Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 48
48 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 BIRGIT GEGNHEILT BORÐSTOFUBORÐ 105X180/270 kr. 269.900 / PETER STÓLL kr. 49.900 / BIRGIT SENKUR 180 cm kr. 252.700 29. október 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 113.46 114.0 113.73 Sterlingspund 139.1 139.78 139.44 Kanadadalur 84.86 85.36 85.11 Dönsk króna 16.65 16.748 16.699 Norsk króna 13.789 13.871 13.83 Sænsk króna 12.653 12.727 12.69 Svissn. franki 114.33 114.97 114.65 Japanskt jen 1.0828 1.0892 1.086 SDR 155.79 156.71 156.25 Evra 123.85 124.55 124.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 155.5311 Hrávöruverð Gull 1269.3 ($/únsa) Ál 1673.0 ($/tonn) LME Hráolía 50.05 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Velta með hluta- bréf í Kauphöll Ís- lands nam ríflega 5,1 milljarði króna í gær. Í vikunni hafa ellefu félög á að- allista kauphall- arinnar birt uppgjör sín. Mest velta var með bréf Icelandair Group og nam hún tæpum 1,2 milljörðum. Stóð gengi bréfa félagsins í stað í viðskiptunum. Næst- mest var veltan með bréf N1 eða 910 milljónir og hækkuðu bréf þess um 2,14%. Þriðja mesta veltan var með bréf Haga, tæpar 598 milljónir og lækkaði fé- lagið um 3,71% í viðskiptum dagsins. Var það mesta lækkunin sem sást í Kaup- höll í gær. Mest hækkuðu bréf Símans eða um ríflega 4% í viðskiptum sem námu tæpum 587 milljónum króna. Næst mest varð hækkunin á bréfum TM eða 2,33% en viðskipti með bréf félags- ins voru ríflega 283 milljónir króna. Mikið líf í Kauphöll í kjöl- far birtingar uppgjöra STUTT Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson olafur@mbl.is Stýrihópur sem fjármála- og efna- hagsráðherra skipaði til að endur- skoða reglur um kaup og sölu á vöru og þjónustu milli landa hefur nú skilað ráðherra greinargerð sinni. Inniheldur hún meðal annars drög að lagafrumvarpi með breyt- ingum á lögum um virðisaukaskatt og tollalögum. Í tillögum hópsins er meðal ann- ars lagt til að lögfest verði svoköll- uð gjaldmörk aðflutningsgjalda vegna innflutnings á vörum með lágt verðgildi. Lagt er til að mörkin miðist við 2.000 kr. Starfshópurinn telur einnig að leiða eigi í lög nýtt ákvæði um virðisaukaskatt sem auðveldar er- lendum fyrirtækjum sem selja raf- ræna þjónustu til Íslands að skrá sig á virðisaukaskattsskrá. Þá er einnig lagt til að erlendum aðilum sem selja hingað blöð og tímarit á pappírsformi verði einnig heimiluð samskonar skráning. Einnig eru lagðar til gagngerar breytingar á fyrirkomulagi skatt- lagningar á sölu á þjónustu frá Ís- landi og er miðað við leiðbeininga- reglur OECD í þessum efnum en meginreglan yrði sú að skattlagn- ingarstaður þjónustunnar telst vera sá staður þar sem þjónustan er nýtt af kaupanda. Gjaldmörk aðflutningsgjalda Starfshópurinn fékk einnig það hlutverk að greina hvort þörf væri á því að gera breytingar á lögum og reglum um póstverslun og þá sér- staklega ákvæði er varða vörur sem pantaðar eru rafrænt til landsins og hafa lágt verðgildi. Niðurstöður hópsins voru þær að leggja til að vörur sem kosta undir 2.000 krónur að meðtöldum aðflutningskostnaði, verði undanþegnar aðflutnings- gjöldum og virðisaukaskatti. Kemur fram í greinargerð hóps- ins að öll ríki innan OECD, að Ís- landi undanskildu, fella nú niður að- flutningsgjöld á ákveðnar vörusendingar. Í frumvarpinu felst því að íslenskir neytendur verði settir við sama borð og erlendir neytendur þegar kemur að niður- fellingu aðflutningsgjalda á ódýrar vörur. Morgunblaðið leitaði álits Sam- taka verslunar og þjónustu á mál- inu. „Við niðurfellingu á opinberum gjöldum vegna kaupa á netinu þarf að gæta