Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 66
VELLÍÐAN í vetur66
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þegar úti er myrkur og kuldi, og
allur þungi og streita vetrarins
hellist yfir sál og líkama Frónbúans,
er gott að geta fundið athvarf á ró-
legum og hlýjum stað þar sem
stjanað er við kroppinn og andlega
hliðin nærð.
Heilsa & Spa (www.heilsa-
ogspa.is) er ný heilsu- og vellíð-
unarstöð í Ármúla 9, á sama stað og
skemmtistaðurinn Broadway var
áður til húsa. „Rýmið er allt ný-
uppgert og fallegt, og við leggjum
áherslu á endurnærandi andrúms-
loft og persónulega þjónustu, auk
þverfaglegrar samvinnu við önnur
heilbrigðisfyrirtæki í húsinu, s.s.
Klíníkina, Sinnum, Gáska sjúkra-
þjálfun, Karitas og Hótel Ísland,“
segir Gígja Þórðardóttir, sjúkra-
þjálfari og framkvæmdastjóri
Heilsu & Spa.
„Við bjóðum upp á fyrsta flokks
spa-aðstöðu, með heitum og köldum
potti, lítilli flot- og æfingalaug og
sánu. Svo erum við með ýmis heilsu-
námskeið, s.s. hefðbundna heilsu-
rækt og jóga, og námskeið til að efla
stoðkerfið,“ telur Gígja upp. „Hér
eru vönduð heilsuræktartæki og
fimm sjúkraþjálfarar frá Gáska sem
eru hver öðrum frábærari. Einnig
er í boði nudd af ýmsum toga, nála-
stungur og sogskálameðferð – sog-
blettirnir halda því áfram á Broad-
way þó aðþeir séu í öðru formi,“
bætir Gígja við og hlær.
Endurnæra líkama og sál
Íslendingar virðast hafa lært að
temja sér að hugsa vel um líkama
og sál. „Við höfum séð það gerast að
vaxandi áhugi er á því sem kalla má
„mýkri heilsurækt“, og algengt að
Íslendingar stundi það að fara
reglulega í hugleiðslu, nudd og dek-
ur. Er það ekki bara til þess gert að
vinna á alls kyns kvillum heldur til
að endurnæra líkamann, draga úr
streitu og auka almenna vellíðan.“
Hjá Heilsu & Spa er meðal ann-
ars boðið upp á paranudd. Gígja
segir geta verið eftirminnilega upp-
lifun fyrir pör að fara í nudd saman.
„Þetta er mikil gæðastund fyrri
parið og við leggjum okkur fram við
að skapa fallega stemningu með
kertum og ljúfri tónlist. Nudd-
ararnir tveir samræma hjá sér
nuddið sem fer fram í sama her-
berginu, hlið við hlið. Vinsældir par-
anudds hafa verið að aukast hjá
okkur, og þykir meðal annars kjörin
gjöf að gefa ef gera á vel við mak-
ann og sjálfan sig í leiðinni,“ segir
Gígja og bætir við að hægt sé að
óska aukalega eftir léttum veit-
ingum á borð við freyðivín og osta-
bakka.
Í góðra vina hópi
Að sögn Gígju er líka vinsælt hjá
alls kyns hópum að verja huggu-
legum parti úr degi í heilsulindinni.
„Þetta eru t.d. vinahópar og vinnu-
staðahópar og getum við klæðske-
rasniðið pakka handa hverjum og
einum. Algengt er að byrja á jóga-
eða zúmba-tíma og fara síðan í heita
pottinn og sánu þar sem nuddari
gengur á milli og veitir herða- eða
fótanudd á meðan málin eru rædd
og laufléttar veitingar smakkaðar,
áður en farið er í mat á Bistróinu á
Hótel Íslandi. Það gefur okkur sér-
stöðu á markaðinum að hópar geta
komið utan þess tíma sem opið er
og er þá enginn annar en viðkom-
andi hópur á staðnum.“
Í sumar var opnuð hjá Heilsu &
Spa snyrtistofan Fegurð & Spa,
sem Heiðdís Steinsen snyrtimeistari
stýrir. „Þar er boðið upp á allar
helstu snyrtimeðferðir, s.s. andlits-
meðferðir, hand- og fótsnyrtingu,
litun, plokkun og vax, fyrir bæði
karla og konur,“ segir Gígja og læt-
ur fljóta með að karlar sjást æ oftar
á snyrtistofunni.
Núllstilling á snyrtistofunni
„Við erum öll að hamast eins og
hamstrar alla daga, og getur verið
núllstillandi og endurnærandi að
heimsækja snyrtifræðinginn reglu-
lega, gera vel við sig, kúpla sig út úr
hversdagsamstrinu og koma svo aft-
ur út í lífið með nýtt andlit, fagra
fingur eða glóandi húð.“
Karlarnir komast oft á bragðið
þegar þeir fá snyrtimeðferð að gjöf.
Segir Gígja vinsælast meðal karl-
mannanna að fá nudd, handsnyrt-
ingu og andlitsbað. „Eftir að hafa
prófað í eitt skipti hika þeir ekki við
að koma aftur. Það getur verið svo-
lítill nautnaseggur í körlunum. Þeir
vita hvað þeir vilja og eru ekki
feimnir að láta það eftir sér.“
Dekur til að komast
í gegnum veturinn
Þökk sé sogskálameðferðinni eru sogblettirnir ekki úr sögunni
á Broadway Þar sem skemmtistaðurinn var áður er núna
vel útbúin, fallega innréttuð og notaleg heilsulind
Morgunblaðið/Ófeigur
Nautnaseggir Gígja segir karlmenn fljóta að temja sér að láta dekra við sig og snyrta, eftir að hafa prófað einu
sinni. Getur gjafakort í nudd, fótsnyrtingu eða andlitsmeðferð verið allt sem þarf til að þeir komist á bragðið.
Ylur Hjartað í heilsulindinni er litla laugin. Þar er einstök lýsing.
Fegurð Með snyrt andlit og slétta húð verður dagsins amstur léttara.
Hnoðað Þegar vöðvahnútarnir hafa safnast upp er nudd himnasending.