldverk eru
áberandi mörg í ár Margar barnabækur á boðstólum
Jólagleði Bókatíðindin koma út um miðjan nóv-
ember mánuð og er forsíðan teiknuð af Halldóri
Baldurssyni, hinum þekkta skopmyndateiknara.
Þing Alþýðu-
sambands Íslands
telur að grunnur
að nýju íslensku
samningalíkani
verði ekki unninn
við núverandi að-
stæður. Til þess
þurfi lengri tíma
og dýpri umræð-
ur. Ef bæta eigi
vinnubrögð við gerð kjarasamninga
þurfi að vera til staðar forsendur
sem hægt er að vinna út frá.
„Skapa þarf traust og sameigin-
legan skilning milli vinnumarkaðar-
ins alls og stjórnmálanna á mark-
miðum og tilgangi breytinga með
almannahagsmuni að leiðarljósi.
Þetta þarf að gera með gegnsæjum
hætti í samtali og samvinnu á breið-
um grunni með sem víðtækastri
þátttöku bæði innan hreyfingar og
utan,“ segir í ályktuninni.
ASÍ leggur sem fyrr áherslu á að
lífeyrisréttindi verði jöfnuð. Meðal
annarra atriði er að jafnræði verði í
launaþróun á milli hópa og að stefnt
verði að jafnri og stöðugri kaup-
máttaraukningu.
Þarf lengri tíma
fyrir breytingar
á vinnubrögðum
Gylfi Arnbjörnsson
Áður óþekktar tóftir uppgötvuðust í
sumar við norðurenda túnsins að
Hofsstöðum í Mývatnssveit, aðeins
um 300 metra norðan við veislu-
skála sem áður hafði verið grafinn
upp.
Á þessum stað er þykkt kjarr en í
því eru að minnsta kosti þrjár tóftir
og leiddi uppgröftur um síðustu
helgi í ljós að ein þeirra er af elda-
skála sem fallinn var alllöngu fyrir
1104. Þarna er því fundið annað
bæjarstæði frá sama tíma og veislu-
skálinn.
Þetta kemur fram í frétt frá
Fornleifastofnun Íslands og Há-
skóla Íslands og segir þar að þessi
fundur gerbreyti skilningi þessara
aðila á Hofsstöðum og miðstöðvar-
hlutverki staðarins á víkingaöld.
Veisluskálinn er frá víkingaöld og
er stærsta hús sem þekkt er hér á
landi frá þeim tíma.
Kallar á frekari rannsóknir
Skálinn er talinn hafa verið í
notkun milli 950 og 1050. Í sama
túni er kirkjugarður sem var í notk-
un frá um 1000 og fram á 13. öld.
Uppgreftri kirkjugarðsins lauk
sumarið 2015, en þá var liðinn
aldarfjórðungur frá því að fornleifa-
rannsóknir í Hofsstaðatúninu hófust
og eru fáir staðir jafnítarlega rann-
sakaðir með tilliti til fornleifa á Ís-
landi.
„Það kom því mjög á óvart þegar
áður óþekktar tóftir uppgötvuðust í
sumar við norðurenda túnsins, að-
eins um 300 metra norðan við
veisluskálann,“ segir í fréttinni.
Hinn nýfundni skáli er 26 metra
langur, sem setur hann í flokk með
stærstu skálum frá víkingaöld þótt
hann sé mun minni en veisluskálinn.
Að mati rannsakenda kallar
fundurinn á frekari rannsóknir, m.a.
til að svara því hvort hinn nýfundni
bær hafi verið stofnaður fyrir eða
eftir byggingu veisluskálans, hvort
hann hafi verið einhvers konar hjá-
leiga eða sjálfstætt bú og hvort
fleiri slík bæjarstæði gætu leynst í
nágrenninu.
Morgunblaðið/BFH
Fornminjar Við uppgröft á skálagólfi að Hofsstöðum fyrir nokkrum árum.
Fundu bæjarstæði
frá víkingaöld
Áður óþekktar tóftir á Hofsstöðum
Hofsstaðir í
Mývatnssveit
Tú
ng
ar
ðu
r
Veisluskáli frá
um 950-1050
Nýtt bæjarstæði
frá víkingaöldL
AX
Á
Bæjarhóll og
kirkjugarður