Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 60
60 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
Nýhöfn faste ignasa la ı Borgar túni 25 ı 105 Reyk jav ík ı S ími 515 4500 ı www.nýhöfn. i s
Vesturgata 41
101 Reykjavík
Lárus Ómarsson | löggiltur fasteignasali
Tvær íbúðir
Erum með tvær íbúðir til sölu í mikið endurnýjuðu húsi á besta stað
Efri hæð og ris:
Mjög falleg og mikið endurnýjuð íbúð á tveimur hæðum með 3-4 svefnherb-
ergjum, 2 baðherbergjum, 2 stofum og glæsilegum 60 fermetra garðsvölum.
Stærð 113,9 fermetrar. Söluverð 62,9 milljónir.
Neðri hæð og kjallari:
Falleg íbúð með mikilli lofthæð og fallegum sólpalli. Innréttingar og gólfefni
eru gömul. Íbúðin er 136,8 fm með 5 svefnherbergjum og þremur stofum.
Miklir möguleikar felast í kjallara sem er 130 fermetrar með tveimur sér
inngöngum. Mögulegt að útbúa herbergi eða íbúðir. Lofthæð í kjallara er
2,30 til 2,40 metrar.
Stærð 270 fermetrar. Söluverð 73,9 milljónir.
Allar upplýsingar og myndir eru á fasteignavef mbl.is
en þar getur þú fengið söluyfirlit sent samstundis.
Síminn okkar er 515 4500 og netfangið nyhofn@nyhofnfasteignir.is
Í dag ræðst hverjir
móta samfélagið
næstu ár á Íslandi.
Samfylkingin var
stofnuð til að sameina
jafnaðarmenn í einum
stórum hópi. Sú veg-
ferð hefur reynst
lengri en vonir stóðu
til, en hugsjónir jafn-
aðarmanna eru samt
sem áður þær sömu.
Við í Samfylkingunni höfum lagt
okkur fram um að kynna mál okkar
með skýrum og kannski stundum
dálítið frökkum hætti. Við höfum
sagst vilja besta heilbrigðiskerfi í
heimi og komið fram með hugmynd
um fyrirframgreiddar vaxtabætur
upp að 3 milljónum til útborgunar í
fyrstu íbúð. Þetta er djarft og sett
fram til að ná athygli kjósenda í
þeirri von að þeir leggi við hlustir og
velti fyrir sér valkostum.
Stóra samhengið er hins vegar
flóknara og oft erfiðara að koma því
til skila með fyrirsögnum.
Samfylkingin vill þjóðfélag jöfn-
uðar, mannúðar og réttlætis. Aðeins
með þessar hugsjónir að leiðarljósi
er mögulegt að byggja upp þjóðfélag
þar sem ríkir sátt og friður um
helstu málefni. Við viljum jafna
stöðu fólks, en til þess þarf meðal
annars heilbrigðiskerfi sem allir
hafa jafnan aðgang að, menntakerfi
sem veitir öllum tækifæri til mennt-
unar og við viljum að húsnæðismál
séu samfélagsverkefni. Þetta eru
nokkrar grunnstoðir þjóðfélags jafn-
réttis og sáttar.
Til þess að ná þessu markmiði
verðum við að læra af þeim bestu.
Við þurfum að nýta
okkur fyrirmyndir frá
þeim löndum sem best-
um árangri hafa náð í
að byggja upp slík þjóð-
félög. Við þurfum bæði
að læra af þeim bestu
og vera í félagi með
þeim bestu. Þess vegna
var á sínum tíma samið
um aðild að Evrópska
efnahagssvæðinu, sem
skilaði Íslandi langt
fram á veg. Af sömu
ástæðu þurfum við að halda áfram
og klára viðræður við Evrópusam-
bandið og leyfa þjóðinni að greiða at-
kvæði um aðildarsamning.
Það er fagnaðarefni að fleiri fram-
boð taki nú undir mörg af helstu bar-
áttumálum Samfylkingarinnar. Mál-
um sem Samfylkingin hefur barist
fyrir árum saman. En okkur er best
treystandi til að koma okkar eigin
málum í höfn. Þrátt fyrir mótbyr
gegn nauðsynlegum umbótum á
stjórnarskrá og að tryggja þjóðinni
réttlátan arð af auðlindum til lands
og sjávar, mun Samfylkingin eins og
hingað til leggja allt undir til að
tryggja þessum málum framgang.
