Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 63
UMRÆÐAN 63 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S. 568 2533 | www.fi.is Landvættaáskorunin 2017 Ferðafélag Íslands kynnir aftur FÍ Landvætti sem stunda náttúruæfingar saman með það að markmiði að ljúka Landvættaáskoruninni á næsta ári. Hópstjórar eru Róbert Marshall og Brynhildur Ólafsdóttir. Fossavatnsgangan 50 km skíðaganga Blálónsþrautin 60 km fjallahjól Urriðavatnssundið 2,5 km útisund Jökulsárhlaup 33 km fjallahlaup Vilt þú verða Landvættur? Náttúruæfingar í 10 mánuði Kynningar- fundur fimmtudaginn3. nóvember kl. 20í sal FÍ, Mörkinni 6. Allir velkomnir. Í Panamaskjölum kemur fram að fé sé falið fyrir íslenskum skattayfirvöldum í skattaskjólum. For- maður VG boðar nú rannsókn á þessum innistæðum og er það vel, þó að fyrr hefði verið. Einnig mætti lyfta lokinu af svarta kassanum, sem Stein- grímur sagðist hlynntur að yrði gert. Ekki þarf að eyða miklum tíma í rannsókn á reikningi fyrrverandi forsætisráðherra og hans konu. Allt um það má sjá á panamaskjol- in.is Þar er allt kristaltært uppi á borðinu og sýnir að frá upphafi hafa þau staðið skil á öllum skött- um til íslenska ríkisins. Þar með talinn fjármagnstekjuskattur. Einnig að krafa í gömlu bankana er þannig tilkomin að fyrir hrun keyptu þau skuldabréf af bönk- unum. Þeir sem áttu inneign í bönkum héldu sínu með neyðarlög- unum, en hinir sem áttu skuldabréf á banka urðu að lýsa kröfum í bú föllnu bankanna í þeirri von að fá eitthvað einhvern tíma seinna. Það er því ekki rétt, að þau hafi eitt- hvað verið að braska með kaupum á kröfum á föllnu bankanna líkt og hrægammasjóðirnir. Í fjölmiðlum hefur formaður VG sagt að fyrrverandi forsætisráð- herra hafi borið að segja af sér, af því að hann hafi logið að þjóðinni. Skiptir þá engu máli í hvernig stöðu og jafnvægi hann var eftir að hafa verið leiddur í gildru. Hvað segir hún um svar fyrrverandi formanns VG við spurningu Sigmars, hvort VG muni standa við að halda Íslandi ut- an ESB? Svarið var skýrt, eins og sjá má á Youtube. Þeir sem kusu VG vegna ESB munu seint fyrirgefa svikin. Steingrímur er enn við sama heygarðshornið. Í beinni útsendingu hjá RÚV neitaði hann að í dag væri hann eini maðurinn á þingi, sem hefði greitt atkvæði með frjálsu framsali kvótans. Stein- grímur var í góðu jafnvægi og sagði þann sem hélt þessu fram fara mannavillt. Hann hlyti að hafa tek- ið sig fyrir Halldór Ásgrímsson. Ekki beint smekklegt. Þar fyrir ut- an var kvótaeigandinn Steingrímur báðum megin borðs við samþykkt frjáls framsals. Hvernig er hægt að bjóða kjós- endum VG upp á mann, sem telur önnur lög gilda fyrir sig en aðra landsmenn, sem hann og VG hafa krafist að segi af sér? panamaskjolin.is Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson »… hinir sem áttu skuldabréf á banka urðu að lýsa kröfum í bú föllnu bankanna í þeirri von að fá eitthvað ein- hvern tíma seinna. Höfundur er verkfræðingur. Nú fara kosningar í hönd. Flokk- arnir sem hafa verið í stjórnarand- stöðu sl. 3½ ár keppast við að lofa gulli og grænum skógum. En það hefur verið einkenni vinstriflokk- anna að tæma ríkiskassann til að standa við eitthvað af hinum stóru kosningaloforðum og síðan þegar kassinn er tómur, þarf að fá lán ein- hversstaðar. Það er alveg ljóst að þeir flokkar sem lofa mestu munu svíkja mest af þessum loforðum sín- um, því þar er lofað svo miklum breytingum sem kosta auðvitað mik- ið. Vinstriflokkarnir eru þegar byrj- aðir að undirbúa valdatöku sína og þá byrja hrossakaupin. Maður hefur ekki