Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Morgunblaðið/RAX Eva María „Við eigum margt sameiginlegt þó tími og fjarlægð sé á milli.“ Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það var stórkostleg ogógleymanleg upplifun aðsigla með sextíu miðalda-fræðinga út í Viðey til að velta vöngum yfir einu tilteknu handriti sem að stofni til er frá tólftu og þrettándu öld. Þetta handrit átti hugsanlega heimili um tíma í Viðeyj- arklaustri, svo staðsetningin var tal- in vel við hæfi. Fólk á öllum aldri tók þátt í ráðstefnunni, þau yngstu eru fædd á níunda áratugnum en þeir elstu voru um áttrætt. Þarna voru líka margir erlendir nemendur sem eru hér til að stunda íslensk mið- aldafræði og þar með forníslensku. Staðreyndin er sú að miklu fleiri út- lendingar vilja læra íslensk miðalda- fræði en Íslendingar,“ segir Eva María Jónsdóttir, vef- og kynningar- stjóri Árnastofnunar, en í síðustu viku var tveggja daga ráðstefna í Viðey þar sem því var fagnað að hundrað ár eru liðin frá því að ís- lenskir alfræðitextar frá miðöldum voru gefnir út undir heitinu Alfræði íslenzk I–III. „Þarna voru flutt hin ólíkustu erindi um handritið, sem er mikil gersemi, elstu hlutar þess eru frá tólftu öld, sennilega frá árinu 1192. Efni þess er úr ýmsum áttum enda var yfirskrift ráðstefnunnar „Heim- ur í brotum“. Brynjólfur Sveinsson biskup sendi Danakonungi þetta ís- lenska handrit árið 1662. Handritið var í þrjú hundruð ár í Konungs- bókhlöðu í Kaupmannahöfn en kom aftur heim til Íslands árið 1984 og þá tók Stofnun Árna Magnússonar við því.“ Heimi skipt í heitt og kalt Eva María segir gríðarlega gaman að skoða handritið því það sé í raun alfræðibók síns tíma og þar fáum við að kynnast heimsmynd miðaldamanna. „Þar eru meðal annars kort sem sýna jörðina eins og hún sé flöt og önnur sem sýna hana sem hnött. Í handritinu sjáum við til dæmis hvernig hnettinum var skipt í svæði eftir loftslagsbeltum, í köld svæði og heit svæði. En einnig er þar kort sem sýnir landaskipun hins þekkta heims. Heimsálfurnar eru aðeins þrjár, Evrópa, Afríka og Asía og snýr Asía upp á kortinu. Einnig eru nokkur borgarnöfn skrifuð inn á heimskortið og telst Jerúsalem vera miðpunktur heimsins.“ Eva María segir að til séu í öðr- um löndum miðaldahandrit með al- fræðiefni og athyglisvert sé að bera myndir í þeim saman við þær sem eru í íslenska handritinu. „Þá kemur í ljós að heimsmyndin er heilsteypt og almenn, þrátt fyrir litlar sam- göngur milli heimshluta. Þetta sýnir vel að hinn sammannlegi undir- straumur er staðreynd. Við getum horft á myndir um fólk sem er afar ólíkt okkur en við skiljum það samt, og við getum sett okkur inn í vanda- mál náungans þó hann sé hinum megin á hnettinum í allt öðrum að- stæðum og tali framandi tungumál. Við erum mennsk og eigum margt sameiginlegt þó tími og fjarlægð sé á milli.“ Fólk notaði heilann vel Eva María segir handritið gefa hugmynd um hvernig minnistækni fólk hafði á miðöldum. „Fólk notaði heilann vel, enda hafði það ekki þau tæki sem við not- um, eins og tölvur og síma. Í hand- ritinu er á einum stað orðalisti á lat- ínu og íslensku yfir áhöld sem tengjast hversdagslegu lífi, mat- argerð, hreingerningum, eldstæði, herbergjaskipan, orð yfir áhöld til garðverka, orð sem tengjast mann- legum úrgangi, heiti yfir ólíkar hundategundir og fleira. Þetta gefur dýrmæta mynd af húshaldi fólks en Áslaug Ommundsen frá Björgvinj- arháskóla var með skemmtilega til- gátu á ráðstefnunni í Viðey um hvers vegna þessir listar væru einmitt svona. Hún telur að sennilega hafi þetta verið minnisaðferð til að kenna og læra latínu. Þessi upptalning er þá í raun ferðalag í kringum eitt heimili eða bæ. Fólk fór hugsanlega í einhverskonar hugarferð um heim- ilið og garðinn til að leggja latnesk orð á minnið, því þannig er auðvelt að muna.