Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Einn vinsælasti og þekktasti veitingastaður landsins sem staðsettur er á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Mikill og vaxandi hagnaður. Langur leigusamningur. • Rótgróið, öflugt og vel tækjum búið þvottahús í miklum vexti sem þjónar aðallega hótelum og gistiaðilum. Gott tækifæri til að gera enn betur. • Fasteignafélag með 27 nýjar stúdíóíbúðir í langtímaleigu. Góðar og stöðugar tekjur. • Vinsælt hótel á einstökum stað í nálægð við höfuðborgarsvæðið. Velta eins og um hótel í höfuðborginni sé að ræða. • Kraum, einstök verslun með íslenska hönnun, fatnað og gjafavöru. • Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa möguleika til þróunar. • Vefverslun sem hefur starfað um nokkurra ára skeið. Mánaðarleg velta 4 til 5 mkr., hagkvæm lagerstærð og góð framlegð. Öll vara send með Íslandspósti. • Gamalgróinn og mjög vinsæll veitingastaður, staðsettur á einstökum stað í miðbænum. Frábær eining fyrir hjón eða einstaklinga. • Stöndug heildsöluverslun með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnaðinn í mjög góðu og stóru eigin húsnæði á besta stað í borginni. Velta 300 mkr. og afkoma góð. • Pizzastaður sem nýtur mjög mikillar velgengni og býður upp á fjölgun staða undir sama nafni. Kontakt telur að eigandi geti hugsað sér að gera það í samvinnu við meðfjárfesta. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is 28. - 31. október Föstudag - mánudags TAX FREE AF ÖLLUM VÖRUM* Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 *Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað ILVA Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Það var mikil andspyrna við kirkj- una frá því að hugmyndin kom fram árið 1942. Í fyrstu voru það arki- tektar sem tjáðu sig en þegar ljóst var að mönnum var full alvara með að byggja kirkjuna þá voru margir sem gagnrýndu hana, mikið grín var gert að byggingunni og hún tal- in mikil tímaskekkja í byggingar- list,“ segir Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðs- stjóri hjá Minja- stofnun Íslands, um Hallgríms- kirkju en bygg- ing hennar féll í grýttan jarðveg í íslensku sam- félagi á sínum tíma þegar Guð- jón Samúelsson, þáverandi húsameistari ríkisins, var fenginn til að gera tillögu að kirkj- unni sem nú stendur á Skólavörðu- holti. Kirkjan var vígð árið 1986 og heldur því upp á 30 ára vígslu- afmæli sitt um þessar mundir. Hvatinn að byggingu Hall- grímskirkju var upphaflega sá að tryggja austurhluta Reykjavíkur sóknarkirkju en þegar kaþólska kirkjan við Landakot var vígð ákvað Þjóðkirkjan að fyrirhuguð kirkja á Skólavörðuholti yrði ekki venjuleg sóknarkirkja heldur höf- uðkirkja landsins. „Það eru til blaðaskrif þar sem menn lýsa því yfir að hin nýja þjóðkirkja á Skóla- vörðuholti þurfi að vera svo stór, vegleg og reisuleg að kaþólska kirkjan á hinu holtinu, Landakots- hæðinni, sé smábygging í saman- burði við hana,“ segir Pétur. Kirkjan tók töluverðan tíma í byggingu eða rúm fjörutíu ár. Byrj- að var á því að reisa kirkjuturninn á undan kirkjuskipinu en að sögn Péturs voru ákveðin klókindi þar að baki þar sem líkur voru á að ef kirkjuskipið yrði reist fyrst þá yrði turninn aldrei byggður. Með þjóðlegri skírskotun „Hugmynd Guðjóns var að mörgu leyti mjög sérstök en hann sá fyrir sér fyrst og síðast að kirkj- an yrði áberandi kennileiti á þessari hæstu hæð