Við verðum að sækja fram því að að-
eins þannig komumst við í hóp
þeirra bestu, en þar bæði getum við
verið og eigum að vera.
Lærum af þeim bestu
Eftir Loga
Einarsson
Logi Einarsson
» Í dag ræðst hverjir
móta samfélagið
næstu ár á Íslandi.
Höfundur er varaformaður Samfylk-
ingarinnar og oddviti í Norðaustur-
kjördæmi.
Fjölmiðlar og eig-
endur virðast geta
stjórnað almenningi í
útvarpi, sjónvarpi,
símaöppum, í tölvu-
póstum og á facebook,
með einhliða viðhorfi
til mála, sem almenn-
ingur á erfitt með að
afla sér þekkingar um,
til þess að greina
hvort þarna sé fluttur
einhliða áróður eða ekki.
Pólitískir einstaklingar í ríkisfjöl-
miðlum, jafnvel fyrrverandi kosn-
ingastjóri stjórnmálaflokks þar á
meðal, ráða fréttum og skera sig
ekki frá öðrum fréttaflutningi fjöl-
miðla sem eru einnig í flestum fjöl-
miðlum, fyrrverandi stjórn-
málamenn eða með eigendur sem
eiga mikið undir að réttir stjórn-
málaflokkar komist að.
Engin lög ná til þess hvort eig-
endur megi hafa áhrif á umfjöllun
miðilsins um tiltekin mál. Sam-
keppnisstaða fjölmiðla er einnig
skökk, þar sem ríkisfjölmiðlar njóta
skylduáskriftar, ríkisstyrks og
óhefts aðgangs að auglýsingum,
sem þekkist raunar hvergi annars
staðar með sama hætti.
Í aðdraganda kosninga, stjórna
ríkisfjölmiðlar svo umræðu fram-
bjóðenda með pólitískri umfjöllun
sérfræðinga á undan umræðu og
leita jafnvel til skoðanakannana
með leiðandi spurningum, sem þeir
hafa sett fram til að fá leyfi til að
spyrja út frá niðurstöðunni! Frétta-
mennirnir stýra síðan umræðunni
með ákveðnum spurn-
ingum til frambjóð-
enda út frá umfjöllun
sömu sérfræðinganna
aftur og aftur, með
skírskotun til skoð-
anakannana!
Sterkustu fjölmið-
arnir fyrir utan rík-
isfjölmiðla ákveða síð-
an að flokkar, sem ná
ekki 5% fylgi í skoð-
anakönnunum, fái ekki
að tjá sig eða koma
fram með sama hætti
og aðrir flokkar sem bjóða fram.
Eða hvers vegna er þessi 5% þrösk-
uldur, sem ógildir hverju sinni 10 til
20 þúsund atkvæði? Ekki er það
ákvæði í stjórnarskrá og er siðlaust
að sitjandi alþingismenn geti sett
lög um þennan þröskuld sem styrki
þeirra eigin stöðu.
Hvers vegna fá ekki frambjóð-
endur flokkanna að koma að því
hvernig þessi umræða eigi að fara
fram? Hvers vegna fær ekki hver
flokkur ákveðinn tíma, t.d. hálftíma,
til að setja fram stefnumál sín í
sjónvarpi hjá hverjum fjölmiðli með
eigin framsetningu? Hvers vegna
þarf ríkissjónvarpið að ritskoða
eina sjónvarpsefnið, sem flokkur
fær að koma fram með í komandi
kosningum, sem tekur aðeins fjórar
mínútur?
Ég get ekki neitað því að mér
finnst þessi stjórnun ríkisfjölmiðils
á Íslandi minna á stjórnun í einræð-
isríkjum sem höfðu það eitt að
markmiði að ná fram fyrirfram
ákveðinni niðurstöðu.
Skoðanakannanir, skoðana-
myndun og lögin
Með hjálp fjölmiðla erum við
leidd áfram að kjörkassanum með
vitneskju skoðanakannana um að
ekki þýði að kjósa nema þá sem
eiga möguleika á að komast að eða
möguleika á að bæta við manni.
Hér hefði mátt ætla að löggjaf-
arvaldið hefði sett leikreglur um
svo áhrifamikinn þátt í okkar lýð-
ræðisferli. Hefur löggjafarvaldið
gert það?