“ Kom alla leið frá Alsír „Við sjáum líka í þessu handriti að fólk hafði leiðir til að vita hvar og hvenær það var statt í almanaks- árinu. Tímatalsfræðin var unnin út frá brjálæðislega flóknu og tækni- lega fullkomnu fyrirbæri sem heitir páskatöflur en þær voru grundvall- aratriði til að reikna út hvenær páskar væru og aðrar hræranlegar hátíðir. Þær voru þess tíma exelskjöl og geyma útreikninga á gangi himin- tungla. Í þessu handriti er ritgerð um tölustafakerfið eins og við þekkj- um það í dag, en fram að því voru að- eins notaðar rómverskar tölur. Þarna er verið að kynna tölustafina frá einum upp í níu, en núll er ekki tala heldur er talað um það sem á arabísku heitir „sífr“ og merkir tóm eða eyða, en einnig núll, en þaðan er enska orðið „zero“ komið,“ segir Eva María og bætir við að einn fyrir- lesarinn á ráðstefnunni í Viðey, Ab- delmalek Bouzari, hafi komið alla leið frá Alsír en hann er sérfróður um sögu stærðfræðinnar á miðöld- um. „Hann sagði frá uppruna og sögu stærðfræðiritgerðarinnar Al- gorismus sem birtist í þessu hand- riti, en hún á rætur að rekja til al- Kwarizmi, fræðimanns sem starfaði í Bagdad á áttundu og níundu öld. Ritgerðin fjallar um reikning með arabískum tölustöfum (sem í raun- inni eru indverskir) og var þýdd á latínu á miðöldum og á norrænu á seinni hluta þrettándu aldar. Heitið Algorismus er dregið af nafni al- Kwarizmis sem og stærðfræði- hugtakið algoriþmi.“ Ótrúlega margt áhugavert má lesa úr einu íslensku skinnhandriti frá miðöldum þegar stjörnumerki og staða himintungla léku mikilvægt hlutverk í hversdagsönn- um fólks. Hópur miðaldafræðinga kom saman í Viðey á dögunum til að spá og spekúlera í þessu tiltekna handriti og kenndi þar ýmissa grasa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingað um handrit Eva María á leið út í Viðey með miðaldafræðingum. Stjörnumerki Pennateikningar af táknum dýrahringsins. Uppdráttur Heimshlutar, árstíðir, mánuðir, vindar og áttir. Tölur Um lengdarmælingar, gang sólar og útreikning hans. Hinn sammannlegi undirstraumur Í handritinu GKS 1812 4to er m.a. að finna: Latnesk rímvers (tímatals- fræði), texta um himintunglin (gang þeirra og samband við dýrahringinn, sem og um flóð og fjöru), um stjörnuhimininn, um rúmfræði hrings, Al- gorismus (um útreikninga með arabískum tölustöfum), um lögun jarðar og loftslagsbelti, um lengdarmælingar, gang sólar og útreikning hans, um skiptingu ársins, heimskort, árstíðirnar, mánuðina, stjörnumerkin, vindana og höfuðáttirnar, tákn dýrahringsins í stjörnufræði og þar með fylgja myndir. Einnig pennateikningar af stjörnumerkjunum kentár (Cen- taur), veiðimanninum (Orion), hundastjörnunni (Sirius) og hvalnum (Ce- tus) með latneskum texta og af heimspekinni (philosophia) og undir- greinum hennar. Um tímasetningu sköpunar Adams, um Betlehem- stjörnuna og nöfn nokkurra íslenskra kynborinna presta. Kennir margra grasa í handritinu UM GANG HIMINTUNGLA OG FLEIRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.