Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Leiguheimili eru byggð á lögum um almennar íbúðir. leiguheimili.ils.is Dreymir þig um lægri leigu? Stígðu fyrsta skrefið og hjálpaðu okkur að meta þörfina fyrir fleiri Leiguheimili Leiguheimili er nýtt kerfi að danskri fyrir- mynd sem gerir meðaltekjufólki kleift að komast í 20–30% lægri langtímaleigu. Kíktu inn á leiguheimili.ils.is og skráðu þig á póstlistann. Viðmunum senda þér fréttir af framvindu verkefnisins. Segðu okkur í leiðinni hvar þú vilt búa og hversu marga fermetra þú þarft. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Bækurnar eru aðeins færri í ár en síðustu tvö ár. Litlar sveiflur eru í gangi, það er þó helst að segja megi að íslenska skáldsagan sé spræk þessi jólin, þar er úrvalið nú með allra besta móti,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaút- gefenda. „Bókatíðindin eru nú á lokastigi um- brots. Þau verða prentuð í prentsmiðjunni Odda og sökum umfangs tekur það nokkra daga að prenta þau. Þau munu koma út um miðjan nóv- ember og eru þá borin út á öll heimili í landinu sem taka á móti fjölpósti. En vinsamlegast láttu það koma fram að þau koma ekki út fyrr en um miðjan mánuðinn, annars mun verða hringt í mig stanslaust eftir að þetta spjall birtist,“ segir Bryn- dís. 102 íslensk skáldverk í ár Árið 2014 komu út á prenti 637 bækur, árið 2015 komu út 656 bækur og nú í ár 612 bækur. Af íslenskum skáldverkum koma í ár út 102 bækur en aðeins 71 árið 2014. Þýdd skáldverk eru gefin út í svipuðu magni og vanalega en það voru gefin út 55 slík verk árið 2014 og þau eru 56 í ár. 90 myndskreyttar barnabækur voru gefnar út árið 2014 og þær eru 84 í ár, en barnabækur sem ekki hafa myndskreytingar voru ekki nema 50 ár- ið 2014 en eru 75 í ár. Útgefin ljóð og leikrit virðast halda miklum stöðugleika en það voru 46 slík sem komu út 2014, 48 sem komu út 2015 og svo 40 í ár. Fræðibækur koma líka út í svipuðum fjölda og síðustu ár, 140, 148 og svo 141 bók nú í ár. Bókatíðindin vinsæl „Bókatíðindin hafa haldið vinsældum sínum gegnum árin,“ segir Bryndís. „Elsta ritið sem við eigum, og sennilega það fyrsta, er frá árinu 1928 og má í því finna kynningar á 52 bókum. Þar má meðal annars finna Vesalinga Victors Hugos, Brautryðjendasögur Mahatma Gandhi eftir Friðrik Rafnar, Gráskinnu I í útgáfu Sig- urðar Norðdal og Þórbergs Þórðarsonar, Skytt- urnar þrjár eftir Alexandre Dumas og Á Skipalóni eftir Jón Sveinsson.“ Mörg íslensk skáldverk í ár  Í Bókatíðindunum eru núna 612 bækur og augljóst að bókajól eru framundan  Íslensk skáldverk eru áberandi mörg í ár  Margar barnabækur á boðstólum Jólagleði Bókatíðindin koma út um miðjan nóv- ember mánuð og er forsíðan teiknuð af Halldóri Baldurssyni, hinum þekkta skopmyndateiknara. Þing Alþýðu- sambands Íslands telur að grunnur að nýju íslensku samningalíkani verði ekki unninn við núverandi að- stæður. Til þess þurfi lengri tíma og dýpri umræð- ur. Ef bæta eigi vinnubrögð við gerð kjarasamninga þurfi að vera til staðar forsendur sem hægt er að vinna út frá. „Skapa þarf traust og sameigin- legan skilning milli vinnumarkaðar- ins alls og stjórnmálanna á mark- miðum og tilgangi breytinga með almannahagsmuni að leiðarljósi. Þetta þarf að gera með gegnsæjum hætti í samtali og samvinnu á breið- um grunni með sem víðtækastri þátttöku bæði innan hreyfingar og utan,“ segir í ályktuninni. ASÍ leggur sem fyrr áherslu á að lífeyrisréttindi verði jöfnuð. Meðal annarra atriði er að jafnræði verði í launaþróun á milli hópa og að stefnt verði að jafnri og stöðugri kaup- máttaraukningu. Þarf lengri tíma fyrir breytingar á vinnubrögðum Gylfi Arnbjörnsson Áður óþekktar tóftir uppgötvuðust í sumar við norðurenda túnsins að Hofsstöðum í Mývatnssveit, aðeins um 300 metra norðan við veislu- skála sem áður hafði verið grafinn upp. Á þessum stað er þykkt kjarr en í því eru að minnsta kosti þrjár tóftir og leiddi uppgröftur um síðustu helgi í ljós að ein þeirra er af elda- skála sem fallinn var alllöngu fyrir 1104. Þarna er því fundið annað bæjarstæði frá sama tíma og veislu- skálinn. Þetta kemur fram í frétt frá Fornleifastofnun Íslands og Há- skóla Íslands og segir þar að þessi fundur gerbreyti skilningi þessara aðila á Hofsstöðum og miðstöðvar- hlutverki staðarins á víkingaöld. Veisluskálinn er frá víkingaöld og er stærsta hús sem þekkt er hér á landi frá þeim tíma. Kallar á frekari rannsóknir Skálinn er talinn hafa verið í notkun milli 950 og 1050. Í sama túni er kirkjugarður sem var í notk- un frá um 1000 og fram á 13. öld. Uppgreftri kirkjugarðsins lauk sumarið 2015, en þá var liðinn aldarfjórðungur frá því að fornleifa- rannsóknir í Hofsstaðatúninu hófust og eru fáir staðir jafnítarlega rann- sakaðir með tilliti til fornleifa á Ís- landi. „Það kom því mjög á óvart þegar áður óþekktar tóftir uppgötvuðust í sumar við norðurenda túnsins, að- eins um 300 metra norðan við veisluskálann,“ segir í fréttinni. Hinn nýfundni skáli er 26 metra langur, sem setur hann í flokk með stærstu skálum frá víkingaöld þótt hann sé mun minni en veisluskálinn. Að mati rannsakenda kallar fundurinn á frekari rannsóknir, m.a. til að svara því hvort hinn nýfundni bær hafi verið stofnaður fyrir eða eftir byggingu veisluskálans, hvort hann hafi verið einhvers konar hjá- leiga eða sjálfstætt bú og hvort fleiri slík bæjarstæði gætu leynst í nágrenninu. Morgunblaðið/BFH Fornminjar Við uppgröft á skálagólfi að Hofsstöðum fyrir nokkrum árum. Fundu bæjarstæði frá víkingaöld  Áður óþekktar tóftir á Hofsstöðum Hofsstaðir í Mývatnssveit Tú ng ar ðu r Veisluskáli frá um 950-1050 Nýtt bæjarstæði frá víkingaöldL AX Á Bæjarhóll og kirkjugarður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.