Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Þarftu að ráða
öryggisvörð?
Í febrúar síðastliðnum sagðiBirgitta Jónsdóttir, foringi
Pírata, að ekki kæmi til greina að
gera neinar tilslak-
anir á kröfum
Pírata um stutt
kjörtímabil eftir
næstu kosningar.
Píratar mundu ekki
vinna með flokkum
sem ekki sam-
þykktu þetta skil-
yrði enda væri það
„ótækt“ að hennar áliti og „óráð
að gera það sem allir gera alltaf“.
Þá væri betra fyrir Pírata að vera
í minnihluta.
Hún sagði líka að hún vildi aðstjórnarsáttmáli yrði tilbúinn
fyrir kosningar og helst líka fjár-
lög.
Þessar áherslur Pírata hafa ver-ið margítrekaðar síðan, eink-
um skilyrðið um stutt kjörtímabil,
helst níu mánuði en að minnsta
kosti ekki lengra en átján mánuði.
Allt þetta eru Birgitta og Pírat-ar þegar búin að svíkja. Nú
er sagt að hinir vinstri flokkarnir
hafi ekki verið til í styttra kjör-
tímabil og þar með er fallið frá
því.
Svo tókst ekki að koma samanstjórnarsáttmála af nokkru
tagi, hvað þá fjárlögum, og þá er
fallið frá því.
En þetta er ekki allt. Birgittavar búin að marglofa því að
hún yrði ekki lengur á þingi en
tvö kjörtímabil, en það loforð
sveik hún líka með framboði sínu.
Píratar setja sig jafnan á háanhest og kvarta undan óheil-
indum annarra, en eru þeir sjálfir
alveg undanþegnir því að þurfa að
segja satt?
Birgitta
Jónsdóttir
Ítrekuð ósannindi
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 28.10., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Akureyri 4 heiðskírt
Nuuk -3 skýjað
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 8 heiðskírt
Kaupmannahöfn 10 léttskýjað
Stokkhólmur 8 heiðskírt
Helsinki 9 rigning
Lúxemborg 11 skýjað
Brussel 14 alskýjað
Dublin 13 rigning
Glasgow 10 skýjað
London 15 skýjað
París 14 heiðskírt
Amsterdam 15 rigning
Hamborg 11 rigning
Berlín 13 rigning
Vín 11 heiðskírt
Moskva 0 skýjað
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 23 heiðskírt
Barcelona 18 heiðskírt
Mallorca 22 heiðskírt
Róm 17 heiðskírt
Aþena 16 rigning
Winnipeg 8 skýjað
Montreal 5 rigning
New York 6 heiðskírt
Chicago 9 léttskýjað
Orlando 26 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
29. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:04 17:20
ÍSAFJÖRÐUR 9:20 17:14
SIGLUFJÖRÐUR 9:03 16:56
DJÚPIVOGUR 8:36 16:47
Sigurður Stefánsson,
löggiltur endurskoð-
andi, lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 24. október sl., 93
ára að aldri.
Sigurður fæddist á
Auðnum, Vatnsleysu-
strönd 28. júní 1923
sonur hjónanna Jó-
hönnu Sigurðardóttur
og Stefáns Sigurfinns-
sonar, útvegsbónda,
framkvæmdastjóra og
síðar hreppstjóra. Sig-
urður flutti með foreldum sínum til
Innri-Njarðvíkur árið 1929. Hann fór
í Flensborgarskólann í Hafnarfirði
og síðan í Verslunarskóla Íslands og
útskrifaðist þaðan árið 1943.
Sigurður hóf störf og nám í endur-
skoðun sama ár hjá Endurskoð-
unarskrifstofu N. Manscher og Co.
og varð löggiltur endurskoðandi árið
1949. Hann stofnaði eigin endurskoð-
unarskrifstofu í Reykjavík árið 1952,
Endurskoðunarskrifstofu Sigurðar
Stefánssonar sf. og rak hana til árs-
ins 1994. Stofan sameinaðist síðar
öðrum skrifstofum og er nú rekin
undir heitinu Deloitte ehf.
