Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 76
76 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
Elsku afi Tómas,
ég veit um fátt
betra en að koma í
hólinn til ykkar
ömmu. Trúi því ekki að þú sért
farinn frá okkur. Það verður ekki
eins án þín og knúsanna þinna.
Þegar ég hugsa til baka og
rifja upp liðnar stundir, man ég
alltaf eftir þér brosandi. Alltaf er
ég kom í heimsókn og vildi gera
einhvað þá varstu alltaf til í tusk-
ið, hvort sem það var að fara á
hestbak, kíkja á rollurnar eða
bara borða góðmetið hennar
ömmu.
Ég man líka vel eftir því þegar
ég fékk ávallt að gista hjá ykkur
ömmu, og í flest skiptin fékk ég
að kúra upp í hjá ykkur. Þar leið
mér best og það var hið minnsta
mál.
Seinast þegar ég hitti þig var
það deginum áður en ég flaug út,
þá hentum við í eitt olsen olsen
upp og niður-spil eins og svo oft
áður og að sjálfsögðu vannst þú
mig í öll skiptin.
Það er mér líka sérstaklega
minnisstætt hversu stoltur þú
varst af því að ég erfði þitt fallega
nef. Kónganef eins og við köllum
það. Brosandi minntir þú mig oft
og mörgum sinnum á það.
Við erum ekki mörg með þetta
nef og ég gæti ekki verið stoltari
af því sjálf, því ég hef það frá þér.
Ég get talið upp ótal margar
minningar og allar eru þær ynd-
islegar. Ég er þakklát fyrir þig og
tímann sem við fengum saman.
Ég veit ekki hvar ég væri án þín,
þú gerðir mig að betri mann-
eskju.
Tómas
Steindórsson
✝ Tómas Stein-dórsson fædd-
ist 22. desember
1932. Hann lést 23.
september 2016.
Útför Tómasar fór
fram 6. október
2016.
Ég elska þig ávallt
og sakna mikið,
elsku afi, sjáumst
síðar.
Litla afastelpan
þín,
Karitas
Tómasdóttir.
Elsku afi minn,
það er skrítið að
koma í Hamrahólinn
og fá ekki knús frá þér.
Minningarnar ylja mér um
hjartarætur og það er gaman að
hugsa til baka og rifja upp gamla
tíma.
Þú varst svo ánægður og stolt-
ur af litlu afa-hestastelpunni
þinni og það gladdi þig mikið að
einn sona minna hefði erft hesta-
bakteríuna. Man svo vel hvað ég
var montin þegar við riðum út
saman, ég á Þengli og þú á Völ-
ustakk og að sjálfsögðu á yfir-
ferðartölti. Þú dásamaðir hestinn
minn, hvað hann væri flottur og
kæmist hratt á töltinu, það þótti
mér gaman.
Það voru líka ófá skiptin sem
ég fékk að gista hjá ykkur ömmu
þegar ég var lítil. Þið sögðuð æv-
inlega já ef ég bað um að gista og
alltaf mátti ég skríða upp í til
ykkar ef ég vaknaði um miðja
nótt.
Auðvitað tróð ég mér á milli í
hlýjuna og öryggið.
Það er mér líka minnisstætt
þegar ég fór með þér að Ásmund-
arstöðum í vinnuna, mér þótti
það mjög spennandi og ávallt
varst þú tilbúinn til þess að leyfa
mér að fara með og hjálpa þér.
Minningarnar eru ótal margar
og allar góðar, ég er þakklát fyrir
þær allar og tímann okkar sam-
an, þú kenndir mér svo margt og
fyrir vikið er ég betri manneskja.
Ég sakna þín, elsku afi,
sjáumst seinna. Þín afastelpa
Eydís Hrönn Tómasdóttir.
Við fráfall Vikt-
ors Ægissonar rifj-
ast upp hlýjar minn-
ingar.
Kynni okkar við
Viktor og fjölskyldu hans hófust
1979, þegar við fluttumst í Mark-
land 6, þar sem þau bjuggu fyrir.
Þarna kynntumst við einstökum
hagleiksmanni, völundi, svo af
bar.
Börnin okkar náðu vel saman
og áttu góðar stundir í rólegu og
öruggu umhverfi Fossvogsdals-
ins góða.
Viktor var mikill fjölskyldu-
maður og gætti hags síns fólks í
Viktor Ægisson
✝ Viktor Ægis-son fæddist 24.
febrúar 1948. Hann
lést 2. október
2016. Útför hans
fór fram 13. októ-
ber 2016.
hvívetna. Hann var
greiðvikinn og fyrir
það skal þakka hér.
