Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 77
MINNINGAR 77 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 ✝ Guðrún Antons-dóttir fæddist á Arnarstöðum í Sléttuhlíð 9. febr- úar 1930. Hún lést 23. október 2016 á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauð- árkróki. Hún var dóttir hjónanna Björns Antons Jónssonar frá Hrauni í Sléttu- hlíð, f. 6.4. 1896, d. 28.10. 1969, og Steinunnar Guðmundsdóttur frá Bræðraá, f. 17.8. 1894, d. 21.5. 1979. Bróðir Guðrúnar er Friðrik Valgeir, f. 31.1. 1933, kona hans er Guðrún Þórð- ardóttir. Systir Guðrúnar er Þóra Valgerður, f. 7.12. 1936, maður hennar er Friðþjófur Sigurðsson. Fyrri maður Þóru var Ólafur Þórarinsson, látinn. Eftirlifandi eiginmaður Guð- rúnar er Svavar Hjörleifsson frá Kimbastöðum, f. 9.1. 1930. Börn Guðrúnar og Svavars eru: 1. Hjördís, f. 9.6. 1959, gift Kristjáni Guðmundssyni. Börn þeirra eru a) Jón Þorri, f. 1984. b) Svavar Garri, f. 1988. Kær- asta hans er Stephanie Irvine. c) Unnur Guðrún, f. 1992. d) Nína Sigrún, f. 1996. 2. Björn Friðrik, Jóhannesdóttir. Eiga þau lítinn dreng. Börn Lutgarde eru Inga Katrín, f. 1989, og Andrés, f. 1987, Magnúsarbörn. 5. Guðmundur Anton, f. 1.9. 1965, kvæntur Kristjönu E. Jónsdóttur. Börn þeirra eru a) Björn Ant- on, f. 1993. b) Jón Grétar, f. 1999. 6. Steinunn Guðbjörg, f. 8.4. 1968, var í sambúð með Hrólfi Inga Eggertssyni. Börn þeirra eru a) Jóhanna Birna, f. 1992. Unnusti Haraldur Theódórsson. Börn þeirra eru Þórarinn Sölvi og Steinunn Margrét. b) Anton Þór, f. 1999. Guðrún átti fyrst heima á Arnarstöðum, Höfða og í Hóla- koti. Þegar hún var 7 ára flutti fjölskyldan alkomin að Höfða á Höfðaströnd. Þar ólst Guðrún síðan upp ásamt systkinum sín- um á heimili sem var að jafnaði mannmargt. Guðrún gekk í skóla á Hofsósi. Hún nam við Húsmæðraskólann á Laugalandi veturinn 1948-1949. Guðrún tók virkan þátt í bústörfum úti og inni í uppvextinum. Seinna stundaði hún ýmsa vinnu á vet- urna en heima á Höfða yfir ann- atíma sumarsins. Guðrún og Svavar hófu búskap í Lyngholti árið 1959. Þau ráku bú sitt þar fram á efri ár. Síðustu æviárin dvaldi Guðrún á Heilbrigðis- stofnuninni á Sauðárkróki. Útför Guðrúnar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 29. október 2016, kl. 14. f. 8.2. 1961, kvænt- ur Sigurlaugu Ebbu Kristjáns- dóttur. Börn þeirra eru a) Hjörleifur, f. 1981, kvæntur Söru Katrínu Stefáns- dóttur. Sonur þeirra er Hinrik. b) Elín Árdís, f. 1992. Unnusti Unnar Bjarki Egilsson. Sonur þeirra er Björn Henry. 3. Einar, f. 23.3. 1962, í sam- búð með Hrönn Jónsdóttur. Börn þeirra eru a) Bríet, f. 1991. b) Valþór Ingi, f. 1993. Unnusta Karen Birna Þorvaldsdóttir. Sonur Hrannar er Tjörvi Björnsson, f. 1985. Unnusta Lára Halla Sigurðardóttir. 4. Jón, f. 10.6. 