Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 43
Neyðarkall stúdenta Stúdentafélög allra háskóla á Íslandi eru með undirskriftasöfnun á www.haskolarnir.is þar sem þess er krafist að stjórnvöld setji menntamál í forgang og fylgi settri stefnu um fjármögnun háskólakerfisins. Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum króna að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Stúdentafélögin standa í baráttu sem er ekki bara fyrir núverandi háskólanema. Fjárframlögin koma ekki í tæka tíð fyrir þá. Háskólanemar eru nú að berjast fyrir komandi kynslóðum, að tækifæri þeirra verði betri en núverandi kynslóðar. Barist er fyrir framtíðinni. Þú skrifar ekki undir fyrir þig, skrifaðu undir fyrir börnin þín, barnabörnin eða börnin sem þú munt eignast í framtíðinni. Alltof lengi hafa nemendur þurft að búa við undirfjármögnun háskólanna sem bitnar meðal annars á kennslu og aðstöðu í háskólunum og ekki síður framþróun í samfélaginu. Enn fremur er ljóst að ef ekki er lagt meira fé til reksturs háskólakerfisins þarf á endanum að fækka nemendum og draga úr fjölbreytileika í námsframboði. Átt þú eftir að skrifa undir á www.haskolarnir.is? Ekki sjá eftir því í framtíðinni, að hafa ekki tekið afstöðu með þeim sem þér þykir vænt um. Skrifaðu undir í dag. Fyrir hönd félaganna, Ellen Ósk Eiríksdóttir formaður Nemendafélags Háskólans á Bifröst Fríða Hansen formaður Stúdentafélags Háskólans á Hólum Helga Margrét Mason Jóhannesdóttir formaður Félags Stúdenta við Háskólann á Akureyri Kristófer Már Maronsson formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands Rebekka Rún Jóhannesdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík Sandra Rún Jónsdóttir formaður Nemendaráðs Listaháskóla Íslands Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.