Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
„Stóru fréttirnar í þessu eru hvað
hið hefðbundna flokkakerfi stendur
illa. Fjórir stjórmálaflokkar sem
voru ríkjandi mestalla 20. öldina.
Verði úrslit kosninganna í samræmi
við niðurstöður
nýjustu könnun-
ar Félagsvísinda-
stofnunar eru
þrír þeirra, Sjálf-
stæðisflokkur,
Framsóknar-
flokkur og Sam-
fylking, sem á
uppruna sinn í
Alþýðuflokki, að
fá verstu útkomu
frá upphafi,“ seg-
ir Gunnar Helgi Kristinsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands. Í mynd hér að ofan sést
hvernig fylgið hefur þróast frá byrj-
un sumars. Rétt er að gera fyr-
irvara um samanburðarhæfi kann-
ana Þjóðarpúls Gallup og
Félagsvísindastofnunar. Engu að
síður ætti myndin að gefa vísbend-
ingu um þróunina undanfarna fimm
mánuði.
Þriðjungs fylgistap frá 2009
„Samanlagt fylgi þessara flokka í
könnuninni er 56% ef maður slær
lauslega á það, sem er langsamlega
versta niðurstaða þeirra frá því nú-
verandi flokkakerfi varð til. Þeir
fengu slæma útreið síðast og fóru
niður í 75%, en 2009 voru þeir með
90%. Það vekur svo spurningar um
framhaldið. Það er engin tveggja
flokka stjórn í kortunum, sem ekki
hefur gerst áður. Líkurnar á þriggja
flokka stjórn eru ekki mjög miklar,
miðað við hvernig hún þyrfti þá að
vera samsett.“ Gunnar Helgi segir
að þessa þróun sé ekki að merkja
með sama hætti í öðrum löndum.
„Það eru vissir þættir sem hægt er
að sjá í mörgum löndum, en ekki að
hefðbundið flokkakerfi sé að molna
niður.“
Svarhlutfallið í þessari könnun
Félagsvísindastofnunar er um 61%.
„Almennt séð eru þeir líklegri til að
svara í könnun sem ætla sér að
mæta á kjörstað. Að vísu er fólk
mismunandi líklegt til að mæta á
kjörstað. Rannsóknir sýna að ungt
fólk skilar sér ekki jafnvel á kjör-
stað og aðrir aldurshópar,“ segir
Gunnar Helgi. Hann segir þetta
skapa ákveðna óvissu um forspár-
gildi kannana. „Píratar eru með
yngsta stuðningsmannahópinn og
þetta skapar ákveðna óvissu um
þeirra hlut í kosningunum.“
Lítill áhugi á
stjórnarskrármáli
Gunnar Helgi segir erfitt nefna
eitthvert eitt atriði sem þessar
kosningar snúast um öðrum fremur.
„Það er mikill mismunur á því sem
flokkarnir ræða um og svo því sem
kjósendur hafa áhuga á. Þetta eru
dæmigerðar velmegunarkosningar.