1963, í sambúð með Lutgarde M. Dejonghe. Fyrri maki Jóns er Linda Hlín Sigbjörnsdóttir. Börn Jóns eru a) Björn Svav- ar, f. 1985. Móðir Guðrún Elín Björnsdóttir. Unnusta Steinunn Ólafsdóttir. Börn þeirra eru Ar- on Heiðar og Unnur Ósk. b) Steinunn, f. 1989. Móðir Linda Hlín. Unnusti Hafþór Haralds- son. Sonur þeirra er Styrmir Örn. c) Þórarinn, f. 1992. Móðir Linda Hlín. Unnusta Rakel Ósk Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. Móðir, dóttir, minningin um þig er mynd af því sem ástin lagði á sig. (Guðrún Jóhannsdóttir) Í dag kveð ég kæra tengda- móður mína, hana Gunnu í Lyng- holti. Það eru liðin 25 ár síðan ég fór að venja komur mínar í Lyngholt, þá til að hitta yngsta soninn. Var mér vel tekið af þeim Gunnu og Svavari og leið mér strax eins og ég hefði alltaf þekkt þau. Gunna var hlý og góð kona sem hafði sterkar skoðanir á hlutunum og var frekar föst fyrir. Mér þykir vænt um að fá að kynnast konu eins og Gunnu, hún sótti í að lesa ástar- og spennusögur, var kvenréttinda- kona og svo sá hún lífið oft með öðrum augum en ég og hefur það verið mér gott veganesti út í lífið. Hún hafði þá náðargáfu að sjá og finna eitt og annað sem aðrir sáu ekki og kom manni oft á óvart með athugasemdum um hluti sem enginn átti að vita. Gunna var mjög ættrækin, fylgdist með og var í sambandi við marga ættingja og vini þeirra hjóna. Gestkvæmt var í Lyng- holti og naut hún þess að fá fólk í heimsókn. Þau hjónin Gunna og Svavar voru einstaklega dugleg við að drífa sig af bæ og ferðast um og skoða landið og heim- sækja vini og ættingja. Gunna var mikil búkona og hugsaði vel um þau dýr sem voru á búi þeirra hjóna. Hún var líka útsjónarsöm og hagsýn húsmóð- ir sem hafði ráð með að nýta af- urðir sem féllu til. Hún kenndi mér meðal annars að gera slátur og það hefur komið sér vel í mínu heimilishaldi. Barnabörnin höfðu mikla un- un af því að fá að taka þátt í bú- störfunum hjá afa og ömmu þeg- ar færi gafst á. Var hápunkturinn að fá að taka sam- an bagga af túnum og sitja á stæðunni á vagninum þegar keyrt var heim. Að verki loknu var svo gott að koma inn í eldhús til ömmu og fá nýbakaðar pönnu- kökur með sykri. Síðsumars þeg- ar heyskap var lokið átti Gunna sínar sælustundir í fjallinu með gamlan mjólkurbrúsa sér við hönd. Tíndi hún bláber heilu og hálfu dagana sem hún nýtti í sultugerð og bakstur en færði líka vinkonum sínum sem áttu ekki hægt um vik að fara í móana. Fjölskyldan naut líka góðs af því að fá bláber og rjóma þegar litið var við í Lyngholti. En við getum ekki alltaf valið okkur á hvaða stíga við erum leidd og fyrir um 10 árum fór heilsunni að hraka hjá Gunnu og hefur hún undanfarin fimm ár dvalið á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Þar hefur hún not- ið góðrar og hlýlegrar umönn- unar, sem vert er að þakka, fyrir hjá því góða starfsfólki sem þar starfar. Fyrir mína hönd og drengj- anna minna vil ég þakka ömmu í Lyngholti fyrir samfylgdina og í hjörtum okkar varðveitum við góðar minningar um góða konu. Við trúum því að nú gangi hún glöð og fjötralaus um í Sumar- landinu. Kristjana. Amma í Lyngholti er nú fallin frá en hún var síðustu æviárin í góðum höndum á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Á sól- ríkum sumardögum var boðið í bagga í Lyngholt sem þótti spennandi hjá okkur barnabörn- unum. Að loknum hamagangin- um kallaði amma í volgar pönns- ur með miklum sykri, sultu, rjóma og ekki skemmdi djúsinn fyrir en hún kunni sko réttu hlut- föllin. Ég minnist þess er hún sat í ömmustólnum við lestur eða handavinnu. Hún prjónaði mikið og gaf okkur reglulega ullar- sokka en á