Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Gengið til rjúpna Margar skyttur nýttu góða veðrið í gær á fyrsta degi sem rjúpnaveiði var leyfð í haust. Golli Rétt eins og metnaðarfullt fólk, fyrirtæki og félög vilja metnaðar- full samfélög sífellt bæta sig. Ís- land er slíkt samfélag, sem þjóðin hefur mótað með dugnaði, fram- faratrú og metnaði. Samkvæmt mælikvörðum alþjóðastofnana af ýmsu tagi er Ísland í fremstu röð, í samanburði við önnur samfélög. Þar viljum við vissulega vera, en föllum vonandi aldrei í þá gryfju að halda að öll samfélagsverkefni hafi verið leyst. Við viljum gera betur og halda áfram að bæta líf hvert annars. Við viljum nýta svigrúmið sem skapast hefur á undanförnum árum til að færa ýmislegt til betri vegar; huga betur að öldruðum, bæta heilbrigðisþjónustu og styrkja innviðina. Í þeirri vinnu eigum við að horfa til þess sem vel hefur tekist. Styðjast við að- ferðir sem hafa virkað, en ávallt leita að skapandi lausnum. Þannig vill Framsóknarflokkurinn vinna eins og nýleg dæmi sanna. Við er- um í senn róttækur flokkur og ábyrgur flokkur, með skýra sýn á hvernig við bætum samfélagið og efnahagslífið. Við hikum ekki við að fara óhefðbundnar leiðir og fáum til liðs við okkur færustu sér- fræðinga hverju sinni, í stað þess að þykjast vita allt best sjálf. Þannig hefur okkur tekist að leysa flókin verkefni og þannig munum við áfram ná árangri fyrir Ísland. Vinna, vöxtur, velferð Við trúum því, að fjölbreytt atvinnulíf og út- flutningur á vörum og þjónustu sé forsenda vel- ferðar í landinu. Við viljum veg allra atvinnu- greina sem mestan, en fögnum sérstaklega þeim ótrúlega árangri sem náðst hefur á sviði nýsköpunar og skapandi greina. Við viljum skapa verðmæt störf og tryggja að mennta- kerfið standist samanburð við það sem best ger- ist í heiminum. Við viljum bæta kjör meðal- tekjufólks, lækka tekjuskatt og einfalda skattkerfið. Við viljum stuðla að góðri heilsu þjóðarinnar og byggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunni á aðgengilegum stað. Hagsmunir Íslands í öndvegi Framsóknarflokkurinn hefur farið með utan- ríkismál í fimmtán ár af síðasta 21 ári. Mark- miðið hefur allan þann tíma verið skýrt: að tryggja hagsmuni Íslands og stuðla þannig að velsæld heima fyrir. Við viljum eiga góð sam- skipti við aðrar þjóðir, en halda sjálfstæði okk- ar. Við viljum eiga gagnkvæm viðskipti við aðr- ar þjóðir og skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Við höfum trú á Íslandi. Við vitum að efnahagsstjórn í fámennu landi er krefjandi, en reynslan sýnir að árangurinn getur verið góður. Við trúum á dugnað, fagmennsku og elju, en ekki töfralausnir. Við trúum því að vext- ir geti lækkað með ábyrgri hagstjórn. Við stöndum á krossgötum Með skýrri sýn og markvissri stefnu hefur orðið alger viðsnúningur á Íslandi á síðustu ár- um undir forystu Framsóknarflokksins. Orð og efndir hafa farið saman og fyrir vikið stöndum við á traustum grunni til að bæta samfélagið enn frekar. Framtíð Íslands er björt ef rétt er á málum haldið. Eftir Lilju Alfreðsdóttur »Með skýrri sýn og mark- vissri stefnu hefur orðið al- ger viðsnúningur á Íslandi á síðustu árum undir forystu Framsóknarflokksins. Lilja Alfreðsdóttir Höfundur er utanríkisráðherra. Róttæk en ábyrg stjórnmál skila árangri Jóhannes Karl Sveinsson, samningamaður ríkisins í seinni einkavæðingu bankanna, ritaði nýlega grein í Kjarnann. Greinin fjallaði í mjög stuttu máli um skýrslu mína og voru