Sigurður var einn helsti endur-
skoðandi íslensks sjávarútvegs um
langt árabil. Hann var
endurskoðandi fjöl-
margra sjávarútvegs-
fyrirtækja auk þess
sem hann sinnti ýmsum
verkefnum og trún-
aðarstörfum á vett-
vangi samtaka sjávar-
útvegsfyrirtækja.
Hann var fulltrúi
sjávarútvegsins í
Síldarútvegsnefnd
1971-1988.
Sigurður var virkur í
félagsstarfi og sat í
stjórnum ýmissa félaga og samtaka,
þar á meðal í nokkur ár í stjórn Fé-
lags löggiltra endurskoðenda og í
stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilis-
ins Grundar árin 1984 til 2015. Sig-
urður var einn af stofnendum Rót-
arýklúbbs Seltjarnarness árið 1971
og félagi í Oddfellow-stúkunni Þór-
steini frá árinu 1964.
Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er
Anna Jónsdóttir. Börn Sigurðar og
Önnu eru: Jón, framkvæmdastjóri í
Reykjavík, Stefán, fjármálastjóri í
Njarðvík, og Björg, endurskoðandi í
Reykjavík.
Útför Sigurðar Stefánssonar fer
fram frá Neskirkju þriðjudaginn 8.
nóvember nk.
Andlát
Sigurður Stefánsson
Eigendur hússins að Lækjargötu 8 í
Reykjavík hafa óskað eftir því við
borgaryfirvöld að mega fjarlægja
einnar hæðar bakhús og reisa nýja
byggingu þar. Myndi sú liggja niður
að rampi eða braut sem liggur niður í
bílastæðakjallara. Í Lækjargötuhús-
inu er nú veitingastaðurinn Hrað-
lestin.
Bakhúsið og skúrarnir þarna eru
gömul hús og nánast ónýt og lengi
hefur verið í bígerð að fjarlægja þá.
Afgreiðsla málsins í borgarkerfinu
hefur gengið afar hægt. Eigendur
hússins vænta þess þó að málið nái
fljótlega í gegn.
Húsið Lækjargata 8 er þekkt
kennileiti í miðborginni. Það var
byggt árið 1871 sem aðsetur land-
læknis. Það var gert upp fyrir nokkr-
um árum og nú eru arkitektar hjá
Studio Granda að skissa og áforma
hvernig ný bakhús skuli verða.
sbs@mbl.is
Bakhús við Lækjar-
götuna verði rifin
Morgunblaðið/Júlíus
Lækjargata 8 Til stendur að rífa einnar hæðar bakhús á lóðinni.
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra
vinnur nú að því að bera kennsl á
líkamsleifar sem fundust í fjörunni
við Selatanga skammt frá Grinda-
vík á miðvikudag. Nefndin sér um
að staðfesta auðkenni en sá þáttur
er á byrjunarstigi og unnið er að
honum í samvinnu við frönsk yfir-
völd. Þetta kemur fram í upplýs-
ingum frá ríkislögreglustjóra.
Brak frönsku skútunnar Red
Héol fannst skammt frá Grindavík
ásamt neyðarsendi sem gerði
Landhelgisgæslu fyrst viðvart á
miðvikudagsmorgun.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Suðurnesjum er staðfest
að sendirinn tilheyri skútunni.
„Neyðarsendirinn er um borð í
skútunni og hann virkar þannig að
hann fer sjálfkrafa í gang ef hann
lendir í sjó,“ segir Auðunn Friðrik
Kristinsson, verkefnastjóri
aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar,
um virkni neyðarsenda en á meðan
sendirinn helst þurr um borð þá
fer hann ekki í gang. „Það er hægt
að kveikja á honum ef skipstjórinn
er með rænu,“ bætir hann við.
Ekki er skylda að vera með stað-
setningarbúnað í skútum.
laufey@mbl.is
Rannsókn í samvinnu
við frönsk yfirvöld