jafnræðis; að sömu reglur eigi við um staðbundna verslun og að allir sitji við sama borð út frá samkeppnislegum forsendum,“ seg- ir Lárus Ólafsson, lögfræðingur samtakanna. Vilja engin gjöld á minni póstsendingar Skattur Vilja að póstsendingar undir 2.000 krónum beri ekki opinber gjöld. Rýmri heimildir » Kostnaður ríkissjóðs við inn- heimtu gjalda á vörur með lágt verðgildi er hærri en tekjur sem af gjöldunum stafa. » Í ESB bera vörur sem kosta 22 evrur eða minna engan virð- isaukaskatt og vörur undir 18 þúsund krónum engin vöru- gjöld. » Í Noregi eru gjaldmörkin vegna niðurfellingur virðis- aukaskatts og tolla 350 norsk- ar krónur eða rúmar 4.800 kr.  Samtök verslunar og þjónustu segja að tryggja verði jafnræði Hagnaður Haga á öðrum ársfjórð- ungi nam rúmum 1.213 milljónum króna og jókst lítillega frá sama tíma- bili í fyrra þegar hann nam 1.175 milljónumkróna. Vörusala ársfjórð- ungsins nam rúmum 20,7 milljörðum króna á fjórðungnum. Hagnaður fyrir fyrstu sex mánuði rekstrarársins nam 2.161 milljón króna, samanborið við 1.986 milljónir á sama tímabili í fyrra. Fjárhagsárið hjá Högum hefst 1. mars ár hvert. Fyrstu sex mánuði uppgjörsársins nam vörusalan 40,7 milljörðum, sem var 6% söluaukning frá sama tímabili í fyrra. Heildarframlegð hækkar lítil- lega milli ára en framlegð félagsins var 24,6% samanborið við 24,3% á fyrra ári. Hækkandi laun auka kostnað Rekstrarkostnaður félagsins hækkar um 413 milljónir króna eða 6,3% milli ára en kostnaðarhlutfallið stendur í stað í 17,1%. Mest munar þar um hækkun á launum og launa- tengdum gjöldum en annar kostnaður stendur í stað. Eigið fé félagsins var 16.537 milljónir króna í lok tímabils- ins og eiginfjárhlutfall 54,7%. Heild- arskuldir samstæðunnar voru 13.683 milljónir króna, þar af voru langtíma- skuldir 3.843 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri á tíma- bilinu nam 2.398 milljónum króna, samanborið við 2.815 milljónir króna á fyrra ári. Handbært fé í lok tíma- bilsins var 3.316 milljónir króna, sam- anborið við 2.478 milljónir króna árið áður. Endurhönnuð verslun Hagkaupa í Smáralind verður opnuð 5. nóvember. Sama dag verður Krispy Kreme- kaffihús opnað en Hagar náðu samn- ingi við kleinuhringjarisann í septem- ber síðastliðnum. Morgunblaðið/Ómar Matvöruverslun Velta á mat- vörumarkaði eykst áfram. Hagar hagnast um 1,2 milljarða  Hagnaður 5,3% af veltu og söluaukn- ing nemur 6% Hagnaður N1 á þriðja ársfjórðungi nam 1.072 milljónum króna og jókst um 44% frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn var ríflega 740 milljónir. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1.472 milljónum samanborið við 1.110 milljónir á sama tímabili í fyrra. Framlegð af vörusölu jókst um 13,2% á fjórðungnum og reynd- ist ríflega 3,4 milljarðar. Selt magn á bensíni og gasolíu jókst um 8,9% á fjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra. Hins vegar dróst selt magn án flugvélaelds- neytis saman um 9,1% miðað við þriðja ársfjórðung síðasta árs vegna minni usmvifa í sjávarútvegi ásamt minni sölu til erlendra aðila. Hagnaður N1 á fyrstu níu mán- uðum ársins er ríflega 1,9 millj- arðar króna og er það 26,1% meiri hagnaður en á fyrstu níu mánuðum ársins 2015. Rekstrarhagnaður á tímabilinu nemur ríflega 2,9 millj- örðum og eykst um 566 milljónir frá samanburðartímabili síðasta árs. Í lok þriðja ársfjórðungs nam eig- ið fé N1 8.538 milljónum króna og eiginfjárhlutfallið reyndist 39,6%. Morgunblaðið/Styrmir Kári Eldsneyti Umferð jókst um 9,1% á þriðja ársfjórðungi miðað við 2015. Hagnaður N1 eykst um 44%  Launakostnaður eykst um 13,4%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.