Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 78
78 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 ✝ Jóna KristínÁgústsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 9. ágúst 1957. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hringbraut 18. október 2016. Foreldrar henn- ar eru Nanna Guð- jónsdóttir, f. 27. september 1928, og Ágúst Ólafsson, f. 1. ágúst 1927, d. 29. júlí 2003. Jóna var önnur í röðinni af sex systkinum, en þau eru: 1) Jóhann Grétar Ágústsson, f. 7. júní 1955. 2) Ágústa Salbjörg Ágústsdóttir, f. 24. febrúar 1959. 3) Jenný Ágústsdóttir, f. 2. janúar 1961. 4) Ólafur Gísli Ágústsson, f. 15. ágúst 1965. 5) Jón Eysteinn Ágústsson f. Jóna lauk gagnfræðaprófi við Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja. Hún hóf ung störf við Fiskiðjuna í Vestmanna- eyjum. Síðar starfaði hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja, Ísfélagi Vestmannaeyja, Ís- lenskum matvælum, ÍBV íþróttafélagi og lauk starfs- ferli sínum við heimilishjálp hjá Vestmannaeyjabæ. Jóna var öflug þegar kom að sjálfboðavinnu, hvort sem það var við íþróttahreyf- inguna hjá Tý eða ÍBV, Rauða krossinn eða krabba- meinsfélagið. Hún var einnig meðlimur í Sinawik-klúbbi Vestmannaeyja. Jóna var mik- il félagsvera og leið best í margmenni. Hún var dugnað- arforkur og baráttukona og fengu sjálfboðaliðastörfin vel að njóta krafta hennar. Þrátt fyrir erfið veikindi gafst hún aldrei upp og barðist til loka- dags. Útför Jónu verður gerð frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum í dag, 29. október 2016, og hefst athöfnin klukk- an 14. 19. október 1970. Hinn 30. maí 1987 gifttist Jóna lífsförunaut sín- um, Magnúsi Birgi Guðjónssyni, f. 13. júlí 1949. Magnús Birgir er sonur hjónanna Guðjóns Magnússonar, f. 4. apríl 1921, d. 4. janúar 2001, og Önnu Sigríðar Grímsdóttur, f. 14. júlí 1928. Jóna og Magnús Birgir eign- uðust þrjú börn en þau eru: 1. Guðjón Magnússon, f. 20. sept- ember 1983. 2. Anna Kristín Magnúsdóttir, f. 6. mars 1987, unnusti Toke Ploug Henrik- sen, f. 21. mars 1987. 3. Ólafur Vignir Magnússon, f. 12. febr- úar 1993, unnusta Halla Krist- ín Kristinsdóttir, f. 14. apríl 1997. Kallið er komið, komin er nú stundin ómar í huga okkar er við kveðjum móður okkar eftir hetjulega baráttu hennar við ill- vígan sjúkdóm. Ekki óraði okkur fyrir því að þú værir að leggja upp í þína hinstu ferð þegar þú sóttir Reykjavík heim í byrjun október. Mamma lét okkur ávallt líða eins og það væri ekkert sem hún gæti ekki gert. Hún horfðist í augu við lífið af hreinskilni og virðingu, var ekkert að tvínóna við hlutina því hálfkák var eitt- hvað sem hún gat engan veginn unað. Hún var ætíð boðin og búin að leggja hönd á plóg og reyndi eftir bestu getu að gera öllum til hæfis, var ekkert að spyrja um stétt eða stöðu. Mömmu leið hvergi betur en með prjónana í hendi, afkasta- getan var á við meðalstóra verk- smiðju. Íbúar Vestmannaeyja nutu líka góðs af þessu áhuga- máli því um leið og út spurðist að einhver ætti von á sér þá var mamma byrjuð að prjóna húfu, vettlinga og sokka fyrir verðandi foreldra. Það var fátt sem kom mömmu úr jafnvægi og oft reyndi nú á þolrifin þegar við systkinin tók- um okkur til og gerðum einhvern óskunda af okkur sem varla telst prenthæfur og skipti þá engu hvort um væri að ræða fall í hænsnaskítshaug suður á eyju við kanínuveiðar, þegar Áshamar 6 varð hér um bil alelda vegna tilrauna við reyksprengjugerð á eldavélinni eða skömmustuleg heimkoma í fylgd lögreglu vegna „láns“ á kappróðrarbáti sem endaði í sjávarháska. Það tók hana ekki langan tíma að fyr- irgefa þess háttar gjörðir. Karakter mömmu kom ber- sýnilega í ljós þegar hún fékk þær fréttir að hún hefði verið greind með krabbamein á loka- stigi. Hún lagðist ekki í kör við þessar fregnir, hér var á ferðinni ákveðið verkefni sem hún ætlaði sér að sigrast á og það með glæsibrag. Með jákvæðnina og einstakan baráttuvilja að vopni (já og dass af þrjósku sem hún var nú þekkt fyrir) vaknaði hún á hverjum morgni staðráðin í að gera daginn í dag betri en gær- daginn, bæði fyrir sig en samt aðallega alla aðra. Aldrei urðum við þess vör að hún kveinkaði sér, ekki einu sinni, sama hversu slæmir dagarnir voru og alltaf var svarið það sama „ég hef það bara ágætt“ ef hún var spurð hvernig henni