Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 45
City-liðsins og segir sjálfur að hann hafi nú þegar lært mikið undir stjórn Spánverjans. „Ég vil alltaf verða betri á sama tíma og ég safna fleiri leikjum á fer- ilskrána. Að mínu mati vinn ég með besta þjálfara í heimi og vonandi held ég áfram að tileinka mér hug- myndir hans hratt og örugglega.“ Sá leikmaður sem hefur blómstr- að hvað mest undir stjórn Guardiola er Raheem Sterling. Fólk efaðist um framtíð kappans eftir von- brigðatímabil í fyrra sem endaði með neyðarlegu tapi gegn Íslandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins. Fjölmargir stuðningsmenn liðsins vildu ekki sjá kantmanninn aftur í ljósblárri treyjunni en Guardiola var viss í sinni sök. Hann hafði sam- band við Sterling og kvaðst afar spenntur að vinna með honum. Gu- ardiola bað hann um að leggja sig allan fram og þá gæti hann sýnt Sterling hversu góður hann getur orðið. Sterling tók hann á orðinu og er betri en nokkru sinni fyrr. Hann var valinn besti leikmaður ágúst- mánaðar í ensku úrvalsdeildinni og leiðin virðist aðeins liggja upp á við hjá eldfljóta kantmanninum. Nágrannarnir leiknir grátt Í fjórðu umferð ensku úrvals- deildarinnar heimsótti Manchester City nágranna sína í United á Old Trafford. Athyglin í aðdraganda leiksins beindist hvað mest að þjálf- urum liðanna en þetta var í fyrsta skipti sem Guardiola og José Mour- inho, knattspyrnustjóri Manchester united, mættust á enskri grundu. Áður höfðu þeir att kappi í skemmtilegum rimmum í Meistara- deildinni og á Spáni. Fyrir leik höfðu þeir mætt hvor öðrum fimm- tán sinnum, sjö leikir höfðu endað með sigri Guardiola og Mourinho hafði aðeins unnið þrisvar. Það má með sanni segja að læri- sveinar Pep Guardiola hafi kaffært heimamenn í fyrri hálfleik. Þeir yf- irspiluðu þá rauðklæddu og komust tveimur mörkum yfir gegn engu. En undir lok fyrri hálfleiks mistókst Claudio Bravo að grípa langa fyrir- gjöf og Zlatan Ibrahimovic þakkaði pent fyrir sig og klippti boltann í netið. City hélt eins marks forskoti sínu í síðari hálfleiknum og enn á ný vann Guardiola þann sérstaka. Það sem stóð upp úr eftir leik var án nokkurs vafa góð spilamennska City í fyrri hálfleik. Þeir léku á als oddi, pressuðu andstæðinga sína af miklum krafti og þvinguðu þá í mis- tök ef þeir unnu ekki boltann. Þá héldu þeir boltanum óaðfinnanlega innan liðsins og fundu alltaf næsta samherja í fætur. Það var líkt og hver hreyfing væri skipulögð og all- ir leikmenn liðsins voru með hlut- verk sitt upp á tíu. Eins og fram- úrskarandi sinfóníuhljómsveit sem hafði spilað saman alla tíð. Notar hálfsvæðin til að opna mótherjann Góð spilamennska þeirra í upp- hafi leiktíðar er þó ekki hrein til- viljun. Heilmikil vinna fer fram á æfingasvæðinu á hverjum degi til þess að innleiða hugmyndafræðina en sú stefna sem Guardiola aðhyllist er svokallaður stöðuleikur (e. Posi- tional Play). Thierry Henry, spark- spekingur Sky Sports og fyrrum lærisveinn Guardiola, lýsti því að í huga Guardiola væri ekki aðeins mikilvægt að halda boltanum innan liðsins heldur einnig að staðsetja sig rétt á vellinum. „Haltu þinni stöðu og bíddu eftir að boltinn komi til þín,“ útskýrði Henry. Til þess að rétta leikmönnum sín- um hjálparhönd skiptir Guardiola æfingavellinum í fimm jafn stór svæði með lóðréttum línum. Hann segir að allt sem gerist innan þess- ara fimm svæða skipti höfuðmáli í sóknaruppbyggingu. Vinstri væng- ur, vinstra hálfsvæði, miðja, hægra hálfsvæði og hægri vængur. Hálf- svæðin eru því staðsett á milli vængsins og miðjunnar. Hálfsvæðið á uppruna sinn að rekja til Þýska- lands (þ. Halbraum) en landsliðið þar leggur ríkulega áherslu á að nota hálfsvæðin tvö í sóknarupp- byggingu. En af hverju í ósköp- unum? Í hálfsvæði er leikmaður yfirleitt með meiri tíma en á miðjunni til þess að athafna sig með boltann. Leikmaður með boltann á tánum í hálfsvæði getur gefið til allra átta, út á væng, inn á miðju eða þvert yf- ir völlinn. Á vængnum eru takmark- aðri sendingarmöguleikar og þá er leikmaðurinn fjær marki mótherj- ans. Með því að leika á samherja í hálfsvæði á vallarhelmingi andstæð- inganna ruglar það þá iðulega í rím- inu. Hver á að fara úr sinni stöðu til þess að verjast boltamanninum? Á milli línanna Hálfsvæði er mest skapandi og hættulegasta svæði vallarins. Þaðan koma oftar en ekki lykil- eða stoð- sendingarnar. Í því samhengi er hægt að benda á David Silva og Kevin De Bruyne sem leika í sitt hvoru hálfsvæðinu undir stjórn Guardiola. Þeir eru snillingar í því að fá boltann á milli línanna og finna sér svæði til þess að athafna sig með boltann. Þaðan snúa þeir sér í átt að marki og reyna að skapa hættur upp við mark andstæðinga sinna. Leikfræðin skiptir höfuðmáli hjá einum færasta knattspyrnustjóra heims sem hefur nú þegar sett fingraför sín á ensku úrvalsdeildina. Hann er óhræddur að breyta göml- um gildum fótboltans og að þróa leik liðs síns. Sumir taka því sem ögrun en Guardiola lætur ekki segj- ast. Hann mun gera hvað sem er til þess að næsta sending rati á sam- herja. AFP Ástríðufullur Pep Guardiola lifir sig inn í leikinn á hliðarlínunni. FRÉTTIR 45Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Styrkur, þol, jafnvægi og samhæfing 6 vikna námskeið fyrir 60 ára og eldri hefstmánudaginn 31. október. Skemmtilegir tímar sniðnir fyrir fullorðið fólk. Áhersla á persónulega aðstoð, styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði. Verð: 39.900 kr. Innifalið:Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum. Tímar kl. 13.00 alla dagana Mánudaga,miðvikudaga og föstudaga: Hóptími Þriðjudaga og fimmtudaga: Prógrammhjá þjálfara í sal - frjálsmæting 9. nóvember verður fyrirlestur umnæringu fyrir fólk 60 ára og eldri. Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090. 60PLÚS Þjálfarar: Patrick Chiarolanzio, Agnes Þóra Árnadóttir og Guðbjartur Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.