Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 18
18 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Hún hannar og prjónar.Hann málar. Sú hug-mynd að þau HarpaHreinsdóttir handverks- kona og Bjarni Þór Bjarnason list- málari stilltu saman strengi sína og efndu til sameiginlegrar sýningar á Vökudögum á Akranesi átti Ásta Salbjörg Alfreðsdóttir, eiginkona Bjarna Þórs og besta vinkona Hörpu. „Ásta Salbjörg bar hug- myndina undir Bjarna sem leist vel á og ákvað að mála peysur. Við Bjarni gerum bara það sem Ásta segir okk- ur og það hentar okkur báðum ágæt- lega“ segir Harpa. „Ásta Salbjörg, sem er listrænn stjórnandi sýning- arinnar „Geggjaðar peysur“ gætir Gallerís Bjarna Þórs milli kl. 12 og 16 á laugardögum. Það er löngu orð- in hefð að gestir og gangandi líti ekki bara inn til að skoða málverk heldur taka sumir með sér prjóna eða hekl- dót og svo sitjum við saman og spjöllum, ásamt því að lóðsa fólk öðru hvoru um Galleríið. Ásta Sal- björg er dugleg að gefa kaffi og kök- ur og allir eru velkomnir í þennan mjög óformlega prjónaklúbb innan um málverkin“. Peysan prjónuð eins og naglasúpan var elduð Peysumálverk Bjarna Þórs segir Harpa vera undir áhrifum fatamerkisins „Desi- gual“ því þau eru mjög lit- skrúðug og lífleg. Og peysurnar hennar Hörpu eru sannarlega geggj- aðar í orðsins fyllstu merkingu því flestar prjón- aði hún þegar hún var mjög geðveik, þ.e. í þunglyndis- köstum. „Þegar ég er sem veikust missi ég hæfileik- ann til að tjá mig, lesa og horfa á sjónvarpið en ég get prjónað.“ Hún prjónar mest eftir eigin uppskriftum og hannar gjarnan jafnóðum eins og t.d. „Matala“- peysuna. „Ég byrj- aði á að prjóna ferning með hjarta. Síðan bættust við fleiri ferningar með ýmsum prjónaðferðum sem ég skeytti í renninga og loks renn- ingana í peysu. Ég hafði ekki hug- mynd um það fyrirfram hvernig hún yrði, þessi peysa er prjónuð eins og naglasúpan fræga var elduð“. „Riddarapeysan“ var frumraun Hörpu í myndprjóni, byggð á Ridd- arateppinu fræga, rúmábreiðu frá því um 1800. Næsta myndprjóns- verk varð „Geðveika peysan“ með ketti sem er útprjónað málverk enska listmálarans Louis Wain (1860-1939). Wain þjáðist af ein- hvers konar geðveilu og má sjá það á verkum hans. Harpa bjó til munstrið eftir skannaðri mynd í þar til gerðu forriti og muni hún rétt varð munstrið 10 síður. „Síðan prjónaði ég út málverkið eftir bestu getu, úr alls konar garni og þurfti að ganga frá feikilega mörgum endum“. Kílómetralangar hespur af silkigarni „Silkipeysan“ er prjónuð úr fjórföldu örfínu 100% silkigarni sem Harpa pantaði á netinu hjá rúss- neskri konu sem kaupir silki frá Kína og handlitar það. „Þetta er eina peysan á sýningunni þar sem stuðst er við uppskrift, en reyndar var uppskriftin af korseletti og þurfti ég að breyta henni tals- vert við handvegi og að framan. Af því að ég gat bara keypt eina kíló- metralanga hespu í einu varð ég að panta fjólubláa garnið tvisvar sinnum í viðbót. Garnið er handlitað og því eru þrenn litaskil í peysunni“. Nýjasta peysan á sýningunni er mósaík-peysan, en Harpa lauk við hana nú í október. ,,Þessi er prjónuð úr Aran-garni og munstrin eru feng- in úr bók Barböru G. Walker, Mosa- ic knitting. „Mósaíkmunstur er hugsað eins og mósaíkflísar, þ.e.a.s. hægt er að endurtaka sama munstr- ið bæði lóðrétt og lárétt þannig að það passi fullkomlega saman. Peys- an er prjónuð í hring ofan frá og nið- ur með garðaprjónsáferð.