Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 BÆKUR Það er puð að vera strákur Er ég á einhvern hátt hafinn yfir hégóma og heimsku? Haldbær rök gætu legið móti því. Gildi mannsins miðast við fram- færslugetu, kvennafar og fyllirí. Það er puð að vera strákur og þurfa að pæla í því. Er ég á einhvern hátt yfirgefinn undirmálsfiskur? Haldbær rök gætu legið fyrir því. Gildi mannsins glatast í gengistryggðum vonum, göfugmennskan dafnar drambinu í. Það er puð að vera strákur og þurfa að kyngja öllu því. Ég ætla að ræna pakka af Raleigh og reykja hann undir bryggju. Sýna fyrirhyggju, fá mér drátt á minn eigin hátt, hugsa fremur smátt. Ég þarf að sýnast voða salí, þróttmeiri og stærri, kvelja hina smærri. Leika grátt, sýna meiri mátt, gefa glóðarauga blátt. Það er puð að vera strákur og þurfa að stefna svona hátt. Nýi bærinn Ég stóð uppi á brúarþilfari þegar strandferðaskipið sigldi inn höfnina í nýja bænum. Við blöstu hundrað þúsund ljósastaurar, kannski millj- ón, og vitar blikkuðu á hafnargörð- unum. Bjargið á stjórnborðshlið var ógnvekjandi í myrkrinu. Heima í þorpinu var bara einn ljósastaur sem blikkaði í vondu veðri. Skipið lagðist að bryggju hér í þessum nýja og stóra bæ og að- komufjölskyldan gekk niður land- ganginn. Ég hafði þá ekki þurft að hafa neinar áhyggjur, Hilli og pabbi hans biðu á bryggjunni og tóku á móti okkur. Þá fyrst meðtók ég að fullu það sem pabbi hafði sagt og áttaði mig á því að Hilli átti einmitt heima í þessum bæ og ég þyrfti ekki að sakna hans meira. Hræðslan við breytingar varð eftir um borð í skip- inu og á bryggjunni stóð ég kitlandi kátur. Hilli, elsku Hilli! Ég átti heima í efri hluta miðbæj- arins þannig að bryggjuna fékk ég ekki séð úr stofuglugganum líkt og í gamla þorpinu. Úr stofuglugganum sá ég bara steinhús og svo annað steinhús og úr eldhúsglugganum sá ég bara steinhús og fleiri steinhús. Miðbærinn er elstur. Elstur neðst og næst bryggjunum og verður svo unglegri eftir því sem ofar dregur, en í heild sinni er hann miklu eldri en til dæmis vestur- og austurbær- inn sem eru að miklu leyti enn í byggingu. Húsin í gamla miðbænum eru svolítið lík húsunum heima og sumir íbúarnir hafa meira að segja hænur. En þegar ofar dregur eru húsin hærri, meiri um sig og flest byggð úr steinsteypu. Hilli átti heima í austurbænum og því leitaði ég mikið þangað og kynntist vinum hans og mjög fljót- lega vorum við komnir í gengi bryggjustráka sem stálu og reyktu í laumi. Vetrarvertíðin var að ganga í garð og þá fjölgaði heldur betur í bænum, sem ég var farinn að þekkja betur og betur. Strandferðaskipið kom með fullt af fólki á vertíð og að- komubátar fylltu allar bryggjur. Sósíalisti og íhaldið – Af hverju eru húsin hér stærri en húsin heima? spurði ég en fékk engin svör. Það var eins og spurningar mínar væru ekki þess virði að þeim væri svarað en sjálfum fannst mér þær fullsvaraverðar. Ég sat uppi með bunka af vel útfærðum spurningum en fékk engin svör og þurfti því að hafa fyrir því að álykta um málin. Ég rifjaði upp í huganum allt það sem mælti með því að flytjast til þessa bæjar og þau rök sem mæltu því í mót, sem voru að vísu sárafá en ég vó samt einnig í huga mér. Meysi frændi í gamla þorpinu sagði að þessi bær væri helvítis íhaldsbæli og það er kannski þess vegna að húsin eru stærri og öll úr steinsteypu. – Hvað er íhald? spurði ég en ekk- ert svar fékkst við því. En eitt vissi ég þó; dagblaðið Þjóðviljinn var andstæða íhaldsins og íhaldið átti ekki heima í Þjóðvilj- anum en átti líklega einhvers konar athvarf í Morgunblaðinu því þegar ég skrapp niður í blaðabragga fyrir mömmu að kaupa Moggann tuðaði pabbi eitthvað um að skömm væri að senda blessaðan drenginn eftir þess- um íhaldspésa. En mamma benti honum stundum á að Mogginn væri svo miklu þykkari en Viljinn. Þá tautaði hann eitthvað um að sann- leikurinn þyrfti svo miklu minna pláss en lygin og það væru sko ekki ný sannindi. – Menn ættu að temja sér það að skoða báðar hliðar á hverju máli, sagði mamma þá og hvarf svo niður í Moggann sinn og vildi frið. Ég sat því uppi með spurninguna um íhaldið og vissi ekkert frekar um það nema það kom Mogganum eitt- hvað við og fór í taugarnar á þeim sem héldu með Þjóðviljanum. Sósíalisti, sósíalisti. Ekki var mér í fyrstu ljóst hvað mennirnir áttu við þegar þeir létu þessi orð af vörum falla. Sósíalisti var einhvers konar samnefnari fyrir gamla þorpið en hér í nýja bænum var hann eitthvað allt annað. Í gamla þorpinu sögðu mennirnir í kompanísskotinu og í beitu- skúrunum að helvítis íhaldið væri fyrir sunnan og þegar pabbi sagði frá því í óspurðum