þar settar fram ýmsar fullyrðingar sem rétt er að svara. Í þessari grein verður fjallað um söluna/gjöfina er ríkið færði stærstan hluta sinn í Íslands- banka til kröfuhafa Glitnis, en fjárhagslegar afleiðingar hennar virðast hafa farið fram hjá Jóhannesi. Íslandsbanki var stofnaður með 775 millj. kr. stofnframlagi ríkisins sem greitt var inn á geng- inu 1 kr. fyrir hlut í október 2008. Á hluthafa- fundi Íslandsbanka 14. ágúst 2009 skrifaði ríkið sig fyrir 64.225 millj. kr. hlut í bankanum sem greiddur var inn á genginu 6,5 kr. fyrir hlut. Út- gefnir hlutir í Íslandsbanka voru því 10 millj- arðar kr. og innborgað hlutafé nam 65 millj- örðum kr. Ríkið veitti Glitni kauprétt á 95% af útgefnu hlutafé í bankanum gegn greiðslu sem samsvaraði því skuldabréfi sem Íslandsbanki hafði gefið út til Glitnis vegna nettóstöðu við bankann við stofnun skv. mati, en skuldabréf þetta nam upphaflega 52 milljörðum kr. Glitnir notaði kaupréttinn 15. október 2009. Skuldabréf Íslandsbanka var gefið út í evrum og hljóðaði upp á 346.182.012 evrur og miðað var við gengi 15. október 2008 þegar gengi evru var 150,21 kr. Ætla má að verðmæti skulda- bréfsins með áföllnum vöxtum 15. október 2009 hafi verið um 366 milljónir evra sem samsvaraði 67,1 milljarði kr. á gengi þess dags. Hinn 9. mars 2009 yfirtók fjár- málaeftirlitið fjárfestingabankann Straum og 17. mars 2009 voru inn- stæður Straums fluttar til Íslands- banka gegn útgáfu Straums á skuldabréfi að fjárhæð 43,7 millj- arðar kr. Samhliða þessu var Ís- landsbanka veittur lausafjárstuðningur og bankanum afhent ríkisskuldabréf sem veðtækt var hjá Seðlabanka Íslands. Íslandsbanka bar að afhenda ríkinu til baka bréf þetta í takt við afborganir Straums af sínu bréfi. Bréf þetta bar REIBOR- vexti + 1,9% álag fyrstu 12 mánuðina og 1% álag eftir það. Samhliða þessu var gerður samningur um lausafjárstuðning við Íslandsbanka. Ríkið greiddi 775 millj. kr. og afhenti 64.225 milljón hluti af ríkisskuldabréfinu RIKH 18 1009 auk áfallinna vaxta á skuldabréfið frá 9. október 2008, samtals 9,1 milljarða kr. Íslands- banki endurgreiddi síðar 8 milljarða kr. af þess- um vöxtum. Heildargreiðsla ríkisins var því 66 milljarðar kr. Íslandsbanki endurgreiddi ríkinu hlutafjár- framlag sitt með því að afhenda því til baka rík- isskuldabréf að fjárhæð 33,8 milljarðar kr. en 24,8 milljörðum kr. hélt bankinn eftir. Ríkið keypti fyrir þá víkjandi lán af bankanum. Nettó greiðsla ríkisins fyrir 5% hlut í Íslands- banka var því 7,3 milljarðar kr. Bankinn var rekinn á ábyrgð ríkisins í heilt ár, en hækkun eiginfjár sem komin var til vegna rekstrar bankans frá yfirtöku og til 31. desember 2009 var 26,2 milljarðar kr. sem hefðu átt að renna til ríkisins eiganda bankans á tímabilinu sem bar af honum alla áhættu. Ríkið virðist hafa gefið eftir eiginfjáruppbyggingu Ef aðilar hefðu kosið að líta svo á, að þar sem Glitnir væri tilbúinn að leggja nettóeignir inn sem hlutafé væri eðlilegt að þeir mundu njóta hagnaðar bankans frá yfirtöku. Þá hefðu skipta- hlutföllin væntanlega átt að taka mið af stofn- framlagi í upphafi, þ.e. 52 milljarðar kr. af 65 milljörðum kr. hefðu þá átt að gefa kröfuhöfum Glitnis 80% í bankanum en ekki 95%. Ríkið virðist þannig hafa gefið eftir eiginfjár- uppbyggingu bankans meðan hann var í eigu þess. Ríkið virðist einnig hafa gefið eftir réttinn til að gera upp skuld við gamla bankann á gengi samningsdags. Ríkið greiddi 7,3 milljarða kr. fyrir 5% hlut í