Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Spánverjar og gestir þeirra böðuðu sig í sólskini í sumar í orðsins fyllstu merkingu. Undanfarin 15 ára hafa ferðamenn ekki verið fleiri en í ár. Þrátt fyrir það sjá landsmenn dökk ský stíga upp úti við hafsbrún því vinsælir ferðamannastaðir eru orðn- ir ásetnari en viðunandi þykir og ferðamenn sparsamari en áður, að sögn sérfræðinga. Sumarið í ár var einstaklega gjöf- ult spænskri ferðaþjónustu. Streymdu til landsins sólþyrstir ferðamenn er forðast nú aðra vin- sæla áfangastaði sem orðið hafa fyrir barðinu á hryðjuverkastarfsemi. Jose Luis Zoreda, talsmaður sam- taka atvinnurekenda í ferðaþjónust- unni, Exceltur, segir að lægri vextir og lækkandi bensínverð ásamt óró- leika annars staðar við Miðjarðar- hafið hafi reynst spænskum strand- héruðum með sína sól og baðstrend- ur vel. Hann segir vafasamt að þetta endurtaki sig. Blaðran gæti sprungið Exceltur metur það svo að af þeim 75 milljónum ferðamanna sem áætl- að er að heimsæki Spán í ár séu um fjórar milljónir sem venjulega fóru til Tyrklands og Egyptalands. „Þetta getur breyst fyrr en varir og blaðran sprungið,“ segir Zoreda við frönsku fréttastofuna AFP. Allt þykir stefna í að vöxtur í spænskum ferðaiðnaði nemi 4,4% fyrir árið í heild. Er það hlutfallslega mesta aukning í 15 ár. Áætlanir í upphafi ársins gerðu ráð fyrir mun hóflegri vexti og í heild er vöxtur vergrar landsframleiðslu Spánverja áætlaður 3,2% í ár. Fyrstu átta mánuði ársins fjölgaði ferðamönnum á Spáni um 10% miðað við sama tíma í fyrra. Alls námu þeir 52,5 milljónum og voru Bretar hlut- fallslega fjölmennastir í þeim hópi. Árið í fyrra í heild ferðuðust 68 millj- ónir manna til Spánar og voru þeir aðeins fleiri í Frakklandi og Banda- ríkjunum. Um fjórðungur allra sól- arlandaferða Íslendinga mun farinn til Spánar. En skýjabakkar rísa til lofts. Svo- nefnd viðskiptaferðamennska hefur dregist saman á árinu vegna póli- tískrar óvissu. Ríkisstjórn með óskertan slagkraft hefur ekki verið við völd á Spáni í 10 mánuði í fram- haldi af tvennum kosningum sem ekki leiddu til afgerandi niðurstöðu. Meiru skiptir þó að ferðamenn hafa að meðaltali haldið fastar um budduna og eytt minna. Nemur sam- drátturinn tveimur til sex prósentum eftir mánuðum. Þá hafa þeir dvalið skemur í landinu í heimsóknum sín- um. Tilhneigingin er stemma stigu við eyðslunni og spara fé,“ segir Philip Moscoso, prófessor við IESE við- skiptaháskólann í Madríd. „Fleiri og fleiri koma með lággjalda flug- félögum og velja sér annars konar gistingu, svo sem Airbnb, sem komið hefur við kaunin á hótelunum,“ bætir hann við í samtali við AFP. Undanfarin tvö ár hefur skráð gistirými aukist um 1,6% en á sama tíma hefur leiga á gistingu gegnum gáttir eins og Airbnb aukist um 75%, að sögn Exceltur. Þá þykir mettun ferðamanna á vinsælum áfangastöðum eins og Barcelona og Baleareyjum – Mal- lorca, Minorca og Ibiza – umfram það sem æskilegt þykir. Hefur of- mettunin leitt til ýmissa umhverfis- vandamála. Margalida Ramis hjá umhverfis- samtökunum GOB á Mallorca segir að innviðir eyjunnar hafi ekki ráðið við ferðamannafjöldann í sumar. Nefnir hún í því sambandi vatns- hreinsistöðvar yfirfyllist. Óhreint vatn hafi til dæmis komist inn í Albu- feira-náttúruvinina þar sem hreinsi- stöðvar sólbaðsstaða í nágrenninu höfðu ekki undan skólpinu. Aðstreymi túrista inn á spænskar baðstrendur þykir einnig til þess fallið að ógna viðkvæmu vistkerfi sandskafla og sjávarplantna, segir Ramis og hvetur til þess að stemmt verði stigu við eftirlitslausri gisti- sölu. Skipt um kúrs og áherslur Yfirvöld á Spáni freista þess nú, að sögn fyrrnefnds Moscoso, að breyta núverandi „sól og strönd“ módeli ferðaþjónustunnar í