fréttum í skúrn- um að hann hygðist flytja suður spurðu karlarnir hvort nokkuð væri á því að græða þegar sósíalisti flytti suður í helvítis íhaldsbælið og pabbi spurði á móti hvort þeir sósíalist- arnir hugsuðu bara um hvað væri hægt að græða á hverri ákvörðun. Og nú átti ég heima hér í helvítis íhaldsbælinu og vissi ekki hvað „íhald“ var og ekki heldur hvað „sósulisti“ er. Þessi orð voru líka svo sjálfsögð í tali manna að ekki þótti við hæfi að spyrja hvað þau þýddu. – Hvað er só- sulisti og helvítis íhaldið, spurði ég einu sinni þegar ég var í óvenju kjörkuðu skapi. Þessi spurning olli svo miklum hlátri í eldhúsinu að hún reyndist mér hin mesta raun. – Maðurinn í útvarpinu var að tala um þetta, stundi ég upp af skömm til að reyna að koma þessu klúðri mínu upp á út- varpsþulinn. En af hverju var hlegið var mér hulin ráðgáta. Meysi frændi Meysi frændi var kominn og allir biðu spenntir eftir fréttum úr gamla þorpinu. – Hvað er að frétta að heiman, spurðu menn sem voru komnir í heimsókn í eldhúsið hjá mömmu þótt sumir hefðu eytt stórum hluta ævinnar í bænum. – Hvað er að frétta að heiman? Eftir að Meysi frændi kom í bæ- inn breyttist allt. Meysi var sjómað- ur og landmaður á víxl, beitn- ingamaður, handflakari og oft var hann kokkur á bátum. En umfram allt var hann litli bróðir hennar mömmu. Þegar hann var kokkur á netabát og menn vildu ræða sjómennskuna og þjónustulundina við slorið var hann algerlega úti á þekju því hann hugsaði ekki eins og sjómaður, kokkur á netabát, beitningamaður, landformaður, hvað þá heldur sem rosalega snöggur flatningsmaður. Hann hugsaði, talaði og fram- kvæmdi allt eins og listmálari sem hafði hið víða svið, hið gullna snið, fyrir öllu; byggingum og byggingarlagi og fólki, einkum og sér í lagi kven- fólki. Hann fékk sér í staupinu og sagði frá heims- ins mestu lista- mönnum, en þar stóðu Kjarval og Stefán Íslandi jafnfætis þeim allra bestu. – Hvaða skynbragð berið þér, þrælar auðvaldsins, á list heimsins? spurði hann út í bláinn. – Þér, sem þrælið myrkranna á milli og eigið aldrei bót fyrir boruna á yður og ég sjálfur þar með talinn. Á frostköldum kvöldum næddi norðangarrinn um merg og bein og fékk útrás fyrir listsköpun sína á rúðum heimilanna. Með ísköldum hrömmunum málaði hann fegurstu rósir, svo fíngerðar og smáfríðar með fjólubláum fölva að yfirnátt- úrlegt var. Þegar karlarnir úr gamla þorpinu komu í heimsókn breyttist ég í heim- iliskött og lagðist með teppi undir höfuðið í skotinu við Sóló-kola- eldavélina með nýja olíuverkinu sem fékk næringu í eldinn sinn úr risa- stóru tundurdufli sem var grafið að hálfu í garðinum fyrir ofan húsið. Þetta vopn, sem faðir minn hafði gróðursett og nýtt á svo friðsaman hátt, var einungis ætlað til að ylja fólki. Mér hafði lærst að ef ég lá þarna nógu lengi og nógu hljóður virtist fólkið við eldhúsborðið gleyma nálægð minni og þannig varð það allt miklu frjálslegra í tali og fasi og enginn sagði: „Uss, pott- arnir hafa eyru.“ Það var bökunarilmur í eldhúsinu og mamma hellti upp á og gerði það reyndar alltaf áður en nokkur var farinn að láta sjá sig. En vertíðar- karlarnir frá gamla þorpinu létu sig ekki muna um að halda uppi vina- og frændtengslum þá sjaldan frístundir gáfust og veðrið gaf einn og einn landlegudag. Meysi frændi sat innst í skotinu við gluggann og talaði, spurði og svaraði allt í senn og frá fleti mínu við kolaeldavélina mátti sjá þegar hann laumaði bollanum undir borðið og teygði aðra höndina í séníver- brúsann sinn og skrúfaði tappann af með annarri leiftursnöggt og löggin rann á milli íláta. Þetta varð að gera þegar mamma sneri bakinu í eldhús- borðið. Frá mínu fylgsni séð mátti sjá að af kurteisi við Meysa frænda sneri hún sér aldrei við fyrr en hann var búinn að hella kaffi í bollann og krækja sér í sykurmola, þá gjóaði hún augunum á mig og setti upp hneykslunargrettuna. Þannig minnti hún mig á afstöðu sína til áfengis og alls þess böls sem því fylgdi. Svo sneri hún sér við og Meysi frændi stakk upp í sig mol- anum og sötraði kaffið og fór að tala um hvað sér þætti áfengi orðið vont og hann væri steinhættur þessum andskota og færi ekki á fleiri helvítis böll. Það er puð að vera strákur Í bókinni Bjartmar – Þannig týnist tíminn segir Bjartmar Guðlaugsson æskusögu sína frá því hann fæðist í gamla þorpinu þar til hann er kominn í myndlistarnám í Reykjavík. Í bókinni er einnig fjöldi mynda myndir Bjartmars, ljóð og söngtextar. Í bók Bjartmars eru fjölmargar teikningar og myndir eftir hann, ljóð og söngtextra frá ýmsum tímum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.