Viktor var skoð-
anafastur og rétt-
sýnn, ófeiminn í orð-
ræðu, þegar svo bar
við.
Við þökkum góð
kynni og vináttu.
Við sendum Guð-
rúnu, börnum og
fjölskyldum okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
„Já, öldur mínar munu aftur falla að
ströndinni, og þó að dauðinn skilji
okkur að og ég sé grafinn hinni miklu
þögn, mun ég samt leita skilnings
ykkar. Og ég mun ekki leita án
árangurs.“
(K. Gibran)
Góða ferð að ströndinni miklu.
Minning um góðan mann lifir.
Helga, Páll og fjölskylda.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð
Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrar-
kirkju syngja. Organisti er Sólveig
Anna Aradóttir. Sunnudagaskóli í
Safnaðarheimilinu kl. 11.
Umsjón sr. Sunna Dóra Möller og
Hjalti Jónsson.
AKURINN kristið samfélag | Kvöld-
vaka í Núpalind 1, laugardagskvöldið
29. okt. kl. 20.
Samkoma á sunnudag, 30. okt. kl.
14.
ÁRBÆJARKIRKJA | Léttmessa
sunnudaginn 30. október. Gospelkór
Árbæjarkirkju undir stjórn Helgu Vil-
borgar Sigurjónsdóttur leiðir söng. Sr.
Þór Hauksson flytur hugleiðingu.
Kirkjuþjónar lesa ritningarlestra.
Sunnudagsskólinn á sama tíma í
safnaðarheimili kirkjunnar í umsjón
Bryndísar Evu og Ingibjargar. Kaffi á
eftir.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir
prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný
Rós Gústafsdóttir djákni leiðir sam-
verustund sunnudagaskólans. Hljóm-
félagið syngur, kórstjóri Fjóla Nikulás-
dóttir, organisti Magnús Ragnarsson.
Kaffisopi í Ási eftir messu.
ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Barnakór kirkj-
unnar syngur undir stjórn Matthíasar
V. Baldurssonar. Hólmfríður S. Jóns-
dóttir annast fræðslu. Prestur er Kjart-
an Jónsson. Hressing og gott sam-
félag á eftir.
BESSASTAÐAKIRKJA | Sunnudaga-
skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11 í umsjá
Sigrúnar Óskar og Guðmundar.
Síðdegismessa kl. 17. Álftaneskórinn
leiðir sönginn ásamt hljómsveitinni
Lærisveinunum hans. Sr. Stefán Már
og Margrét djákni þjóna fyrir altari.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Leiðtogar sunnu-
dagaskólans, Steinunn og Steinunn,
leiða samveruna ásamt sr. Þórhalli.
Örn Magnússon leikur á orgelið. Söng-
flokkur ungmenna frá Lettlandi tekur
þátt í guðsþjónustunni. Kaffi og önnur
hressing á eftir.
Tómasarmessan kl. 20. Sr. Magnús
Björn Björnsson prédikar. Elskið ykkur
sjálf og aðra, en Guð mest. Þorvaldur
Halldórsson leiðir tónlistina ásamt
Tómasarmessusönghópnum.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl.
11 í umsjá Petru, Daníels og Jónasar
Þóris. Maríumessa kl. 14. Öll tónlistin
verður sungnar Ave Maríur; einsöngv-
arar og kammerkór Bústaðakirkju
flytja. Maríutextar lesnir, stjórnandi
Jónas Þórir. Prestur er Kristján Björns-
son. Messuþjónar aðstoða og hafa
heitt á könnunni eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Prestur Magn-
ús Björn Björnsson. Organisti Sólveig
Sigríður Einarsdóttir. Félagar úr Sam-
kór Kópavogs syngja. Fermingarbörn
fá söfnunarbauka Hjálparstarfs kirkj-
unnar. Súpa í safnaðarsal að messu
lokinni.
Dómkirkja Krists konungs,
Landakoti | Messa á sunnud. kl.
8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku,
kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18 og má. mi. og fö. kl.
8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er
messa á íslensku.
DÓMKIRKJAN | Hátíðarmessa
vegna 220 ára afmælis kirkjunnar.
Séra Þórir Stephensen prédikar og
fyrrverandi prestar kirkjunnar þjóna,
þau Jakob Ágúst Hjálmarsson og
Anna Sigríður Pálsdóttir ásamt settum
sóknarpresti, Sveini Valgeirssyni.
Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng,
Dómkórinn og organisti er Kári Þor-
mar. Helga Hjálmtýsdóttir, Marinó Þor-
steinsson og Ólöf Sesselja Ósk-
arsdóttir lesa. Messukaffi í
safnaðarheimilinu.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudaga-
skóli kl. 10.30. Messa kl. 18. Sr. Þor-
geir Arason sóknarprestur predikar og
þjónar fyrir altari. Messuþjónar og
fermingarbörn lesa ritningarlestra og
bænir. Kór Egilsstaðakirkju syngur,
organisti Torvald Gjerde. Haustsúpa
að hætti Ástu Sigfúsdóttur borin fram
í kirkjuvængnum eftir messu.
FELLA- og Hólakirkja | Æskulýðs-
messa kl. 11 í umsjá Péturs, Írisar og
Ástu að ógleymdri brúðunni Viktoríu.
Krakkarnir úr æskulýðsstarfinu taka
þátt í messunni. Prestur Kristinn
Ágúst Friðfinnsson. Meðhjálpari Krist-
ín Ingólfsdóttir. Litrófið syngur undir
stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Barna- og
fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Hljóm-
sveit kirkjunnar leiðir sönginn.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón-
usta kl.14. Séra Hjörtur Magni Jó-
hannsson leiðir stundina. Sönghópur-
inn við Tjörnina leiðir tónlistina ásamt
Gunnari Gunnarssyni, organista.
Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra
eru hvött til að mæta.
GLERÁRKIRKJA | Fjölskyldu-
guðþjónusta kl. 11 Söngur, leikur,
fræðsla, brúðuleikhús og fjör fyrir
börnin. Sr. Guðmundur Guðmundsson
og Eydís Ösp Eyþórsdóttir Æskulýðs-
fulltrúi þjóna. Kvöldmessa kl. 20.
Frelsi, siðbót eða bylting? Sr. Guð-
mundur Guðmundsson þjónar. Kór
Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn
Valmars Väljaots.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgu-
dóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Kór kirkjunnar syngur. Salný Vala Ósk-
arsdóttir, nemandi í Söngskólanum í
Reykjavík, syngur einsöng. Organisti
er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli
kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir.
Umsjón hefur Þóra Björg Sigurð-
ardóttir. Undirleikari er Stefán Birki-
sson.
GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í
SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Arna
Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar
fyrir altari. Vox Populi syngur. Organ-
isti: Hilmar Örn Agnarsson. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma. Umsjón hefur
Matthías Guðmundsson. Undirleikari
er Stefán Birkisson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður
kl. 10 og bænastund kl. 10.15.
Barnastarf kl. 11. Umsjón hafa Silvía,
Ásta Lóa o.fl. Messa kl. 11. Messu-
hópur þjónar. Félagar í kirkjukór
Grensáskirkju syngja, einsöng syngur
Þórhildur Kristinsdóttir nemandi í
Söngskólanum í Rvík. Organisti Ásta
Haraldsdóttir. Prestur . Ólafur Jó-
hannsson. Molasopi eftir messu.
Hversdagsmessa með léttu sniði á
fimmtudag kl. 18.10. Þorvaldur Hall-
dórsson sér um tónlist
GRUND dvalar- og hjúkrunarheim-
ili | Guðsþjónusta í hátíðasal klukkan
14. Auður Inga Einarsdóttir heimilis-
prestur þjónar. Grundarkórinn leiðir
söng undir stjórn Kristínar Waage org-
anista.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11.
Prestur Skírnir Garðason, organisti
Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðar-
kirkju syngur. Sunnudagaskólinn, um-
sjónarmenn Sigurður og Andrea Ösp.
Hvetjum fermingarbörn og foreldra
þeirra að koma í messu. Kirkjuvörður
Lovísa Guðmundsdóttir og meðhjálp-
ari Guðný Aradóttir. Kaffisopi eftir
messu.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa
og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur Jón
Helgi Þórarinsson. Organisti Guð-
mundur Sigurðsson. Félagar í Bar-
börukórnum syngja. Söngur, gleði og
gaman í sunnudagskólanum. Kaffi-
sopi og djús eftir stundina.
HALLGRÍMSKIRKJA | 30 ára vígslu-
afmæli Hallgrímskirkju. Hátíðarmessa
og barnastarf kl. 11. Sr. Karl Sig-
urbjörnsson prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt prestum safnaðarins.