bankanum eða rúmlega tvöfalt nafnverð meðan Glitnir greiddi með 52 millj- arða kr. skuldabréfi sem var vaxtareiknað og fært í erlenda mynt. En þetta er ekki nema hálf sagan. Við söluna, veitti ríkið Íslandsbanka víkjandi lán að fjárhæð 25 milljarða kr. með vöxtum sem voru aðeins 1% hærri en vextir á láni Glitnis til Íslandsbanka sem tryggt var með veðrétti án þess að tekið væri tillit til þess við skiptingu eigna. Kjörin voru í engu samræmi við áhættu ríkisins og markaðskjör á samsvarandi lánum til banka á þessum tíma. Ríkið veitti Íslands- banka auk þess lausafjárfyrirgreiðslu upp á 25 milljarða kr. eins og fram hefur komið. Áhætta ríkisins af Íslandsbanka eftir sölu hans var því 32,3 milljarðar kr. og gat numið allt að 57,3 milljörðum kr. ef lausafjárfyrirgreiðsla yrði nýtt. Auk þess ábyrgðist ríkið skuldabréf Straums og því fylgdi sérstök lausafjárfyrir- greiðsla vegna yfirtöku innlána. Framlag Glitnis til Íslandsbanka var einungis 52 milljarðar kr. Þrátt fyrir þetta fékk Glitnir 95% af ávinningnum eftir kaupin á bankanum, en íslenska ríkið 5%. Verður þetta því að teljast vingjarnleg gjöf. Eftir Vigdísi Hauksdóttur »Ríkið virðist þannig hafa gefið eftir eiginfjárupp- byggingu bankans meðan hann var í eigu þess. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins. Jóhannesi Karli Sveinssyni svarað – Íslandsbanki Í dag göngum við að kjör- borðinu til þess að hafa áhrif á það hvert leið okkar Ís- lendinga liggur næstu fjögur ár. Við tókum við erfiðu búi vorið 2013 – atvinnulífið í járnum og efnahagslífið í lægð – en við náðum að snúa taflinu við. Okkur Íslend- ingum auðnaðist að vinna okkur út úr vandanum. Í dag er fleira fólk í vinnu á Íslandi en nokkru sinni í sögunni. Atvinnuþátttakan hefur aldrei verið meiri, atvinnuleysi í lágmarki, verðbólgan innan markmiða og kaup- máttur launa er meiri en nokkru sinni. Við náðum að binda enda á hallarekstur ríkis- ins og höfum greitt niður skuldir. Á sama tíma höfum við lækkað skatta og örvað at- vinnulífið. Við skákuðum kröfuhöfunum og losuðum höftin og hagvöxtur er sá næstmesti í Vestur-Evrópu. Það er ekki slæmt á þremur og hálfu ári. Við erum á réttri leið og ef við höldum áfram á þeirri braut eftir kosningar eru okkur allir vegir færir, og við blasir stöð- ug og örugg framtíð þar sem lífskjör allra munu batna. Það gerist ekki af sjálfu sér, við þurfum að sjá til þess í kjörklefanum í dag. Það gerum við aðeins með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Án hans verður ekki mynduð frjálslynd, borgaraleg rík- isstjórn á Íslandi, með stað- festu við stjórn efnahags- mála. Því það sem Ísland þarf á að halda er stöðug- leiki í stjórnmálum og styrk efnahagsstjórn. Á þeim grunni byggjum við heil- brigðiskerfi í fremstu röð, menntakerfi sem undirbýr unga fólkið fyrir lífið, ný- sköpun sem fjölgar tæki- færunum og hagsæld sem tryggir mann- sæmandi kjör eldri borgara. Kosningabaráttunni lýkur ekki fyrr en síðasta kjörstað verður lokað í kvöld. Ég hvet alla Íslendinga til þess að standa vörð um efnahagsárangurinn og hafna þeim flokkum, sem vilja setja hann í upp- nám og óvissu. Valið stendur á milli þess að taka u-beygju eða halda saman áfram á réttri leið. Veljum leiðina fram á við. Stefnum hagsældinni ekki í óvissu Eftir Bjarna Benediktsson Bjarni Benediktsson » Við erum á réttri leið og ef við höldum áfram á þeirri braut eftir kosningar eru okkur allir vegir færir. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.