Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
Laugavegi 52 | 101 Reykjavík
Sími 552 0620 | gullogsilfur.is
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
Skoðið úrvalið á dimmalimmreykjavik.is
DIMMALIMM
Jólafötin
eru komin
kjóll 6995,-
pels 9795.-
Kjólar Kápur Peysur
Vesti Skyrtur Buxur
Frakkar og Fylgihlutir
Eyrnalokkagöt
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Þarftu að ráða
starfsmann?
13:00 Ávarp formanns Gigtarfélags Íslands
Dóra Ingvadóttir
13:15 Fyrirlestur um slitgigt
Helgi Jónsson gigtarlæknir
13:50 Rannsóknarstofa í gigtarsjúkdómum 20 ára
Kristján Steinsson gigtarlæknir
14:20 Starfsemi Gigtarmiðstöðvarinnar kynnt,
vörukynningar, kaffi, tertur, o.fl.
Kynnt verður sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun,
áhugahópar, hópþjálfun, Gigtarlínan, fræðsla og
ráðgjöf o.fl.
Vörukynningar. Eirberg, Össur, Stoð og HAp+
16:00 Lokið
Opið hús á Gigtarmiðstöðinni í dag
29. október 2016 frá kl. 13:00 til 16:00
Gigtarfélag Íslands 40 ára – Allir velkomnir
GIGTARFÉLAG ÍSLANDS
www.gigt.is
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Fyrr í vikunni leit spáin ekkert sér-
staklega vel út enda talsverð snjó-
koma í kortunum þá, en sem betur
fer hefur hlýnað aðeins svo þetta
verður nú ekki eins slæmt og menn
héldu fyrst,“ segir Gestur Jónsson,
formaður yfirkjörstjórnar í Norð-
austurkjördæmi, við Morgunblaðið.
Vísar hann í máli sínu til þess að
almennar kosningar til Alþingis fara
fram í dag, laugardaginn 29. októ-
ber, og óttuðust menn fyrr í vikunni
að slæm veðurskilyrði kynnu að tor-
velda flutning kjörgagna milli lands-
hluta og seinka talningu atkvæða.
„Við höfum þó auðvitað gert ráð-
stafanir eins og alltaf þegar um vetr-
arkosningar er að ræða, en t.a.m. er
búið að tryggja aðstoð frá Vegagerð-
inni ef á þarf að halda,“ segir Gestur.
Margir óvissuþættir uppi
Þótt útlit sé fyrir skárra veður en
verstu veðurspár gerðu ráð fyrir í
upphafi getur veðrið enn sett svip
sinn á flutning kjörgagna. Nefnir
Gestur í því samhengi að flytja þarf
kjörseðla frá Egilsstöðum til Akur-
eyrar til talningar.
„Við söfnum kjörkössum af Aust-
urlandi upp á Egilsstaði þaðan sem
flogið er með þá til okkar. Flugið er
enn stór óvissuþáttur og ef veður er
slæmt þá þarf að keyra með þá og ef
færðin er erfið þá tekur það enn
lengri tíma. Allt kemur þetta þó í
ljós,“ segir hann.
Þá hefur verið ófært út í Grímsey
undanfarna daga og komust t.a.m.
kjörseðlar og önnur gögn ekki þang-
að fyrr en seint í gær. „Svo eiga
þessi kjörgögn eftir að komast í land
aftur – þetta er ekki alveg sama
samgönguöryggi og í Reykjavík.
Þetta kjördæmi er mjög víðfeðmt,
nær frá Siglufirði og að Djúpavogi,
og flækjustigin geta þar af leiðandi
varið ansi mörg,“ segir Gestur.
Kristján G. Jóhannsson er for-
maður yfirkjörstjórnar í Norðvest-
urkjördæmi. Hann segist ekki hafa
neinar áhyggjur þegar kemur að
flutningi kjörseðla. „Við stefnum að
því að vera komnir með atkvæði alls
staðar að úr kjördæminu strax um
kvöldið og hefja flokkun fyrir lukt-
um dyrum eftir klukkan 20. Við
byrjum svo að telja klukkan 22,“
segir Kristján G. og bætir við að
hann eigi von á fyrstu tölum frá
kjördæminu milli klukkan 23 og
miðnættis í kvöld.
Stórir kjörseðlar tefja talningu
Að þessu sinni bjóða 12 stjórn-
málaflokkar fram lista og eru 1.302
einstaklingar í framboði. Stóran
kjörseðil þarf til að koma listunum
12 fyrir á blaði og segir Kristján G.
stærðina tefja talningu. „Bæði tekur
seðillinn mikið pláss á borði og svo
er hann tvíbrotinn, en til þess að
opna hann þarf tvenn handtök og
það tekur lengri tíma,“ segir hann.