“ Harpa mátaði svo peysuna reglulega til að hún smellpassaði. Hún segir erfiðast hafi verið að reikna út hvernig munstureiningarnar gætu passað við sniðið. Óli gossari er verndari sýningarinnar Sérlegur verndari sýningar- innar er Óli gossari (Ólafur Jónsson, f. 22. des. 1834, d. 22. des. 1907), sem er sennilega langfrægasti prjónari af Skaganum. „Af því að ég er áhuga- manneskja um prjónasögu vissi ég vel deili á honum en við Bjarni Þór höfðum ekki hugmynd um að hann bæri einnig á góma í annarri sýningu á Vökudögum og þykir okkur það skemmtileg tilviljun. Óli gossari var einn af síðustu flökkurum landsins, hlutskipti hans var að flakka um Borgarfjörðinn og víðar, setjast upp á stöku bæ og vinna þar fyrir mat sínum uns flökkuþráin greip hann á ný. Óla var yfirleitt vel tekið því hann kunni vel til allrar ullarvinnu og prjónaði mikið. Menn fyrirgáfu honum aðra bresti, s.s. að gerast stundum fingralangur. Hrepps- nefndin á Akranesi lét byggja lítið hús undir Óla laust fyrir aldamótin 1900. Sá kofi var yfirleitt kallaður Gossarabær og stóð nálægt þar sem Bíóhöllin er nú. Síðustu æviárin dvaldi Óli að mestu einn í kofa sín- um, drakk svart kaffi og maulaði þurrt skonrok en alltaf var hann með prjónana í höndunum og rokkinn hið næsta sér.“ Geggjaðar peysur og peysumálverk Sýningin „Geggjaðar peysur“ á Vökudögum á Akra- nesi er samstarfsverkefni Hörpu Hreinsdóttur hand- verkskonu og Bjarna Þórs Bjarnasonar listmálara. Harpa sýnir peysur sem hún hefur hannað og prjónað og Bjarni Þór sýnir málverk af peysum og prjóni. Lúrt Týra tík Ástu og Bjarna Þórs lætur fara vel um sig í Galleríinu. Prjónalist Fyrirmyndirnar á málverkum Bjarna Þórs skrýðast allar handprjónuðum og litríkum peysum. Ljósmyndir/Guðrún Vala Samstarfsfólk F.v. Ásta Salbjörg, Bjarni Þór og Harpa auk Óla gossara, sérlegs verndara sýningarinnar. Alveg geggjað Harpa í geðveiku og litskrúðugu kattarpeysunni. Mósaík og silki Mósaík- peysan t.h. og silkipeysan t.v. Ár hvert, um mánaðamótin októ- ber-nóvember, er menningarhá- tíðin Vökudagar haldin á Akra- nesi í boði bæjaryfirvalda. Tilgangur er að efla menningarlíf í bænum og lífga upp á skamm- degið. Með hverju árinu hefur dagskrá Vökudaga orðið viða- meiri og þátttaka fyrirtækja og stofnana aukist jafnt og þétt. Eitt af því sem er í boði í ár er sýningin „Geggjaðar peysur“ sem verður opnuð í dag, laugar- daginn 29. október, frá kl. 12-16, í Listasmiðju- og galleríi Bjarna Þórs Bjarnasonar á Skólabraut 22 Akranesi. Bjarni Þór stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands, Myndlistarskóla Reykjavík- ur og Engelsholm kunsthøjskolen í Danmörku. Bjarni hefur haldið fjölmargar einka- og samsýn- ingar og má fá nánari upplýs- ingar á www.listamadur.com. Sýningin Geggjaðar peysur verður opin á sýningartíma gall- erísins sem er kl. 10-12 og 15-18 á virkum dögum og kl. 12-16 um helgar til 6. nóvember. Menningarauki VÖKUDAGAR Á AKRANESI Matala Harpa í Matala-peysunni, Riddarapeysan í baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.