haustin var hlé í þeim verkefnum þar sem berjatínsla átti hug hennar allan og voru af- köstin eftir því. Pönnukökurnar fengu frí frá sykrinum en neysl- an minnkaði þó lítið því annað eins magn fór út á berin í stað- inn. Veikindi gerðu vart við sig hjá ömmu og var hún greind með alzheimer-sjúkdóminn sem kippti henni smám saman út úr okkar tilveru. Hún þekkti okkur barnabörn- in ekki lengur, misjafn var hvort hún þekkti börnin sín en hún þurfti aðeins að heyra röddina hans afa og þá vissi hún hver var kominn „Er það Svavar,“ sagði hún. Afi reyndist henni mjög vel í gegnum veikindin, hann hugs- aði um hana heima í Lyngholti þangað til hún fór á Dvalarheim- ilið og fór nær daglega til hennar og sat lengi og hélt í höndina á henni. Fallegast fannst mér þeg- ar þau kúrðu sig saman plásslitlu sjúkrarúmi og lögðu hlustir við eitthvert útvarpsefni í skamm- deginu. Samræður við ömmu voru orðnar innihaldslitlar undir það síðasta en hún svaraði þó alltaf og voru tilsvörin gjarnan skemmtileg og skein persónu- leiki Guðrúnar í Lyngholti þar í gegn. Við litli strákurinn minn, Björn Henrý (eins árs), kíktum reglulega til ömmu á Dvalar- heimilið í sumar og haust og þeg- ar við heilsuðum henni leit hún á litla drenginn og sagði með ömmuröddinni sinni: „Litli mað- urinn“, hló og svo smelltu þau kossi á hvort annað. Ég starfaði um stund á Dvalarheimilinu og tel það forréttindi að hafa kynnst aðeins meira af ömmu sem kenndi mér svo margt og þrosk- aði mig sem hjúkrunarfræðing. Ég hef fengið að heyra að rödd- inni minni svipi til þinnar og það þykir mér óskaplega vænt um. Elsku amma, ég veit að þér líður betur og ert hvíldinni fegin. Með þökk fyrir allt. Elín Árdís Björnsdóttir. Kvöldskinið gullna dofnar senn og dvín, dagsljósið verður óðum rauðar glætur. Laufþreytu trjánna leggur inn til þín – þig langar ekki framar að vaka um nætur. (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Guðrún Antonsdóttir var elsta barn afa okkar og ömmu. Hún var alin upp á Höfða á Höfð- aströnd þar sem við systkinin ól- umst síðar upp. Gunna okkar, eins og hún var gjarnan kölluð af fólkinu sínu á Höfða, bjó öll sín búskaparár í Lyngholti, Skarðs- hreppi, ásamt Svavari eigin- manni sínum. Þar ráku þau mik- ið myndarbú og eignuðust sex börn á níu árum. Vinnudagurinn var oft langur hjá Gunnu og krafðist skipulagningar og út- sjónarsemi sem hún hafði í rík- um mæli. Í okkar huga var Gunna höfuð ættarinnar. Hún stóð til að mynda fyrir fyrstu Höfðahátíð- inni en þá kom stórfjölskyldan saman á Höfða og gerði sér glað- an dag. Síðan þá hefur sú hefð skapast að hittast á fimm ára fresti. Gunna var mikil fjölskyldu- manneskja og sá til þess að tengslin héldust. Hún lét sér annt um okkur systkinin og lagði á það ríka áherslu að við kæmum við í Lyngholti ef við ættum leið hjá. Það var alltaf gaman að fá Gunnu frænku og fjölskyldu í heimsókn. Oft rifjuðu systkinin upp atvik frá uppvaxtarárunum og margar góðar sögur voru sagðar. Gunna var greind kona og vel lesin, kunni að segja sögur og hafði beittan húmor. Þegar við hugsum til frænku okkar minnumst við konu sem var mik- ill persónuleiki með sterkar skoðanir. Hún var dugleg, gest- risin, traust