Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 97
MENNING 97
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
Sumir nota frægðina til góðs eins og þær stjörnur sem
voru viðstaddar galakvöld á vegum amfAR Inspiration
í Milk Studios í Hollywood á fimmtudagskvöld.
Samtökin amfAR styðja rannsóknir á alnæmi og
voru tveir heiðraðir þetta kvöld, Jeffrey Katzenberg
og Charlize Theron, fyrir framlag sitt í baráttunni
gegn alnæmi.
Inspiration-galakvöld hafa verið haldin víðsvegar
um heiminn, m.a. í New York, París, Los Angeles, Rio
de Janeiro og Miami og hafa safnast í kringum þrír
milljarðar króna frá árinu 2010.
Glitrandi Fyrirsætan
Angela Lindvall legg-
ur sitt af mörkum.
Heiðruð Charlize Theron rekur
hjálparsamtök í Afríku.
Partýpía Paris Hilton mætti og
studdi gott málefni.
Bond Stephanie Sigman lék í James
Bond-myndinni Spectre.
Par Söngkonan Courtney Love og leikstjórinn
Nicholas Jarecki hafa verið saman í um ár.
Ólétt Frasier-leikarinn Kelsey Grammer mætti
með óléttri eiginkonu sinni, Kayte Walsh.
Stjörnur
styrkja gott
málefni
Í dag klukkan 14 mun Kammerkór
Suðurlands heimsfrumflytja nýtt
verk samið sérstaklega fyrir kórinn
eftir Jobina Tinnemans frá Hol-
landi, Reflections over Verisimili-
tude, sem hún hefur unnið í sam-
starfi við kvikmyndagerðarmanninn
Jacob Tekiela frá Danmörku. Tón-
leikarnir munu fara fram í Salnum í
Kópavogi sem hluti af Cycle Music
and Art Festival sem fer fram um
helgina. Kórinn mun einnig frum-
flytja verkið Niður eftir Hallvarð
Ásgeirsson og Sögu Sigurðardóttur.
Tónleikarnir eru hluti af Evrópska
verkefninu Moving Classics – Euro-
pean Network for New Music og
stjórnandi kórsins er Hilmar Örn
Agnarsson.
Tónleikar Kammer-
kórs Suðurlands
Tvennir hátíðartónleikar verða nú
um helgina í Hallgrímskirkju tilefni
af 30 ára vígsluafmæli hennar. Hinir
fyrri verða í kvöld, laugardag, kl. 19
en hinir síðari á morgun, sunnudag,
kl. 17. Þar koma fram einsöngvar-
arnir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir,
Auður Guðjohnsen, Oddur A. Jóns-
son, Thelma Hrönn Sigurþórsdóttir
og Guðmundur Vignir Karlsson.
Stjórnandi Hörður Áskelsson. Flutt
verða hátíðarverk eftir J.S. Bach og
Charpentier.
Á sunnudag k.l 10, verður hátíðar-
dagskrá í Hallgrímskirkju undir yf-
irskriftinni Trú, siður og þjóð. Þar
flytur forseti Íslands, dr. Guðni Th.
Jóhannesson, flytur ávarp. Barna-
og unglingakór Hallgrímskirkju
syngur undir stjórn Ásu Valgerðar
Sigurðardóttir og Bára Grímsdóttir
syngur við undirleik Chris Foster.
Kl 11 á sunnudag verður hátíðar-
og útvarpsmessa messa í kirkjunni
Þar koma fram Mótettukór Hall-
grímskirkju og Alþjóðlega barokk-
sveitin. Þá munu prestar kirkjunnar
nú og fyrr þjóna, þeir Bjarni Þór
Bjarnason, Birgir Ásgeirsson, Jón
Dalbú Hróbjartsson, Irma Sjöfn
Óskarsdóttir, Sigurður Pálsson og
Sigurður Árni Þórðarson. Karl Sig-
urbjörnsson, fyrrv. biskup Íslands,
prédikar.
Morgunblaðið/Golli
Hallgrímskirkja Tákmynd höfuðborgar og margt á döfinni næstu daga.
Hátíðardagskrá í
Hallgrímskirkju
AFP
Skínandi Heidi
Klum tók þátt í
skipulagningu
viðburðarins.
þriðjudaginn 1. nóvember
kl. 18:00 til 21:00 í Skútuvogi
Svansí kynnir
Sigga Kling
Helgi Björns
Konukvöld
•SKEMMTIATRIÐI
• VÖRUKYNNINGAR
• FRÁBÆRTILBOÐ
• JÓLASTEMMNING