Karl Gauti Hjaltason, formaður
yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi,
tekur í sama streng og segir erfiðara
að telja stóra kjörseðla. „Hann er
64,5 sentimetrar á lengd – það er
svoldið stórt og tekur pláss á borði,
en við höfum nú séð þá svipaða áð-
ur,“ segir hann og bætir við að gangi
allt eftir ættu fyrstu tölur að berast
frá kjördæminu um klukkan 22.30.
„Það er þó spáð suðaustanátt svo
það gæti verið heljarsjór við Vest-
mannaeyjar. En miðað við mína
reynslu ættum við að geta siglt til
Þorlákshafnar – best hefði verið að
komast með kjörgögnin til Land-
eyjahafnar,“ segir Karl Gauti.
Jónas Þór Guðmundsson, formað-
ur yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjör-
dæmi, segir fyrstu tölur geta komið
um klukkan 22.30. „Þetta er auðvit-
að áætlun, en við stefnum að þessu
og allur undirbúningur fyrir kosn-
ingarnar hefur gengið vel.“
Á síðustu metrunum í Rvk
Þegar Morgunblaðið náði tali af
Sveini Sveinssyni, formanni yfir-
kjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis
suður, voru menn á lokametrunum
með undirbúning kjörstaða, en alls
eru kjörstaðir 15 talsins í Reykjavík.
„Þetta var að vísu svolítið erfitt
því það er náttúrulega ekkert frí í
skólum. Okkar menn hafa því verið á
handahlaupum í undirbúningi,“ seg-
ir hann. „Það er auðveldara að und-
irbúa kosningar á sumrin þegar
menn hafa eins marga daga og þeir
vilja.“
Af þeim 15 kjörstöðum sem kosið
er á í Reykjavík eru 12 skólar. Hinir
þrír eru Ráðhús Reykjavíkur og tvö
íþróttahús. Þá segist Sveinn búast
við fyrstu tölum um klukkan 23.
Erla S. Árnadóttir, formaður yf-
irkjörstjórnar í Reykjavíkurkjör-
dæmi norður, reiknar með fyrstu
tölum þaðan milli 23 og 23.30.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lokahönd Þegar ljósmyndari blaðsins leit inn í Verkmenntaskólann á Akureyri var enn unnið að undirbúningi.
Kjördæmin sex klár
undir alþingiskosningar
Veðrið gæti enn sett svip sinn á flutning og talningu gagna
„Það var bara svo hvasst að það
komst enginn bátur í höfn,“ segir
Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri
aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar,
um aðstoð sem veitt var til að koma
kjörkassa og atkvæðaseðlum til
Grímseyjar í gær.
Það hefur verið ófært til eyjar-
innar undanfarna daga en í dag fara
fram kosningar til Alþingis.
Grímseyjarferjan Sæfari gat kom-
ist nálægt höfninni og henti út kjör-
kassa í vatnsheldum umbúðum og
sjómenn í trillu gátu pikkað upp
kassann. En svo óheppilega vildi til
að gleymst hafði að koma kjörseðlum
fyrir í kassanum og því var þyrla
Landhelgisgæslunnar kölluð út og
fór hún með kjörseðlana til eyjar-
innar.
Er ekkert erfitt að fljúga þangað á
þyrlu í svona vondu veðri?
„Nei, nei, það þarf að vera tölu-
vert hvassara til að við komumst
ekki þangað á þyrlunni.“
Þannig að þetta hefur leyst far-
sællega?
„Já, það má segja það.
En svo er bara að sjá hvernig
mun ganga að koma atkvæðunum til
baka eftir kosningar.“
Það gæti verið jafn erfitt og jafn-
vel erfiðara?
„Já, en við erum með varðskip á
þessum slóðum þannig að það mun
alltaf geta komið til aðstoðar og
skutlað atkvæðunum í land,“ segir
Auðunn. borkur@mbl.is
Kjörkassa kastað í sjóinn
Ýmsar leiðir notaðar til að fólk geti kosið Kjörkassi
veiddur upp úr sjónum og þyrla send með kjörseðla
Ljósmynd/Helga Mattína Björns
Ófært Það er ekkert grín að búa í
Grímsey, hvað þá að kjósa þar.
ALÞINGISKOSNINGAR 2016