Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 68
68
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
KOLAPORTIÐ
kolaportid.is
Einstök stemning í 27 ár
Kompu-
dagar
Opið laugardaga og sunnu
daga
frá kl. 11-17
um helgina
ungamaski Bláa Lónsins frábær
kostur. Maskinn byggist á þörungum
Bláa Lónsins, en rannsóknir sýna að
þeir auka nýmyndun kollagens í húð-
inni og veita henni fallegt yfirbragð,“
bætir Magnea við.
Vellíðan í jarðsjó Bláa Lónsins
Spa meðferðir og nudd í Bláa Lón-
inu eru að sögn Magneu einstök upp-
lifun enda ekki hvar sem er hægt að
fá nudd meðan líkaminn flýtur, nán-
ast eins og í þyngdarleysi.
„Meðferðirnar fara fram utandyra
í lóninu sjálfu,“ útskýrir Magnea.
„Slökunarnudd er í boði auk sér-
hæfðra endurnærandi líkams-
meðferða sem byggjast á húðvörum
Bláa Lónsins. Þar bjóðum við upp á
heilnudd, skrúbb til að endurnýja
húðina og vafning til að næra hana.
Endurnærandi líkamsmeðferð af
þessu tagi tekur um tvær klukku-
stundir. Meðferðin er bókstaflega
dekur fyrir allan líkamann, sem veitir
orku og næringu.“
Magnea bætir því við að fyrir þá
sem vilja taka með sér svolítið af lón-
inu heim þá sé hægt að koma við í
versluninni á leiðinni út og grípa með
sér einhverja af hinum fjölmörgu
Blue Lagoon húðvörum sem þar eru
seldar og byggjast á virkum efnum
jarðsjávarins, kísil og þörungum.
Stoppað í mat – og gistingu
En dekur í Bláa Lóninu er ekki
skilgreint eingöngu sem slökun í lón-
inu, nudd eða húðmeðferðir.
„Heimsókn á Lava, veitingastað
Bláa Lónsins, er sannkallað dekur
fyrir bragðlaukana,“ segir Magnea.
„Áhersla er á ferskt íslenskt hráefni
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
„Í okkar huga er Bláa Lónið birting-
armynd dekurs og vellíðunar,“ segir
Magnea Guðmundsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Bláa Lónsins. „Heimsókn
í Bláa Lónið er til-
valin til að njóta
augnabliksins og
gleyma um leið
amstri dagsins í
þægilegu og fal-
legu umhverfi.
Upplifunin er ein-
stök hvort sem
um er að ræða
heimsókn að
sumri eða að
vetri.“
Breitt val um sérsniðna pakka
Bláa Lónið er heimur af dekri, eins
og Magnea orðar það, þar sem hver
og einn gestur getur sett saman sína
heimsókn algerlega eftir eigin höfði
með því að velja þann pakka sem
hentar best.
„Gestir okkar hafa val um sér-
sniðna pakka sem innifela mismikla
þjónustu, allt frá grunnaðgangi í Lón-
ið sjálft til Betri stofunnar þar sem
gestir hafa aðgang að rúmgóðum
einkaklefum og notalegri arinstofu,“
útskýrir Magnea. „En Lónið sjálft er
þó alltaf eftir sem áður hápunktur
heimsóknarinnar.“
Það eru orð að sönnu enda er jarð-
sjórinn í Bláa Lóninu löngu þekktur
fyrir lækningamátt og góð áhrif á
húðina. Þar er óhætt að segja að kísill
Bláa Lónsins sé í lykilhlutverki, rann-
sóknir sýna að hann hreinsar ysta lag
húðarinnar og dregur fram ljóma
hennar, eins og Magnea bendir á.
„Gestir fá kísilinn afhentan á Skin
Care Bar sem staðsettur er í lóninu
sjálfu og er það liður í persónulegri
og góðri þjónustu sem við leggjum
metnað okkar í. Fyrir þá sem vilja
dekra enn meira við húðina er þör-
og fiskur nýtur mikilla vinsælda á
matseðlinum. Við leggjum höf-
uðáherslu á ferskt hráefni og fáum
daglega ferskan fisk frá Grindavík.“
Fyrir þá sem vilja létta rétti og
hafa hugsanlega lítinn tíma bendir
Magnea á að tilvalið sé að koma við í
Blue Cafe Bláa Lónsins. „Þar má
finna úrval léttra rétta á borð við
sushi, lax, samlokur og boost. Þess
má líka geta að allur matur í Blue
Cafe er gerður í eldhúsi Bláa Lóns-
ins. Þannig tryggjum við ferskleika
og fyrsta flokks matreiðslu.“
Ef gestir Bláa Lónsins geta
ómögulega slitið sig frá svæðinu og
vilja hlaða batteríin yfir nótt er
skammt að leita gistingar. „Silica
Hótel Bláa Lónsins er einstakur kost-
ur fyrir þá sem vilja dvelja í umhverfi
Bláa Lónsins en hótelið er í fimm
mínútna göngufæri frá lóninu sjálfu,“
útskýrir Magnea. „Þar eru 35 fallega
hönnuð herbergi og gestir hótelsins
hafa aðgang að einkalóni við hótelið
þar sem hægt er að láta líða úr sér í
rólegheitum.“
Að endingu bendir Magnea á að þó
lónið sjálft, heilnæmir eiginleikar
jarðsjávarins og hin einstaka nátt-
úrulega upplifun sem staðurinn bjóði
upp á séu í grunninn ávallt hin sömu,
þá sé stöðugt leitast við að auka og
bæta upplifun gestanna.
„Sem dæmi um þetta nefni ég til
dæmis að í upphafi þessa árs var Bláa
Lónið endurhannað og stækkað úr
rúmlega 5000 fermetrum í tæplega
9000 fermetra. Markmið breyting-
anna var að auka enn frekar á upp-
lifun gesta Bláa Lónsins. Upplifun
gesta okkar er það sem skiptir mestu
máli.“
Heimur af dekri, að sumri sem vetri
Sífellt fleiri val-
kostir um vellíðan
eru í boði hjá Bláa
Lóninu Nudd og
slökunarmeðferðir,
hótelgisting og veit-
ingastaður auk lóns-
ins sjálfs.
Lónið „Í okkar huga er Bláa Lónið birtingarmynd dekurs og vellíðunar. „Upplifunin er einstök hvort sem um er að ræða heimsókn að sumri eða að vetri.“
Kyrrð Það jafnast fátt á við það að vakna endurnærður á Silica hóteli.
Slökun Slökunarnudd á fljótandi dýnu í Bláa Lóninu er einstakt dekur.
Magnea
Guðmundsdóttir
Náttúran Silica hótel við Bláa Lónið er í hrauninu, steinsnar frá lóninu
sjálfu. Þar á milli er um fimm mínútna gangur með hraunið allt í kring.
VELLÍÐAN í vetur