Engin lög eru til sérstaklega um
skoðanakannanir hvenær þær megi
fara fram, t.d. hversu mörgum dög-
um fyrir kosningar, hverjir megi
setja þær fram, hverjir séu spurðir
og eftir hvaða reglum úrtak sé gert,
þ.e. eftir hlutfallsfjölda, hver geti
átt félagið/stofnunina sem spyr og
hver sé ábyrgð þeirra. Einnig
hvernig spurningar séu bornar
fram, hverjir geti keypt skoð-
anakannanir og þá ráðið hvernig
spurt er.
Skoðanakannanir eru fram-
kvæmdar með mismunandi hætti,
t.d. er vitað að í mörgum þeirra eru
eldri borgarar, 67 ára og eldri, ekki
spurðir. Í niðurstöðu síðustu kosn-
inga fékk flokkur um 3% fylgi, en
hafði verið spáð 1% fylgi í flestum
skoðanakönnunum degi fyrir kosn-
ingarnar. Enginn fjölmiðill fjallaði
um þá skekkju í umfjöllun eftir
kosningar, en vitað var að margir,
sem ætluðu að kjósa þann flokk,
hættu við að kjósa hann, jafnvel
frambjóðendur flokksins, því að
kjósendur vilja ekki að atkvæði
þeirra ónýtist.
Skoðanakannanir geta þannig
haft afgerandi áhrif á hvað ein-
staklingurinn gerir með sinn dýr-
mæta rétt í kjörklefanum.
Fjölmiðlar og skoðanakann-
anir í aðdraganda kosninga
Eftir Halldór
Gunnarsson » Við förum að kjör-
kassanum með vitn-
eskju skoðanakannana
um að ekki þýði að kjósa
nema þá sem eiga
möguleika á að komast
að eða geta bætt við
manni.
Halldór Gunnarsson
Höfundur er fyrrverandi sóknar-
prestur í Holti og varaformaður
Flokks fólksins.
Píratar bjóðast til að
smala saman öllum
vinstri villiköttunum
sem Jóhanna náði ekki
að gera í síðustu
vinstristjórn. Best að
hafa þetta klárt fyrir
kosningar svo kjósa
megi um vinstri eða
hægri. Aldrei fór það
svo að Píratar gætu
ekki þvælst fyrir í ein-
hverjum málum, en auðveldar það
fólki að velja á kjördag? Birgittu
Jónsdóttur varð brátt í brók og kom
með þá hugmynd korter fyrir kosn-
ingar að útiloka samstarf við tvo
stærstu lýðræðisflokka á elsta Al-
þingi veraldar. Ekki er útséð um
hvernig það endar. Mér finnst skrít-
ið að maður sem lítur á sig sem
stjórnmálaspeking, þ.e. Ólafur
Harðarson, skuli telja þetta einhver
tíðindi. Þetta er aðeins áróðursbragð
af hálfu Pírata að láta sem þeir séu
einhver björgun frá spillingu eða
annarri óværu. Þeir eiga alveg eftir
að sanna sig sem stjórnmálaflokkur.
Mér finnst það vera dónaskapur
af verstu sort að bjóða hinum flokk-
unum að kokgleypa agn sem þeir
vita ekki einu sinni sjálfir hvað í
rauninni er, en það gerði Oddný
Harðardóttir, eins og drukknandi
maður grípur hálmstrá-
ið, svona rétt fyrir
kosningar.
Það gæti farið svo að
sumir smáu flokkana
hyrfu af þingi. Það sem
hefur gerst í skoð-
anakönnun getur gerst
í alvöru og samkvæmt
skoðanakönnunum hef-
ur því verið spáð að
sumir þingmenn muni
ekki ná kjöri.
Þegar fólk fer að líta
á Pírata sem venjulegt
fólk þá snarlækka turnar þeirra!
Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið
hina réttu leið og heldur því áfram.
Það er bláköld staðreynd að valið
stendur aðeins á milli stjórnarflokk-
ana sem nú stýra landinu af glæsi-
brag og vinstristjórnar sem þjóðin
ætti nú að vera orðin vel upplýst um,
þar sem vinstristjórnin á kjör-
tímabilinu á undan skildi eftir sig
bankahrunið sem var næstum búið
að gera þjóðina gjaldþrota.
Boðsmiði Pírata
Eftir Karl Jóhann
Ormsson
Karl Jóhann Ormsson
» Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur farið hina
réttu leið og heldur því
áfram.
Höfundur er eldri borgari.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS