Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 62
62 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
Nú styttist í að lands-
menn fái ómetanlegt
tækifæri til að kjósa sér
nýja ríkisstjórn. Vænt-
anlega verða þessar
kosningar mjög sögu-
legar, alla vega gefa þær
kjósendum möguleika á
að gera þær það.
Í skoðanakönnunum
kemur fram mikill vilji
fólks til að breyta núver-
andi stjórnarháttum og
fólk hafnar rótgrónum flokkum. Mikl-
ar breytingar eru að verða á fylgi ým-
issa stjórnmálaflokka og Sjálfstæð-
isflokkurinn og Framsókn missa
stöðugt fylgi.
Allt stefnir í að Píratar vinni stór-
sigur í komandi kosningum. Þeir hafa
margfaldað fylgi sitt frá síðustu kosn-
ingum og haldið traustu fylgi í langan
tíma.
Þessar ótrúlegu skoðanakannanir
og sviptingar á fylgi í íslenskri pólitík
segja manni að kjósendur vilji breyt-
ingar og að þeir vilji sjá aðra og nýja
flokka í meirihluta.
En mun þetta fylgi í
könnunum skila sér á
kjörstað?
Sjálfur hefur undirrit-
aður nokkrar áhyggjur
af kosningaþátttöku
fólks í þessum alþing-
iskosningum, sér-
staklega þátttöku yngra
fólksins. Kosningaþátt-
taka hefur dalað síðan
1991, en þá var hún
87,6% og þótt hún sé enn
ein sú mesta í Evrópu
var hún 6% minni í kosn-
ingum 2013 eða 81,5%.
Einnig er þátttaka fólks undir þrí-
tugu áhyggjuefni. Í síðustu sveit-
arstjórnarkosningum, 2014, mættu
einungis tæp 50% kjósenda undir þrí-
tugu á kjörstað.
Í rannsókn Félagsvísindastofnunar
Háskóla Íslands, sem var gerð eftir
síðustu sveitarstjórnarkosningar,
kemur fram að helstu ástæður þess að
ungt fólk kjósi ekki, er að það „nenni
ekki að kjósa“.
Það er verulegt áhyggjuefni að ungt
fólk hafi svo lítinn áhuga á kosningum
að það hreinlega „nenni ekki að kjósa“.
Auðvitað er einnig kosið um málefni
Látum spárnar rætast
Eftir Eirík Þór
Theodórsson » Það er áhyggjuefniað ungt fólk hafi lít-
inn áhuga á kosningum.
Eiríkur Þór
Theodórsson
Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti
Pírata í Norðvesturkjördæmi.
ungs fólks í þessum kosningum og sú
stefna sem verður tekin á þingi hefur
gríðarleg áhrif á stöðu ungs fólks til
framtíðar.
Við þurfum að endurbyggja traust
almennings á Alþingi og störfum þess
og undirritaður telur að aukið traust
muni nást með nýju fólki, nýjum hugs-
unarhætti og gagnsærri stjórnsýslu.
Undirritaður vonar að störf Pírata
og nýjar hugmyndir er varða unga
fólkið hafi aukið áhuga og þátttöku
ungs fólks í stjórnmálum og óhjá-
kvæmilega muni það leiða til þess að
fleiri „nenni að kjósa“.
Undirritaður hvetur ungt fólk til að
nýta sér rétt sinn og mæta til at-
kvæðagreiðslu utan kjörfundar ef fólk
hefur ekki tök á að mæta á kjörstað
næsta laugardag. Nú er nefnilega
komin ný ástæða til að nýta kosninga-
réttinn og hafa áhrif á framtíðina með
því að velja P fyrir Pírata.
Það er stundum erf-
itt að vega og meta
samstarfsmenn. Þó
eru nokkrir menn og
nokkrar konur sem ég
hef unnið með og notið
einstakrar návistar og
samstarfs. Þar er mér
ofarlega í huga sam-
starfsfólk mitt í Út-
vegsbankanum í Vest-
manneyjum og
Háskóla Íslands.
Það er einn alþingismaður sem
stendur þeim jafnfætis. Það er Birg-
ir Ármannsson. Aldursmunur er
nokkur með okkur og stundum skoð-
anamunur. Birgir er um margt sér-
stakur maður og hann kann ég að
meta vegna þekkingar hans og eðl-
iseiginleika. Hann hefur yf-
irburðaþekkingu meðal alþing-
ismanna á stjórnsýslu og
utanríkismálum. Það tekur mig sárt
að sjá að samkvæmt
skoðanakönnunum veg-
ur Birgir salt, inni eða úti af Alþingi.
Fjarvera Birgis er meira en Alþingi
hefur efni til.
Ég bið Reykvíkinga að hugleiða
vel hvort Alþingi hefur efni til að
fara á mis við hæfileika Birgis Ár-
mannssonar.
Styðjum góða kosningu Sjálfstæð-
isflokksins og Birgis Ármannssonar
í Reykjavík.
Til stuðnings Birgi
Ármannssyni
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason
» Það tekur
mig sárt að
sjá að sam-
kvæmt skoð-
anakönnunum
vegur Birgir
salt, inni eða úti
af Alþingi.
Höfundur er alþingismaður.
Mikið eru vinnu-
brögð RÚV ógeðfelld.
Nú skal rétt fyrir kosn-
ingar hamrað á Davíð
Oddssyni, Geir H.
Haarde og seðlabanka,
enda Björn Valur hjá
VG fljótur að tjá sig um
rannsókn og skýrslu –
en hvað um höfðingj-
ann Steingrím J. og
lafði Jóhönnu Sig.? Þar
má ekki hrófla við neinu, enda hundr-
að ára leynd. Meira að segja stjórn-
málafræðingurinn Stefanía Ósk-
arsdóttir og stjórnsýslufræðingurinn
Sigurbjörg voru fljótar að setja út á
skýrslu Vigdísar Hauks um málefni
þeirra Steingríms og Jóhönnu – ekki
marktæk skýrsla því hún var illa orð-
uð og rituð, sögðu þessar vitru konur.
Já, það er gott að mennta sig, en hafa
síðan ekki vit til að vera menntaður.
Hvað skyldi vera kennt í Háskól-
anum?
Að öðru, söngur frambjóðenda
flokkanna er bæði falskur og leið-
inlegur. Lítið um stjórnmál, bara lof-
orð um að eyða fjármunum okkar.
Ekkert um atvinnumál að finna né
um aukningu starfa sem mundu
skapa verðmæti. Það er búið að gera
Alþingi að sveitarstjórnarskrifstofu
þar sem rifist er um hverjum skuli af-
hent fé okkar til stuðnings í lífinu.
Björt Ólafs bullar um hrútskýringar
og sveitta karlmenn á
þinginu, en veistu
Björt, ég vil þá frekar
heldur en að hlusta og
horfa á frekju- og
hormónaköst þín, þú
ert langt frá því að vera
málefnaleg. Alþingi er
orðið bullstaður, enda
sést það á framboð-
unum, allir telja sig
geta stýrt landi og þjóð.
Ekkert ykkar hefur
minnst á íslensku þjóð-
ina, það er ellilífeyr-
isþegar séu 40 þúsund, brottfluttir
um 20 þúsund, öryrkjar um 20 þús-
und, hvað hafa margir látist á árinu,
hversu stór hópur er börn og ung-
lingar? Hversu margar vinnandi
hendur skapa verðmæti, hversu
margir eru á ævilaunum og lista-
mannalaunum? Hvar ætlið þið að fá
alla þá fjármuni í allt það sem þið haf-
ið lofað? Séu útgjöld sveitarfélaga
70% launagreiðslur, hversu mörg
prósent greiðir ríkið í allt sitt bákn og
laun? Þið jarmið öll um heilbrigð-
isþjónustuna, en hversu vel er farið
með fé í þeim geira? Biðlaun til fyrr-
verandi framkvæmdastjóra 67,7 mill-
ur – já, Kári Stefánsson, viltu ekki
rannsaka hvernig fjármunum er var-
ið í þessum geira, áður en þú geltir
meira?
Inn til landsins eruð þið, og ætlið
að taka á móti 250 til 500 manns á ári
auk hælisleitenda. Ekkert er hugsað
til framtíðar. Hver er fjölgun okkar
Íslendinga á ári, hvað fæðast hér
mörg börn á fjölskyldu, e.t.v. rúm-
lega tvö að meðaltali, en þið eruð að
flytja inn fólk sem lifir ekki eftir vest-
rænum gildum og þar tíðkast stór-
fjölskyldan, mörg börn, afar og ömm-
ur, því stærri fjölskylda því betra. En
það er ykkar val að afhenda þetta
land til annarra en ykkar afkomenda.
Ykkur er sjálfsagt sama þó að börn
ykkar og barnabörn lúti í framtíðinni
andlega sterkara fólki. Ykkar er val-
ið.
Og í lokin, hvar ætlið þið að fá fé í
allt það sem þið lofið og til handa
þessu fólki sem þið viljið fá til lands-
ins, þar sem þið, Píratar, VG, Sam-
fylking og Björt framtíð, eigið eftir
að eyðileggja sjávarútveg, landbúnað
og allt það sem mín kynslóð byggði
hér upp? Sé ekki hvar þið ætlið að
taka það, nema auðvitað að skatt-
leggja okkur Íslendinga, miklum
mun meira en þegar er. Það eru ein-
kennileg stjórnvöld sem það vilja.
Ferðamannastraumur til landsins
verður ekki eilífur. Þegar þið, vinstra
liðið, hafið klúðrað hér málum munið
þið auðvitað kenna Framsókn og
Sjálfstæðisflokknum um ófarirnar og
þjóðin mun eina ferðina enn trúa því.
Falskur söngur og loforð
Eftir Stefaníu
Jónasdóttur » Söngur frambjóð-
enda flokkanna er
falskur og leiðinlegur.
Stefanía Jónasdóttir
Höfundur býr á Sauðárkróki.
Margir muna vafa-
laust þegar Jón Baldvin
Hannibalsson var utan-
ríkisráðherra frá 1988
til 1995 Hann hamaðist
eins og naut í flagi við
að reyna að koma Ís-
landi inn í ESB, en varð
ekki ágengt en þó var
stofnað Evrópska efna-
hagssvæðið sem eins-
konar málamiðlun. Eft-
ir það riðlaðist vinstri vængur
stjórnmálanna: Alþýðuflokkurinn
lognaðist útaf, sömuleiðis Alþýðu-
bandalagið. Kvennalistinn sá að tveir
til þrír þingmenn gætu ekki haft mikil
áhrif, hætti hann því störfum. Við
kosningarnar 1995 vann Framsókn-
arflokkurinn stórsigur og fór þá í
hönd eitt mesta velmegunarskeið sög-
unnar, sem aðeins verð-
ur líkt við ástandið í dag.
Ísland komið í hóp
þriggja ríkustu landa í
heiminum að mati al-
þjóðlegra stofnana. Við
þessar aðstæður var
Samfylkingin stofnuð.
Yfirlýst markmið henn-
ar var að sameina alla
vinstrimenn í einum
flokki (rétt enn einu
sinni). En það markmið
sem ekki var yfirlýst, en
kom í ljós smátt og
smátt var að koma Íslandi inn í ESB,
en þar sem það hafði mistekist að
gera það eftir venjulegum pólítiskum
leiðum varð að finna aðra aðferð í
þetta sinn Hún fannst með því að
kíkja á Svía. Þar voru sett lög sem
auðsjáanlega mundu valda hruni efna-
hagskerfisins, fólkið yrði uggandi,
áróðursvélin mundi segja fólki að það
væri allt kapitalismanum að kenna og
eina ráðið væri að fela sig í tryggum
faðmi Evrópusambandsins. Þetta
gekk allt eftir svo undarlegt sem það
var því Svíar voru alltaf mjög sjálf-
stæðir, ekki með í neinum al-
þjóðastofnunum, ekki í Nató og ekki
einu sinni í Sameinuðu þjóðunum né
stofnunum þeirra. Lögin sem hér um
ræðir fólu í sér að fyrirtæki voru
skylduð til að falla frá eignarréttinum
smátt og smátt í hendur starfsfólks-
ins. Afnám eignarréttar á fyrir-
tækjum, og ekki síður almennt, er svo
alvarlegt mál að mannsmorð gæti ver-
ið réttlætanlegt (Olof Palme). Kratar
fóru nú galvaskir af stað að gera ráð-
stafanir, sem leiða mundu til hruns
efnahagskerfisins og fengu fljótlega
ýmsa áhrifamikla menn í lið með sér,
t.d. stjórnendur viðskiptabankanna og
háttsetta menn í Samtökum iðnaðar
og verslunar og jafnvel hagfræðingar
Seðlabankans virðast hafa hjálpað til
eins og ákvarðanir um stýrivexti og
ýms önnur peningamál benda til.
Hrunið varð jafnvel fyrr en varði. En
það varð ekki af innlendum orsökum
heldur vegna gjaldþrots Lehmann-
banka sem síðan dró Glitni með sér
niður í svaðið. Hinir tveir, Landsbank-
inn og KB banki, hefðu auðsjáanlega
staðið ef Bretar hefðu ekki rænt þeim.
Íslenski Seðlabankinn og líka sá
sænski höfðu lagt fram fé til að
tryggja stöðu KB-banka. Landsbank-
inn var stöndugur og hefði ekki fallið
ef Bretar hefðu ekki rænt honum. Það
sést á því t.d. að strax árið 2014 var
hann búinn að fullnægja öllum kröfum
og á samt peninga afgangs. Spyrja
verður: Hver var þáttur krata í allri
þessari hegðun Gordons Brown og fé-
laga? Þeir eru jú líka kratar. Hvernig
datt nokkrum manni í hug að gera
kröfu um að íslenska ríkið borgaði
þessa kröfu, sem allir vissu að ekki
byggðist á lögum, hvorki breskum, ís-
lenskum né ESB-lögum? Var Jó-
hönnu svona mikið í mun að binda Ís-
land á áratuga skuldaklafa, innleiða
nógu mikla fátækt í landinu svo að við
yrðum að vera einskonar hreppsó-
magi á ESB um ófyrirsjáanlega fram-
tíð; og fengu sjálfa bresku stjórnina til
að taka þátt í að blekkja Íslendinga til
að samþykkja aðild. Þegar Alþingi
hafði gerst svo hneykslanlegt að sam-
þykkja aðildarumsókn með skil-
yrðum, sem allir vissu að ekki yrði
gengið að, og stækkunarstjórinn
hneykslaði alla með því að taka við
skilyrtri umsókn, það kostaði raunar
mikið, erfitt og flókið samningaþóf á
bak við tjöldin að fá hann til að taka
þátt í blekkingarleiknum, samkvæmt
syndaregistri Árna Páls Árnasonar
frá í vor, og taka við þessari umsókn,
sem ekki er nein umsókn í raun, og
kalla viðræðurnar, sem á eftir fóru
„samningaviðræður“ þegar ekkert er
umsemjanlegt, enda vildi fram-
kvæmdastjórnin sjálf ekki vera með í
þessum leik og leiðrétti það ítrekað að
um samningviðræður væri að ræða
Skilyrðin eru þau að sjávarútvegur
og landbúnaður skyldu ekki vera um-
semjanleg, þau mál eru ekki með í
umsókninni og því hefði viðræðu-
nefndin ekki haft leyfi til að fjalla um
þau á neinn hátt á þeim vettvangi.
Þannig standa málin enn, svo það er
grundvallarmisskilningur hjá þeim
flokkum sem vilja endurvekja viðræð-
urnar þar sem frá var horfið. Það er
ekki hægt nema Alþingi samþykki og
yrði þá væntanlega að samþykkja
nýja umsókn.
En það er fleira hneykslanlegt í
sambandi við þetta ESB-mál. T.d.
hegðun Vinstri grænna á þingi, þar
sem margir þeirra lýstu andstöðu við
umsóknina, raunar í samræmi við
þeirra fyrri yfirlýsingar og bjargfasta
stefnu, en sögðu samt „já“. Hafi Sam-
fylkingin verið stofnuð til að koma Ís-
landi inn í ESB þá var flokkur Vinstri
grænna stofnaður til að koma í veg
fyrir slíka ákvörðun. En forysta
flokksins sveik það allt á einni nóttu
svo það er eitt hneykslið enn og ekki
síður að fleiri og fleiri virðast vilja
kjósa þennan svikaraflokk í næstu
kosningum.
Hneyksli
Eftir Pétur
Guðvarðsson
Pétur Guðvarðsson
»Hvernig datt nokkr-
um í hug að gera
kröfu um að ríkið borg-
aði þessa kröfu?
Höfundur er fv. bóndi og
áhugamaður um stjórnmál.
Kona í loftbelg villtist af leið.
Hún lækkaði flugið og sá mann
einn á jörðu niðri. Hún lækkaði sig
enn meira og kallaði á manninn.
„Afsakið, en getur þú hjálpað
mér? Ég átti stefnumót við vinkonu
mína fyrir klukkutíma en ég veit
ekki hvar ég er stödd!“
Maðurinn svaraði: „Þú ert í rauð-
um loftbelg í ca. 30 feta hæð yfir
jörðu á 64º 09́ 117“ norðlægrar
breiddargráðu og 21º 57́ 144“ vest-
lægrar lengdargráðu.“
„Þú hlýtur að vera tæknimaður.“
sagði konan.
„Já, það er ég,“ svaraði maðurinn,
„en hvernig vissir þú það?“
„Tja,“ sagði konan, „allt sem þú
hefur sagt, er tæknilega rétt en ég
hef ekki hugmynd um það hvernig
ég á að nota upplýsingarnar. Stað-
reyndin er að ég veit ekki enn hvar
ég er, og það eina sem ég hef fengið
út úr samtali okkar er að mér hefur
seinkað enn meira.“
Maðurinn á jörðinni svaraði um
hæl: „Þú hlýtur að vera Sam-
fylkingarkona.“
„Það er ég,“ svaraði konan, „en
hvernig vissir þú það?“
„Það er svo sem einfalt. Þú veist
ekki hvar þú ert stödd, þú veist ekki
hvert þú stefnir. Þú kemst ferðar
þinnar á loftinu einu, þú ert búin að
gefa loforð, sem þú ert ekki fær um
að efna, og þú ætlast til þess að fólk
fyrir neðan þig leysi þitt vandamál.
Staðreyndin er að þú ert í sömu
sporum og þú varst áður en þú hittir
mig en allt í einu er það mér að
kenna!“
Ólafur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Kona í loftbelg