þeim tilgangi að gæði ferðaþjónustunnar verði meiri og magnið minna. Einnig sé aukin áhersla lögð á að kynna sögulega arf- leifð Spánverja. Barcelona kappkosti þess til dæmis að hvetja til ferðalaga upp í Montserrat-fjöllin sem eru skammt frá borginni. Í norðurhluta baskahéraðanna og í Rioja vínrækt- arhéraðinu er annálaðri matargerð- arlist þeirra haldið að ferðamönnum. Önnur áform ganga út á að laða fleiri ferðamenn frá Asíu til Spánar en þeir eru frægir fyrir eyðslusemi og að vilja frekar rápa um verslunar- götur en liggja á ströndinni. En Mos- coso segir að fyrirtækjum í ferða- þjónustunni þykir ekki liggja á að skipta um kúrs meðan viðskiptin ganga eins vel og á sólarströndum landsins í ár. Vilja sumarið allt árið Íbúar á Baleareyjum austur af meginlandi Spánar vilja vera á sum- artíma í stað þess að breyta klukk- unni nú um helgina og færa hana aft- ur um klukkustund. Með því vilja þeir njóta dagsbirtunnar lengur. Héraðsþing eyjanna, þar á meðal Mallorca og Ibiza, samþykkti tillögu þessa efnis í byrjun vikunnar. Í henni er skorað á ríkisstjórnina í Madríd að heimila eyjarskeggjum þetta; að vera áfram tveimur stund- um á undan staðartíma Greenwich (GMT). Í tillögunni segir að eyjarnar verði verr úti en önnur héröð Spánar við afturfærslu klukkunnar því þar setjist sólin fyrst. Með óbreyttri klukku nytu íbúarnir dagsbirtu leng- ur en ella eftir að vinnudeginum lýk- ur. Þá myndi það og draga úr húshit- unarkostnaði. Svar iðnaðarráðuneytisins í Mad- ríd er það, að þetta sé ekki á ákvörð- unarvaldi Spánverja sjálfra, heldur Evrópusambandsins. Spánn er ekki eina landið sem endurskoðað hefur tímabelti sitt. Þegar kommúnistar komust til valda í Kína 1949 upprættu þeir fjögur tímabelti landsins af fimm og ákváðu að Peking-tími skyldi gilda fyrir landið allt. Átti það að gera land- stjórnina auðveldari en olli íbúum í vestari héruðum Kína miklum vanda þar sem þeir þurftu að rífa sig upp miklu fyrr en líkaminn vildi. Í fyrra var svo gripið til svonefnds „Pyongyang-tíma“ í Norður-Kóreu en í því fólst að klukkan var færð aft- ur um hálfa klukkustund. Var það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun og ætlað að afmá arfleifð valdatíma Jap- ana. Árið 1956 var klukkan færð fram um 15 mínútur í Nepal því yfirvöld- um fannst að hádegisbaugur þeirra ætti að liggja gegnum fjallið fræga, Gauri Shankar. Í framhaldi af innlimun Krím- skaga í Rússland árið 2014 var klukkan færð þar fram um tvær stundir til að vera á sama tíma og Moskva. Krímverjar hættu einnig að taka upp sumartíma en þá breytingu á klukkunni hafa Rússar aldrei gert. Munar því tveimur stundum á klukk- um Úkraínu og Krím á veturna og einni stundu á sumrin. Í Venesúela færði Hugo Chavez klukkuna aftur um hálftíma árið 2007. Breytingin jók á raforkuþörf í landinu sem fyrir var þjakað af raf- orkuskorti og bilunum í dreifikerf- inu. Á endanum ógilti arftaki hans, Nicolas Maduro, tímabreytinguna og færði klukkuna aftur til fyrra horfs. Árið 2011 tóku íbúar á Samóa- eyjum í Kyrrahaf stökk og fluttu sig yfir alþjóðlegu daglínuna. Klukkan færðist ekki aðeins fram um eina klukkustund, heldur heilan dag til viðbótar. Eftir breytinguna eru Samóar á sama tímabelti og helstu viðskiptaþjóðir þeirra í Asíu og Ástr- alíu. Aukinheldur gengur nú nýtt ár í garð þar á undan öllum öðrum lönd- um heims í stað þess að vera síðastir til að kveðja gamla árið. Uggandi um framtíð ferðamennskunnar á Spáni  Sumarið var gjöfult í ferðaþjónustunni en vísbendingar eru um að bakslag gæti verið framundan AFP Metár á Spáni Þröng á þingi á góðviðrisdegi á Levante ströndinni á Benidorm á Spáni. En menn eru uggandi um framtíð ferðamennskunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.