Reykjavíkur á þeim tíma og myndi blasa við innsigl- ingum að Reykjavík og sæfar- endum, segir Pétur, en Guðjón hafi einnig haft uppi hugmyndir um raf- lýsingu í turninum sem lýsa myndi upp bygginguna á óvenjulegan hátt. „Hann vildi líka tengja byggingalist kirkjunnar, með þjóðlegri skír- skotun, við stuðlaberg,“ segir hann, en gluggarifurnar á milli stuðlanna hleyptu inn ljósinu. Líkur hafa einn- ig verið leiddar að því að Hraun- drangi í Öxnadal hafi verið Guðjóni fyrirmynd við teikningu kirkjunnar. Hugmyndir voru uppi um að gera Hallgrímskirkju að dómkirkju þar sem sú sem stendur við Austur- völl og gegnir því hlutverki í dag þótti lítil og hjákátleg í samanburði. „Dómkirkjan var ekki áberandi í bæjarmyndinni og var of lítil. Á tímum þjóðernisvakningar þótti mönnum einnig bygging teiknuð og byggð af dönskum húsameisturum ekki endurspegla þjóðleg viðhorf,“ bætir Pétur við en Hallgrímskirkja bjó yfir séríslenskum byggingarstíl sem átti að vera einkennandi fyrir íslenska kirkjuhefð. Kirkjan var byggð úr stein- steypu þó kirkjur í nýgotneskum stíl hefðu yfirleitt verið hlaðnar. Landakotskirkja er einnig steypt. Fylgdi kirkjunni ekki til loka „Þó Hallgrímskirkja sé stærst og mest áberandi í byggingu þá er hún í listrænu tilliti ekki hans há- punktur,“ segir Pétur um val Guð- jóns að byggja Hallgrímskirkju í nýgotneskum stíl þar sem hann hafði rétt áður teiknað bæði Akur- eyrarkirkju og Laugarneskirkju sem báðar eru í anda nútímastefnu í byggingarlist þó þær vísi líka í sögulegan stíl. Gagnrýnin sem kirkjan hlaut á sínum tíma laut einnig að því að hún væri ekki nú- tímalegri í útliti. Guðjón fékk þó ekki tækifæri til að fylgja byggingu kirkjunnar til endaloka og lagði einungis fram frumdrög og aðaluppdrætti af kirkj- unni að utan. Það kom því í hlut eft- irmanna hans að leysa mörg álita- mál um hönnun kirkjunnar að innan, meðal annars hvað varðar kirkjuskipið, kirkjubekki, altari og predikunarstól. Áberandi kennileiti á efstu hæð Reykjavíkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Hallgrímskirkja Kirkjan tók á móti 2.200 gestum að meðaltali á dag í fyrra eða um 800 þúsund manns í heildina.  Hallgrímskirkja var umdeild en á nú 30 ára vígsluafmæli Búin Kirkjan tók um 40 ár í bygg- ingu sem hófst 1942 og lauk 1986. Eins og þekkt er orðið hefur Hall- grímskirkja skapað sér sess sem eitt af helstu kennileitum Reykja- víkur og setur mikinn svip á borg- armyndina. „Það sáu menn ekki al- veg fyrir. Að því leyti má segja að tíminn hafi unnið með hugmynd Guðjóns og óneitanlega væri Reykjavík svipminni ef ekki væri fyrir þessa byggingu,“ segir Pétur H. Ármannsson, arkítekt, en á hverju ári heimsækja mörg hundruð þúsund ferðamenn kirkjuna sem komst nýlega á lista yfir tíu bestu íhugunarstaði í heimi. Hluti ferða- mannahópsins, á milli 150.000 og 200.000, fer upp í turninn með lyftunni, upp á útsýnispall, en það kostar 900 kr. fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn. Á síðasta ári voru tekjur vegna útsýnispalls í turni rúmar 162 millj- ónir króna. Samkvæmt upplýs- ingum frá kirkjunni eru fjármunirnir nýttir til reksturs og viðhalds kirkj- unnar en á döfinni er að kaupa nýja lyftu og gera við kirkjuklukkur í turninum sem nú eru þagnaðar. Menn sáu þetta ekki fyrir SETUR SVIP Á BORGARMYNDINA Pétur H. Ármannson Ljósmynd/Börkur Arnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.