Mótettukórinn og Alþjóðlega barokk-
sveitin syngja og leika, stjórnandi
Hörður Áskelsson, organisti Björn
Steinar Sólbergsson. Fræðslustund
kl. 10, forseti Íslands dr. Guðni Th. Jó-
hannesson flytur ávarp, barna- og ung-
lingakór kirkjunnar syngur, stjórnandi:
Ása Valgerður Sigurðardóttir, einnig
syngur Bára Grímsdóttir við undirleik
Chris Foster.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barna-
starf kl. 11. Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð syngur undir stjórn Þor-
gerðar Ingólfsdóttur. Kórfélagar
syngja forsöng, leika á hljóðfæri, lesa
ritningarlestra og aðstoða við altaris-
þjónustu. Organisti Kári Allansson.
Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur
prédikar og þjónar fyrir altari. Súpa og
brauð í Safnaðarheimilinu eftir
messu.
HÓLANESKIRKJA Skagaströnd |
Kl. 20 verður messa á ljúfum nótum.
Kirkjukórinn syngur við undirleik Hug-
rúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista.
Séra Bryndís Valbjarnardóttir þjónar
fyrir altari og prédikar. Fermingarbörn
2017 eru sérstaklega hvött til að
mæta ásamt foreldrum. Sunnudaga-
skóli kirkjunnar er kl. 11. Tekið verður
á móti Jólaskókössum í Hólaneskirkju
fyrir Skagaströnd og nágrenni laug-
ardaginn 29. október frá kl. 13-16.
HRAFNISTA | Guðsþjónusta kl. 11 í
Menningarsalnum Hafnarfirði. Hrafn-
istukórinn leiðir safnaðarsöng. Böðvar
Magnússon spilar á orgel. Ritningar-
lestra les Ingibjörg Hinriksdóttir. Sr.
Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar
fyrir altari.
HVALSNESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 20 í Hvalsneskirkju. Kvennakór
Suðurnesja leiðir tónlistina undir
stjórn Dagnýjar Þórunnar Jónsdóttur,
undirleikari undir Ave Maríum er Geir-
þrúður Fanney Bogadóttir. Organisti
Steinar Guðmundsson. Fermingar-
börn aðstoða á margvíslegan hátt.
Bára Friðriksdóttir sóknarprestur.
HVAMMSKIRKJA í Norðurárdal |
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Jónína
Erna Arnardóttir. Prestur Elínborg
Sturludóttir.
ÍSLENSKA KIRKJAN í Kaup-
mannahöfn | Guðsþjónusta kl. 14 í
Skt. Pálskirkju. Íslenski kvennakórinn
syngur undir stjórn Sigríðar Eyþórs-
dóttur. Orgelleikur Steinar Logi Helga-
son. Altarisganga. Prestur Ágúst Ein-
arsson. Kirkjukaffi í Jónshúsi og
aðalfundur safnaðarstarfsins.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barna-
kirkja kl. 11. Samkoma með lofgjörð
kl. 20. Friðrik Schram predikar. Heilög
kvöldmáltíð. Kaffi og samfélag eftir
stundina.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl.11. Súpa og brauð.
Kór Keflavíkurkirkju syngur undir
stjórn Arnórs organista. Sr. Erla þjón-
ar. Bleikmessa í samstarfi við Krabba-
meinsfélag Suðurnesja kl. 20. Kór-
félagar syngja tesasálma við stjórn
Arnórs organista. Sr. Erla þjónar.
Miðvikudagur kl. 12. Kyrrðarstund í
Kapellu vonarinnar. Súpa og brauð í
boði.
KÓPAVOGSKIRKJA | Bókmennta-
guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arn-
arson þjónar fyrir altari. Dr. Grétar
Halldór Gunnarsson fjallar um bókina
„Það sem við tölum um þegar við töl-
um um Guð“. Kór Kópavogskirkju
syngur undir stjórn Lenku Mátéová
kantors. Sunnudagaskólinn með
listasmiðju formi verður í safn-
aðarheimilinu Borgum ásamt leik-
urum og tónlistarfólki.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl.
11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknar-
prestur þjónar. Organisti er Árni Heið-
ar Karlsson. Graduale Nobili leiðir
safnaðarsöng. Aðalsteinn Guð-
mundsson kirkjuvörður og messu-
þjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama
tíma eftir sameiginlegt upphaf. Snæv-
ar og Sara taka á móti. Kaffi, djús og
ávextir eftir stundina.