og ráðagóð. Gunna hafði alla tíð sterkar taugar til æskustöðvanna á Höfða og samgangur var mikill milli heimilanna, sérstaklega hin seinni ár. Móðir okkar þakkar Gunnu áratuga vinskap og vel- vild í sinn garð. Gunna missti heilsuna fyrir nokkuð mörgum árum. Það var erfitt að sjá þessa sterku konu lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómi sem læsti hana inni í eigin heimi ef svo má að orði komast. Sér- staklega saknaði faðir okkar þess að geta ekki lengur deilt með henni minningum og rætt við hana um atburði líðandi stundar. Síðustu árin dvaldi Gunna á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki og naut umhyggju eiginmanns og fjölskyldu. Gunna var ákaflega stolt af sínu fólki. Afkomendum hennar hefur öll- um vegnað vel og hópurinn stækkar stöðugt. Við sendum Svavari, börnum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um Gunnu frænku lifir. Grétar, Þórleif, Guðný, Anna Steinunn og Elfa. Guðrún Antonsdóttir, eða Gunna mamma, eins og allir í minni fjölskyldu nefndu hana, er látin eftir langvinn veikindi. Gunna var frá Höfða á Höfð- aströnd, þeim stórbrotna útsýn- isstað með Þórðarhöfða, Drang- ey, Málmey, Tindastól og mestallan Skagafjörð þar fyrir augum. Mín kynni af Gunnu urðu vegna fjölskyldutengsla við konu mína, Sigurlínu M. Ásbergsdótt- ur. Lína var dóttir Solveigar Jónsdóttur frá Hofi, stutt leið var á milli Höfða og Hofs og mik- il vinátta og frændsemi líka. Gunna var sumarstúlka á Hofi við ýmis störf, meðal annars að líta eftir Sigurlínu og varð strax mikill kærleikur þeirra á meðal. Eftir það var Gunna aldrei köll- uð annað en Gunna mamma. Fjölskyldan kom við í Lyng- holti á hverju sumri, en þar byggðu þau Gunna og Svavar sér fallegt býli úr Kimbastaðalandi nánast ein, Gunna, þessi dugnað- arforkur, og Svavar listasmiður, bæði á tré og járn. Lyngholt varð fljótlega eitt af bestu af- urðabýlum hjá þessum sam- hentu hjónum. Nokkrum árum síðar breytt- ust hagir okkar Línu, hún greindist með alvarlegan sjúk- dóm og þurfti að fara í erfiða meðferð. Börnin okkar voru orð- in þrjú, frá eins árs til tæplega sex ára. Gunna hafði samband strax við okkur og bauðst til að taka Solveigu litlu um tíma. Það var ómetanlegt fyrir okkur öll. Solveig litla heillaðist af Gunnu mömmu, Svavari og börnum þeirra. Eftir lát móður sinnar var Sol- veig öll sumur í Lyngholti til 16 ára aldurs og var það ómetanleg gæfa fyrir hana að dvelja á þessu góða heimili. Solveig mín fékk síðar þennan sama sjúkdóm og lést 35 ára gömul. Allan þann tíma sem Solveig barðist fyrir lífi sínu var Gunna mamma að tala í hana kjarkinn og segja henni skemmtisögur úr Skagafirði, það hjálpaði henni mikið. Síðustu árin hafa verið Gunnu og fjölskyldu erfið. Ég veit að þau hafa hlúð að Gunnu eins og best var hægt að gera. Ég hef þá trú að Gunna mamma sé núna meðal vina sinna og frændliðs. Þegar mér bárust fréttir af and- láti Gunnu var ég að hlusta á fal- lega tónlist eftir Mozart. Það var sagt um Mozart að slíkur maður kæmi ekki fram nema á mörg hundruð ára fresti. Ég held það eigi einnig við um Gunnu mömmu, þessa hjartahlýju og mikilhæfu konu. Blessuð sé minning hennar. Svavar og fjölskyldur, samúð- arkveðjur. Ólafur