liði. Í raun má segja að hún hafir sigrast á sjúk- dómnum með því að takast það að láta hann aldrei stjórna lífi sínu. Elsku mamma, tómarúmið sem nú hefur myndast í lífi okkar eftir að þú kvaddir er stórt, sagt er að tíminn lækni öll sár og í þeirri von munum við halda áfram göngu okkar í þessu lífi. Eitt er víst, þetta sár verður lengi að gróa en til allrar ham- ingju eru hugur okkar og hjarta stútfull af yndislegum minning- um sem aldrei munu gleymast og verða okkur ætíð ofarlega í huga og munum við seint þreytast á að deila þessum minningum með öllu því fólki sem þekkti þig og dáði. Okkur hefur verið tjáð að handbragð þitt endurspeglist í okkur, við vonum svo innilega að það séu orð að sönnu því ef svo er þá vitum við fyrir víst að lífið muni koma til með að leika við okkur með einum eða öðrum hætti. Ef við getum gefið helm- inginn af því sem þú gafst af þér í þessu lífi, af okkur, þá getum við litið sátt yfir farinn veg þegar okkar tími kemur. Það eru engin orð til yfir það hversu mikið við elskum þig og við munum seint geta þakkað fyrir það að fullu að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að hafa þig í lífi okkar. Því mamma skildi flest. Já, mamma hún var best. Hún bætti öllu úr, svo undarlega fljótt. Guðjón, Anna Kristín og Ólafur Vignir. Erfiðu stríði er lokið og við þökkum Guði fyrir að hún fékk hvíldina úr því sem komið var. Hún ætlaði ekki að gefast upp en eins og svo oft áður fékk hún engu ráðið. Hún Jóna Kriss, eins og ég kallaði hana alltaf, var bara fjög- urra ára þegar við Gaui föður- bróðir hennar fluttum á rishæð- ina á Austurvegi 22 árið 1961. Hún var yndisleg lítil bjarthærð stúlka nr. tvö af fjórum systk- inum, þegar þetta var, en seinna bættust við tveir drengir svo það var alltaf fjör og nóg að gera á neðri hæðinni. Við vorum barnlaus fyrstu tvö árin og var Jóna mín dugleg að skjótast upp til okkar í rólegheit- in. 1963 og 1964 eignuðumst við svo drengina okkar tvo og ein- hvern veginn þótti henni meira gaman að passa þá en systkini sín! Svo áttum við svo fínan barnavagn sem Siggi Vídó keypti í Englandi og fór hún því oft með mér út að ganga. Jóna átti góða æsku, varð falleg ung stúlka, ljúf og góð, fékk meðal annars verð- laun í skólanum fyrir fallega og góða framkomu. Hún fór snemma að vinna, eins og unglingar gerðu í þá daga, var dugleg til vinnu, heið- arleg og vinsæl. Þegar sá tími kom giftist hún Bigga sínum og eignaðist þrjú mannvænleg börn sem hún elskaði og var stolt af og vildi allt fyrir þau gera. Hún var ótrúlega hjálpfús og drífandi og voru þær óteljandi skírnar- og fermingarveislurnar sem hún hélt fyrir systkini sín og ófáar eru afmælisveislurnar sem hún hefur hjálpað mér við. Núna síðustu ár, áður en hún veiktist hjálpaði hún mér í hverri viku við þrif og tiltekt á heim- ilinu. Við áttum yndislegar stundir saman þegar við fengum okkur kaffisopa og stundum sérrílögg eftir tiltektirnar. Rifj- uðum upp gömlu góðu dagana og jafnvel hjálpaði hún mér við prjónaskap. Hún var mikil handavinnukona. Elsku hjartans Jóna Kriss, við munum sakna þín mikið og send- um Bigga, börnunum, mömmu þinni og systkinunum, tengda- fólki, vinum og vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hólmfríður og Guðjón. Elsku Jóna. Það er með miklum trega sem ég skrifa þessi minningarorð um þig. Ég er samt sem áður mjög þakklát fyrir að hafa kynnst þér og þekkt þig í öll þessi ár. Ykkar heimili var í raun mitt annað heimili þegar ég var barn, þar sem ég og Anna Kristín lék- um okkur svo mikið saman. Og þið Biggi hafið alltaf tekið vel á móti mér með ykkar góðu nær- veru. Þú varst mjög hress og já- kvæð að eðlisfari og það var allt- af gott að spjalla við þig. Þrátt fyrir að ég hafi ekki hitt ykkur hjónin oft síðasta áratug- inn eða svo, eða síðan ég flutti frá Vestmannaeyjum, hef ég ávallt hugsað hlýlega til ykkar og hef alltaf verið meðvituð um það að væri gagnkvæmt. Ég mun alltaf varðveita minn- ingarnar um allar góðu stund- irnar með þér, á Áshamrinum og víðar. Ég minnist þín sem góðhjart- aðrar og duglegrar konu með góðan húmor, og mun aldrei gleyma þér. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku Biggi, Anna Kristín, Guðjón og Ólafur Vignir og aðrir aðstandendur: Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Kristín Stefánsdóttir. Kæra vinkona. Að eiga þig sem vinkonu var mér mjög kært. Þú varst sú sem alltaf var hægt að leita til og traustsins verð, kletturinn á bak við sterka dug- lega trúfasta vinkonu sem ég kynntist 1972 í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum þar sem við 14 ára gamlar vorum að vinna í humri sumarlangt. Þú komst til mín og kenndir mér tökin á humrinum, þá var nú oft gantast og hlegið. Síðan hittumst við aft- ur 1976, þá í Vinnslustöð Vest- mannaeyja, síðan lá leið okkar saman í Ísfélag Vestmannaeyja og síðasti vinnustaðurinn okkar saman var Íslensk matvæli í Vestmannaeyjum. Við hlógum oft að því að við gætum ekki unn- ið nema á sama stað og lýsir það vináttu okkar svo vel. Einnig vorum við samherjar í Kvenna- deild Týs og síðan ÍBV. Þú varst svo mikil kjarnakona, elsku Jóna mín, svo vel gerð af Guðs náð og vönduð til verka. Allar prjónuðu peysurnar þínar sögðu til um handverk þitt. Heimilið þitt og Bigga svo hlýlegt og vinalegt og stóð öllum alltaf opið. Ekki má gleyma yndislegu stundunum sem við áttum saman í desember í þó nokkuð mörg ár. Þá gerðum við alltaf sörur saman og þegar ég kom varst þú alltaf búin að baka allar kökurnar og ekkert eftir nema setja krem og súkkulaði. Nú kveð ég, kæra vina, með þakklæti og góðar minningar um yndislega vinkonu. Elsku Biggi, Anna Kristín, Guðjón og Ólafur Vignir, megi góður Guð styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum. Kveðja, Ragnheiður Víglundsdóttir. Elsku Jóna mín, þú spilaðir vel úr þeim spilum sem þú fékkst á hendi, varst dugnaðarforkur, gekkst allra þinna ferða og áttir þér enga óvini. Heimili þitt stóð öllum opið hvort sem það var fyr- ir fjölskyldu eða vini. Fengu vin- ir barna þinna, heilu hóparnir, að njóta góðs af , líka í veikindun- um, þú hafðir alltaf tíma og gleði fyrir þau. Jóna mín, þú fékkst ekki tromp á hendi í veikindum þínum, greindist með krabba- mein á 4. stigi fyrir rúmu ári sem tók þig svo að lokum þann 18. október, eftir hetjulega baráttu. Áður hafðir þú gengið til sér- fræðinga í nálastungu og raf- meðferð vegna lömunar hægra megin í andliti sem þú uppskarst eftir eyrnaaðgerð. „Þetta er bara svona,“ var alltaf þitt svar. Æðruleysið og jákvæðnin var engu lík í veikindum þínum, elsku Jóna mín. Heimsókn mín fyrir síðustu Reykjavíkurferð þína á leið í geisla sem þú og fjöl- skyldan bunduð miklar vonir við er mér ógleymanleg. Hvað segir þú, Jóna mín? Veistu, Kristný, ég þarf ekki að kvarta. Nei, örugglega ekki, liggjandi í sófa, að reyna að horfa á sjón- varpið með lepp fyrir öðru auga, Jóna Kristín Ágústsdóttir Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR VILHELM GARÐARSSON vélstjóri, Árnastíg 8, Grindavík, er lést laugardaginn 22. október, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 2. nóvember klukkan 14. . Villhjálmur Sigurðsson Helena R. Jónsdóttir Jens Sigurðsson Garðar Hallur Sigurðsson Þóra Kristín Sigvaldadóttir J. Harpa Sigurðardóttir Kristján Steingrímsson Hjalti Páll Sigurðsson Unnur Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín, mágkona og móðursystir, LILJA SIGURÐARDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, lést á Landspítalanum 24. október. Jarðarförin auglýst síðar. . Guðrún Sigurðardóttir, Valur Steinn Þorvaldsson, Sigríður Þóra Valsdóttir, Sigurður Már Valsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, ÞORKELL ELÍAS KRISTINSSON, Flétturima 28, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans hinn 25. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Svava Ólafsdóttir, Guðrún Þorkelsdóttir, Jóhann Þorkelsson, Rannveig Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. HÖRÐUR GUÐMANNSSON frá Skálabrekku í Þingvallasveit er látinn. Útförin fer fram í kyrrþey. . Guðrún Þóra Guðmannsdóttir, Óskar Arnar Hilmarsson, Guðmann Reynir Hilmarsson og fjölskyldur. Elskulegur föðurbróðir minn, NÍELS ÁRNASON frá Hafnarfirði, Grandavegi 47, Reykjavík, andaðist 24. október. Útförin mun fara fram í kyrrþey að hans ósk. . Helga Kristinsdóttir og aðrir aðstandendur. Yndisleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÚN GYÐA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Lambhaga 26, Selfossi, lést miðvikudaginn 26. október. . Ólafur Th. Ólafsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.