Starf aldraðra miðvikudaga kl. 12-
15.30.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | 11
Sunnudagaskóli. 20. Gosp-
eltónleikar. Kór Lindakirkju syngur
undir stjórn Óskars Einarssonar.
Miðaverð 1.000 kr. Ókeypis fyrir ferm-
ingarbörn og yngri.
NESKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Sr. Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir
altari. Hljómur, kór eldri borgara í Nes-
kirkju, syngur og leiðir söng undir
stjórn Hildigunnar Einarsdóttur. Org-
anisti Steingrímur Þórhallsson.
Sunnudagaskóli í umsjá Stefaníu
Steinsdóttur, Katrínar H. Ágústs-
dóttur og Ara Agnarssonar. Rebbi og
Vaka kíkja við. Hressing á kaffitorgi
eftir helgihaldið.
PRESTBAKKAKIRKJA Hrútafirði |
Messa kl. 14. Stund fyrir börnin verð-
ur í messunni og á eftir er samvera í
safnaðarheimilinu. Organisti Elínborg
Sigurgeirsdóttir, prestur Guðni Þór
Ólafsson.
SALT kristið samfélag | Samkoma
kl. 14 í Kristniboðssalnum Háaleitis-
braut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður
Guðbjörn Gunnarsson. Túlkað á
ensku. Barnastarf.
SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Elvis-messa kl. 20.
Kirkjukórinn syngur, einsöngur Íris
Olga Lúðvíksdóttir og Ægir Ásbjörns-
son. Undirleikur: Jóhann, Margeir og
Fúsi Ben ásamt Rögnvaldi organista.
Prestur Sigríður Gunnarsdóttir.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11, barnakór Seljakirkju syngur
undir stjórn Rósalindar Gísladóttur.
Biblíusaga og Brúðuleikritið verður
einnig á sínum stað. Ávaxtahressing í
lokin og mynd til að lita.
Messa kl. 14, sr. Bryndís Malla Elí-
dóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Tómas Guðni Eggertsson leikur á org-
el og Kór Seljakirkju syngur. Kaffi að
messu lokinni.
Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. Á slóðum
mormóna í Vesturheimi. Hildigunnur
Hlíðar talar. Guðsþjónusta og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sr. Tómas Sveins-
son þjónar. Ari Ólafsson syngur ein-
söng. Friðrik Vignir Stefánsson er
organisti. Félagar úr Kammerkór Sel-
tjarnarneskirkju leiða almennan
safnaðarsöng. Kaffiveitingar og sam-
félag eftir athöfn.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
á pílagrímadögum í Skálholti. Prestar,
Axel Njarðvík og Halldór Reynisson.
Gestir frá tónlistarháskólanum í Árós-
um flytja tónlist í messunni ásamt
Jón Bjarnasyni organista. Hádeg-
issúpa í Skálholtsskóla gegn vægu
gjaldi.
SÓLHEIMAKIRKJA | Kirkjuskóli kl.
13. Allra heilagra messa kl. 14. Sr.
Sveinn Alfreðsson þjónar fyrir altari.
Organisti er Ester Ólafsdóttir. Ritning-
arlestur les Valgeir F. Backman. Með-
hjálpari er Valdís Ólöf Jónsdóttir.
STOKKSEYRARKIRKJA | Sunnu-
dagaskóli kl. 14. Jóhanna Ýr leiðir
stundina og fermingarbörn aðstoða.
Sr. Kristján Björnsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 17. Fermingarbörn munu aðstoða
á margvíslegan hátt. Organisti er
Steinar Guðmundsson. Bára Friðriks-
dóttir sóknarprestur.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Kór Vídal-
ínskirkju syngur. Organisti og kórstjóri
Jóhann Baldvinsson. Flautuleikari:
Hallfríður Ólafsdóttir. Stefán Már
Gunnlaugsson prédikar og þjónar fyrir
altari.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Svavar
Knútur flytur tónlist. Sunnudagaskól-
inn kl. 11 í umsjá Maríu og Bryndísar.
Veitingar eftir messur í safnaðar-
salnum.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjón-
usta beggja Njarðvíkursókna kl. 11.
Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir
altari. Kór kirkjunnar leiðir söng við
undirleik Stefáns Helga Krist-
inssonar. Meðhjálpari Pétur Rúðrik
Guðmundsson. Sunnudagaskóli
beggja sókna kl. 11 í umsjá Heiðars
og Péturs. Kaffi, djús og kökur að
skóla loknum.
Orð dagsins
Skattpeningurinn
(Matt. 22)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Þórshafnarkirkja.
Minningar