Hjaltason og fjölskylda. Gunna og Svavar byggðu Lyngholt, nýbýli út frá landi Kimbastaða. Þau ræktuðu tún þar sem áður voru melar og mýri og byggðu sér öll hús frá grunni. Það bættist stöðugt við barna- hópinn, túnin og húsakostinn og það var mikið að gera hjá ungu hjónunum á þessum árum. Þegar ég var sjö ára fór ég í sumardvöl til þeirra og var samtals fimm sumur í Lyngholti. Barnahópur- inn var fjörugur og ég hlakkaði alltaf mikið til að komast í sveit- ina. Gunna var skemmtileg og stríðin og hlátur hennar einstak- lega eftirminnilegur. Hún var alltaf að, eldaði, bakaði, vann jafnt inni- og útiverk og það var samt eins og hún hefði ekkert fyrir því. Hún hafði gaman af að fá gesti, spjalla og gleðjast með öðrum. Gunna var beinskeytt og horfði þannig á mann að það var engin leið að koma sér undan því að svara hreinskilnislega öllum hennar spurningum. Þau Svavar voru ekki sammála í pólitík. Það hnussaði í henni yfir ýmsu sem stóð í Þjóðviljanum meðan Svav- ar las hann án athugasemda. Sumarið 1968 var mikið rætt um forsetakosningarnar og sýndist sitt hverjum. Það olli mér mikl- um heilabrotum að þau og afi minn, allt fólk sem ég leit upp til, skyldu fylgja sínum stjórnmála- flokknum hvert sama á hverju gekk. Það var sannarlega lærdóms- ríkt að fá að fylgjast með bú- skapnum og mér voru kennd heitin á fuglunum og flórunni. Eitt sumarið höfðu svín bæst við bústofninn og þegar gyltan Milla eignaðist grísi fékk ég að eiga einn. Auðvitað vildi ég taka hann með heim og Gunna sagði ann- aðhvort væri nú, ég skyldi bara hringja heim og fá leyfi til að taka hann með til Reykjavíkur. Fjölskylda mín þverneitaði því og olli mér miklum vonbrigðum. Sumarið eftir bar kýr úti í móa, ég tók kálfinn í fangið og bar hann heim í fjós. Gunna og Svav- ar voru ánægð með mig og sögðu að ef ég héldi áfram að halda á kálfinum daglega yrði ég sterk- asta stelpa í heimi og gæti haldið á honum þegar hann yrði full- vaxta naut. Auðvitað mátti ég eiga hann og taka hann með mér heim. Þá hringdi ég í afa sann- færð um að hann gæti ekki haft neitt á móti því, sérmenntaður í nautgriparækt og gæti auðveld- lega talað mömmu til. Það var nú engin svínalykt af kálfi og Gunna og Svavar ætluðu að sjá mér fyr- ir nægilegu heyi fyrir hann. Beiðni mín mætti ótrúlegu skiln- ingsleysi og vonir mínar um að verða sterkasta stelpa í heimi urðu að engu. Gunna skildi ekk- ert í fólkinu mínu og ég fékk mikla samúð frá henni. Gunna áorkaði miklu um æv- ina, hún dró aldrei af sér við bú- skapinn og kom upp sex börnum sem hún gat verið stolt af. Það var yndislegt að fá að vera í Lyngholti þessi sumur og alltaf gott að koma þangað síðan. Vésteinn bróðir minn var einnig í nokkur sumur í góðu yfirlæti hjá Gunnu og Svavari. Takk fyrir okkur. Gunnhildur Olga Jónsdóttir. Guðrún Antonsdóttir HINSTA KVEÐJA Farin ert þú, fagra sál, til frelsis heima. Í félagsskap og fyndni þinni fann ég öryggi í sinni. Bara, hvernig bauðstu mér að borði þínu, beindi ljósi á betri heima. Blessunin – þér ei mun gleyma. Steinunn P. Hafstað. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Guðmundur Baldvinsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.