Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 88
88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Geturðu hringt í mig eftir klukku- tíma? Ég er að fara að kjósa,“ segir Egill Sæbjörnsson þegar ég slæ á þráðinn til hans laust fyrir hádegi í gær. Að sjálfsögðu; ekki fer maður að hafa af mönnum lýðræðislegan rétt þeirra. Hvert atkvæði skiptir máli; ekki síst nú þegar mikið flökt virðist vera á fylgi flokkanna. Agli þykir greinilega öruggara að kjósa utan kjörfundar enda í mörg horn að líta í dag þegar ný sýning verður opnuð í Hafnarborg, Bygg- ing sem vera & borgin sem svið. Um er að ræða innsetningu og svo sem nafnið gefur til kynna er listamann- inum arkitektúr hugleikinn að þessu sinni. „Fólk gengur um götur án þess að pæla mikið í húsum og byggingum í kringum sig enda hefur það um margt annað að hugsa. Ef til vill er samt einhver hluti af undirvitund þess í samskiptum við umhverfið; einhver frumheili sem reynir að greina það sem fyrir augu ber, þar á meðal byggingar,“ segir Egill. Honum þykir byggingarlist í sam- tímanum illu heilli einkennast af flötu og einföldu yfirborði. „Það er módernismi sem byrjaði fyrir svona hundrað árum en er því miður ekki nægilega örvandi fyrir okkar innri veru. Það má líkja þessu við að tala við manneskju sem er eins og tómt pappírsblað í framan. Það er ekki hægt að lesa neina sögu út úr andliti hennar.“ Engar „rjómatertur“ Hann hvetur arkitekta til að gera byggingar skrautlegri og fallegri án þess þó að fara yfir í einhverjar Hundertwasser og Gaudi „rjóma- tertur“. „Einfaldleikinn er alls ekki slæmur en það þarf bara að vera eitthvað meira spennandi inni á milli. Þannig fáum við áhugaverðara samtal. Annars er harðbannað að nota orðið „skraut“ í þessu sam- hengi. Það er tabú. Þess vegna hef ég fundið upp nýtt orð yfir skraut, „flókið yfirborð“, sem er ágætt.“ Hann segir þetta endurspeglast í sýningunni í Hafnarborg en í saln- um hefur verið stillt upp hurðum, gluggum og svölum í fullri stærð. „Þetta var búið til úr brauðdeigi sem var bakað og síðan stækkað upp með öllum sínum sprungum, beygl- um og ójöfnunum,“ segir Egill en frummyndir verkanna eru að hluta sóttar í Bakarí, viðburð sem haldinn var í Hafnarborg í vor sem leið. Þar var almenningi boðið að móta bygg- ingarlist í deig sem síðan var bakað. Allt verður lífrænna „Það voru mjög margar og mis- munandi hendur sem komu að verki og sumar hurðirnar líta út fyrir að vera úr Barbapabbabók sem er mjög skemmtilegt. Nú er salurinn hérna í Hafnarborg, sem alla jafna er frekar þurr, kominn í samtal við þessa hluti og það verður gaman að skoða. Ég bað fólkið sem kom að búa til arkitektúr en þegar allt þetta kemur saman, hurðir, svalir, gluggar og svo framvegis, þá verður til bygging. Ein vera. Það er mun skemmtilegra að skoða þetta gegn- um brauð en AutoCad, því það fletur út og gerir beint og leiðinlegt meðan brauðið fer alveg hina leiðina. Beyglar allt sem þú gerir og allt verður lífrænna.“ Að mati Egils er ekki nauðsynlegt að arkitektar fari þá leið en hann hvetur þá þó til að gæta sín á tölv- unum sem hafa tilhneigingu til að fletja allt út. „Þá verða húsin eins og persónur sem maður nennir ekki að eyða orði á, vegna þess að þær eru svo leiðinlegar.“ Tröllin eru víða Egill verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á næsta ári og segir því verkefni miða vel. „Ég er að vinna þetta með nokkrum tröllum sem ég kynntist fyrir fáeinum árum. Þau eru bara í góðum fíling. Tröllin ætla að vera með kaffihús; þannig að þetta verður mjög gaman. Tröll eru mjög skemmtilegar verur.“ Og snar þáttur í sögu þessarar þjóðar. Finnst þér við þurfa að vera meira í tengslum við álfa og tröll, eins og forðum daga? „Tröllin eru víða í samfélaginu. Til dæmis heill bekkur í barnaskóla sem ákveður að leggja einn nemand- ann í einelti. Það er tröll. Eða stór- fyrirtæki sem er sama um alla sem það er að græða á. Það er tröll. Það eru allskonar stórar verur og kraft- ar til í samfélaginu sem ekki eru séðir lengur með augum ævintýr- anna.“ Egill hefur búið í sautján ár í Berlín og er þar með sína vinnu- stofu. Honum þykir þó alltaf jafn gaman að koma heim og hefur verið hér sjö sinnum á þessu ári. „Ísland er skemmtilegt og spennandi land sem býður upp á mikla möguleika enda er samfélagið dýnamískara og hreyfist hraðar en þessi stóru sam- félög úti í heimi.“ Honum þykir gróskan mikil, bæði í listum og á öðrum sviðum sam- félagsins. „Það hefur margt breyst á þessum sautján árum. Ekki endilega vegna þess að Íslendingar séu svo klárir, heldur vegna þess að heimur- inn hefur breyst og um leið hefur hann breytt Íslandi. Því megum við ekki gleyma.“ Brauðið betra en tölvurnar  Egill Sæbjörnsson með innsetninguna Bygging sem vera & borgin sem svið í Hafnarborg  Fer með tröll á Feneyjatvíæringinn á næsta ári  Segir Ísland hreyfast hraðar en stærri samfélög Morgunblaðið/RAX Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson á sýningu sinni í Hafnarborg. „Einfaldleikinn er alls ekki slæmur en það þarf bara að vera eitthvað meira spennandi inni á milli,“ segir Egill sem verður með listamannaspjall á morgun kl. 14. Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS T E X T I 15.9 - 8.1.2017 Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur VALTÝR PÉTURSSON 24.9 - 12.2.2017 JOAN JONAS Reanimation Detail 2010/2012 26.10 - 29.01 2017 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Leiðsögn á ensku alla föstudaga kl. 12.10 Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9. - 28.05. 2017 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is KAFFISTOFA heimabakaðar kökur SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 7.5.2017 Leiðsögn með sýningarstjóra sunnudaginn 30. október kl. 14. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Kaldal í tíma og rúmi á Vegg Myndir tala. Fimmtán tvennur – Ljósmyndasýning í minningu Eggerts Þórs Bernharðssonar á Torgi Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Sýningin opin þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.