Kjósendur eru mjög uppteknir af
velferðarmálum, af heilbrigðismál-
um, húsnæðismálum og málefnum
aldraðra og öryrkja. Af því að hag-
kerfið gengur frekar vel þá er
minna rætt um uppbyggingu efna-
hagslífsins, skattamál og harðari
efnahagsmál. Almennt séð myndi
maður telja að umræða um velferð-
armál gagnist betur vinstri flokkum
og á hinn bóginn myndi umræða um
skattamál og efnahagsmál gagnast
hægri flokkum. En síðan hafa
ákveðnir þættir kosningabaráttunn-
ar snúist um annars konar mál, sér-
staklega stjórnarskrármálið, sem
vekur ekki mikinn áhuga kjósenda.“
Fylgi flokka sem mælast yfir 5% í könnunum Félagsvísindastofnunar og Þjóðarpúls Gallup
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
Júní 2016
Þjóðarpúls
Gallup
Júlí 2016
Þjóðarpúls
Gallup
Ágúst 2016
Þjóðarpúls
Gallup
September 2016
Þjóðarpúls
Gallup
6. október 2016
Félagsvísinda-
stofnun HÍ
13. október 2016
Félagsvísinda-
stofnun HÍ
20. október 2016
Félagsvísinda-
stofnun HÍ
27. október 2016
Félagsvísinda-
stofnun HÍ
28. október 2016
Þjóðarpúls
Gallup
Alþingis-
kosningar
2013
Framsóknarflokkurinn Björt framtíð SamfylkinginSjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Píratar Viðreisn
28%
25%
10%
15%
9%
8%
3%
26%
25%
9%
17%
9%
8%
4%
26%
26%
9%
16%
11%
8%
3%
25%
23%
9%
13%
12%
9%
3%
26%
19,8%
9,7%
16,5%
11,7%
6,3%
4%
21,5%
17,5%
8,6%
17,7%
11,4%
6,9%
7,7%
21,1%
22,6%
9,1%
18,6%
8,8%
6,5%
6%
22,5%
21,2%
10,2%
16,8%
11,4%
5,7%
6,7%
27%
17,9%
9,5%
16,5%
8,8%
7,4%
6,8%
26,7%
24,4%
12,9%
10,9%
8,2%
5,1%
*Aðferðarfræði Gallup og Félagsvísindastofnunar er ólík og það gæti haft áhrif á samanburðarhæfi kannanana.
Velmegunarkosningar framundan
Mikill munur á því sem flokkarnir ræða um og því sem kjósendur hafa áhuga á að mati prófessors
í stjórnmálafræði Lítill áhugi á stjórnarskármálinu þó hluti kosningabaráttunnar hafi snúist um það
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gert klárt Katrín Jakobsdóttir fékk aðstoð við að láta jakkann sitja rétt fyrir kappræðurnar í sjónvarpssal í gær-
kvöldi. Benedikt Jóhannesson og hinir stjórnmálaforningjarnir biðu eftir að komast í kræsingarnar.
Gunnar Helgi
Kristjánsson
ALÞINGISKOSNINGAR 2016
GRANCANARIA
Netverð á mann frá kr. 161.595 m.v. 2 fullorðna og
2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 189.325 m.v. 2
fullorðna í íbúð.
Turbo
Club
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
Um jólin til
Frá kr.
161.595
m/allt innifalið22. des
í 10 nætur
Þjóðin gengur til almennra kosn-
inga til Alþingis í dag, laugardag-
inn 29. október, og verða flestallir
kjörstaðir opnaðir klukkan níu og
er hægt að kjósa á flestum þeirra til
klukkan 22 í kvöld. Að þessu sinni
eru 12 stjórnmálaflokkar sem bjóða
fram lista og eru 1.302 einstak-
lingar í framboði til Alþingis.
Meðalaldur frambjóðenda í fjór-
um efstu sætum er lægstur í Suð-
vesturkjördæmi, 43 ár, og hæstur í
Norðausturkjördæmi, 49 ár. Yngsti
frambjóðandinn að þessu sinni er
18 ára gamall.
Kemur þetta fram á kosningavef
innanríkisráðuneytisins, kosning.is.
Í framboði eru 716 karlmenn og
586 konur, og karlar eru því 55% af
heildinni.
Kjósendum fjölgað talsvert
Fjöldi nýrra kjósenda sem gátu
ekki vegna aldurs kosið í síðustu al-
þingiskosningum árið 2013 er
15.743. Breyting milli áranna 2013
og 2016 er því 3,6%.
Í ár er fjöldi kjósenda alls
246.515, en þeir voru árið 2013
237.957 talsins. khj@mbl.is
Kjósendur yfir 240 þúsund
Yngsti fram-
bjóðandinn í kosn-
ingunum er 18 ára
Morgunblaðið/Ómar
Á kjörstað Kjósendum á kjörskrá hefur fjölgað um 8.700 frá vorinu 2013.