heyrt ennþá hverjir verða ráð- herrar í þessari fjögurra flokka stjórn sem þeir eru að mynda á grundvelli skoðanakannana. Það er merkilegt að Vinstri græn ætla að koma vel út úr kosningunum sam- kvæmt skoðanakönnunum og er það sérstaklega merkilegt, þar sem VG, með Steingrím í broddi fylkingar, sveik stærsta kosningaloforð sitt og flokksins 2009 þegar VG fór í rík- isstjórn með Samfylkingunni. Þeir lofuðu því fyrir þær kosningar að þeir mundu berjast gegn því að ganga í ESB. Í þessu samstarfi réð Samfylkingin öllu og Steingrímur hlýddi öllu sem Jóhanna og Samfylk- ingin lögðu fyrir þá. Þegar þessi svik voru orðin ljós fór að kvarnast úr þingflokknum og Jóhanna var í vand- ræðum með að smala saman öllum köttunum eins og við munum. Það hefur ekki heyrst múkk úr þeirri átt í átta ár hvort VG ætlar að fylgja þeirri stefnu eða ekki. Af þögninni verður að draga þá ályktun að um stefnubreytingu sé þar að ræða. VG, undir forystu nýs formanns, virðist hafa breytt um stefnu og virðist VG ætla að beita sér fyrir samningum og inngöngu í ESB. Ef farið er eftir framgöngu Dags Eggertssonar í borginni verða landsmenn ekki spurðir álits. Inngangan verður gerð á sömu nótum og flugvallarmálið. Reykvíkingar og landsmenn í heild hafa ekkert vit á því sem er þeim fyr- ir bestu. Það eru bara þau í meiri- hlutanum í Reykjavík og Valsmenn sem hafa vit á því. Já, það er svolítið merkilegt að Valsmenn skuli e.t.v. geta lokað Reykjavíkurflugvelli með þessu lóðabraski sínu. Allt braskið er gert í skjóli Dags þar sem það hentar honum vel m.t.t. þess að loka flug- vellinum. Degi og félögum finnst Reykjavík ekki hafa neinum skyld- um að gegna sem höfuðborg lands- ins. Þeim finnst þeir ekki þurfa að þjóna landsbyggðinni sem höfuðborg Íslands og landsbyggðarfólk hafi engan rétt til að skipta sér af flug- vallarmálum. Maður spyr sjálfan sig – ætlar VG að standa við stóru loforðin núna? Það er ekki björguleg staða sem Samfylkingin og Björt framtíð eru í. Annar flokkurinn var lengi vel undir 5% og hefði þá ekki fengið neinn þingmann og hinn flokkurinn hefur verið með um 7-8% í skoðanakönn- unum. Viðreisn er klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokknum og þeir eru duglegir við að auglýsa sig og lofa miklum kraftaverkum á öllum svið- um. Eigum við að trúa þeim eða munu þeir svíkja þau í skiptum fyrir ráðherrastóla ef þeir bjóðast og ætla þeir að troða okkur inn í ESB þar sem Þjóðverjar ráða öllu. Það verður spennandi að vita hvort þeir skríða undir vinstri sængina að afloknum kosningum og á hvaða forsendum. Ég vil bara segja þetta. Aðal- atriðið er að fjármálin séu í góðu lagi. Það er alveg sama hvort um ein- stakling, heimili, fyrirtæki eða rík- issjóð er að ræða. Það þurfa að vera til peningar til að borga það sem á að gera og til áætlun um hvernig skal fjármagna hlutina ef um stór- framkvæmd er að ræða. Mér finnst að ríkisstjórninni, með Bjarna Bene- diktsson sem fjármálaráðherra, hafi í heildina farist vel að stýra fjármálum ríkisins. Þó að ég sé ekki ánægður með allt hjá núverandi ríkisstjórn, þá er Sjálfstæðisflokkurinn langbesti kosturinn. Kjósið því Sjálfstæð- isflokkinn í komandi kosningum. Með því eruð þið að kjósa áframhald- andi uppbyggingu og stöðugleika í stað fjármálaöngþveitis og sóunar. Loforð, loforð, ekki meir, ekki meir Eftir Jóhannes Sverrisson »Kjósið Sjálfstæðis- flokkinn í komandi kosningum. Með því er- uð þið að kjósa áfram- haldandi uppbyggingu og stöðugleika. Höfundur er eftirlaunaþegi í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.