Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 38
VIÐTAL
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
„Ég man einu sinni eftir því að
kýrnar hafi verið úti til 25. október.
Þá voru þær alveg búnar með
grænfóðrið, en voru settar út til
þess að viðra sig því veðrið var svo
gott. Nú er kálið búið, en þessa
vikuna hafa þær verið í túninu
sunnan við fjósið og hafa verið að
bíta bæði gras og svolítið af rý-
gresi, auk þess að njóta veðurblíð-
unnar.“
Þetta segir Glúmur Haraldsson,
bóndi í Hólum í Reykjadal, Suður-
Þingeyjarsýslu, sem hefur verið
með kýrnar úti, þó svo að fyrsti
vetrardagur sé liðinn. Hann hefur
alltaf verið mjög duglegur að setja
út og hefur trú á útivistinni. Hann
hefur ræktað gott grænfóður sem
kýrnar hafa ekki alltaf getað klár-
að, þar sem veður hafa kólnað og
þær komið inn áður en akurinn hef-
ur verið fullbitinn.
Bráðum fimmtíu ár í fjósinu
Glúmur í Hólum er ekki nýgræð-
ingur í nautgriparæktinni, en hann
sá um mjaltirnar í Hólum þegar
hann var á fermingarárinu 1967
vegna heilsuleysis föður síns. Fór
árið eftir í Laugaskóla, en tók svo
við fjósinu 1969 þegar hann var 16
ára og hefur verið með það síðan.
Hann segist ekki hafa sleppt nema
einu máli á ári síðustu 10 árin og
hefur sum ár mætt 365 daga í vinn-
una, enda starf fjósamannsins mjög
gefandi.
„Þetta var nokkuð öðruvísi fyrr á
árum,“ segir Glúmur. „Ég var í fót-
bolta og ferðaðist töluvert með lið-
inu um landið og þá fékk ég afleys-
ingu. Þetta var gaman og ég fór
m.a. til Siglufjarðar, Hvammstanga
og Seyðisfjarðar og fleiri staða.“
Þetta er, að sögn Glúms, bindandi
starf og hann segist skilja vel að
ungt fólk hugsi sig um áður en það
byrjar í kúabúskap. Hann segist
eiga fjóra bróðursyni sem ólust upp
í Hólum og hann hafi rætt við þá
um það hvort þeir vilji taka við
fjósinu. Líklega vilja þeir ekki
binda sig yfir kúnum, enda allir
fluttir til Reykjavíkur og nágrenn-
is.
Tómum fjósum fer fjölgandi
„Ég er auðvitað ekki endalaus,
en ég hef ekkert annað að gera en
hugsa um kýrnar,“ segir Glúmur og
er hugsi yfir framtíð kúabúskapar í
Þingeyjarsýslu. Það hafa mjög
margir hætt og honum finnst það
merkilegt að það geti verið meira
hvetjandi að hætta í búgreininni
heldur en byrja. Mörg störf hafa
horfið með brotthvarfi kúabúanna
og í sumum sveitum lítur ekki vel
út með þessa búgrein. Best er
ástandið í gamla Ljósavatnshreppi,
en þar er enn á annan tug kúabúa.
Í Bárðardal hefur fækkað mikið og
sama sagan er í Reykjadal, Reykja-
hverfi og á Tjörnesi. Þá eru líklega
yfir tuttugu tóm fjós í Aðaldal. Þró-
unin hefur verið nokkuð hröð og þó
svo að allir hafi vitað að búunum
myndi fækka þá gerði fólk sér ekki
grein fyrir því að þetta yrði svona
mikið.
Besta fjósalyktin er í Hólum
Miklar breytingar hafa orðið á
fóðuröflun og fóðrun mjólkurkúa á
undanförnum árum og flestir kúa-
bændur hafa lagt af gömlu hey-
byssurnar og heydreifikerfin. Þá
standa flestir súgþurrkunarmótorar
óhreyfðir, ólíkt því sem áður var.
Glúmur lætur rúlla hluta af hey-
fengnum sem ekki kemst í hlöðuna,
en er enn með heybyssuna í góðu
lagi og súgþurrkar fulla hlöðu af
heyi. Kýrnar eru sólgnar í þurr-
heyið og sæðingamaðurinn segir að
besta fjósalyktin í Suður-Þingeyj-
arsýslu sé í fjósinu í Hólum. Lík-
lega er það sumarlyktin af heyinu
sem berst um fjósið þegar kúnum
er gefið sem fer vel í menn, en
þannig sumarlykt kemur aldrei af
rúlluheyi.
Baula, Birta og Hvít
Glúmur hefur gaman af kúalit-
unum og kýrnar í Hólum hafa jafn-
an verið mikið skraut við þjóðveg-
inn sunnan við þéttbýliskjarnann á
Laugum. Hann á þrjár hvítar kýr
sem heita Baula, Birta og Hvít og
hefur uppáhald á þeim. Þær eru
skyldar og allar út af nauti sem var
á Nautgriparæktarstöð Bænda-
samtaka Íslands og hét Hvítingur.
Þá á hann fleiri kýr fallegar á litinn
t.d. eina hjálmótta og aðra kol-
skjöldótta, en segir að sægrátt hafi
ekki verið í hans hjörð í áratugi.
Kýrnar eru mjög gæfar og þegar
hann gengur til þeirra í haganum,
koma þær allar og tala við hann og
kjassa hann. Líklega eru þær að
vonast eftir að þeim sé gefið meira
kál eða eitthvað gott, en hann seg-
ist aðeins hafa sparað kálið þegar
hann sá að tíðin ætlaði að vera
svona góð í október til þess að úti-
vistin yrði lengri.
Glúmur er bjartsýnn og hlakkar
til vorsins þegar hann fer að
plægja akurinn og sá káli til haust-
beitar. Og þó að tíminn líði þá
verða fallegur kýrnar í Hólum, eins
og Baula, Birta og Hvít, enn um
sinn skraut á túnunum við Lauga-
þorpið og það munu vegfarendur
kunna vel að meta. Kannski klára
þær kálið næsta haust líka.
Kýrnar í Hólum kláruðu kálið
Einstakt haustveður í Reykjadal og kýrnar njóta veðurblíðunnar Glúmur Haraldsson, bóndi í
Hólum, hefur séð um fjósið í tæpa hálfa öld Er hugsi yfir framtíð kúabúskapar í Þingeyjarsýslu
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Veðurblíða í Reykjadal Glúmur bóndi hefur gaman af að spjalla við kýrnar í haganum. Hjá honum stendur Hvít.
Hjálma er falleg kýr Alla jafna hafa kýrnar í Hólum verið mikið skraut við
þjóðveginn sunnan við þéttbýliskjarnann á Laugum í Reykjadal.
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Hólar í Reykjadal standa rétt við
Reykjadalsá gegnt Framhalds-
skólanum á Laugum. Þetta var
upphaflega eitt lögbýli, en síðar
þ.e. 1947 var byggt annað býli
sem var nefnt Lautir og er það
hálflenda Hóla.
Þéttbýliskjarninn á Laugum
er byggður á landi sem tilheyrði
Hólum og þar er nú vaxandi
byggð og nokkur fyrirtæki m.a.
annars fiskþurrkun. Byggðin er
farin að umlykja jörðina, en
ræktunarmöguleikar eru góðir
sunnan við bæinn. Á und-
anförnum árum hefur aðallega
verið mjólkurframleiðsla í Hól-
um.
Byggð fer
vaxandi
LAUGAR Í LANDI HÓLA