Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 100

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 100
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 303. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Tveir formenn án þingsætis 2. Bræður urðu feður sama dag 3. Brenndi bílstjórann lifandi 4. „Ekki hægt annað en að velta“  Myndlistarsýningin Augans börn í Ásmundarsafni við Sigtún verður opnuð í dag klukkan 14. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykja- víkur og Listasafns Háskóla Íslands en valin verða verk eftir listamennina Ásmund Sveinsson og Þorvald Skúla- son. Valin verk Ásmundar og Þorvaldar sýnd  Hymnodia frá Akureyri heldur útgáfutónleika í Hlöðunni á Korp- úlfsstöðum í dag kl. 15, en kórinn fagnar nýrri plötu sem tekin var upp í hörkufrosti í gömlu síldarverksmiðj- unni á Hjalteyri. Með kórnum koma fram finnsk-samíska jojk-söngkonan Ulla Pirttijärvi, norski þjóðlaga- slagverksleikarinn Harald Skullerud og saxófónleikarinn góðkunni Sig- urður Flosason. Hymnodia syngur á Korpúlfsstöðum  KK Bandið spilar á Café Rosenberg í kvöld en það hefur starfað saman síðan 1992 með sömu áhöfn, þeim Þorleifi Guðjónssyni bassaleikara, Kormáki Geirharðssyni trommuleikara og KK, gítarleikara og söngvara. Tónleik- arnir byrja klukkan 22 og má búast við því að tekin verði bæði gömul og ný lög en flestir þekkja ein- hvern texta KK Bandsins. KK Bandið spilar á Café Rosenberg FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG 15-23 sunnan- og vestantil, slydda og síðar talsverð rigning. Hlýn- andi veður. Austan 8-15 norðan- og austanlands eftir hádegi og rigning. Á sunnudag Sunnan- og suðvestanátt, 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en léttir til um landið norðaustan- og austanvert. Hvassast við suðurströndina. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig. Á mánudag Ákveðin norðvestanátt og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og léttir til sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 7 stig. „Ég er mjög ánægður með að fá þennan möguleika og fá starf aftur svona fljótt,“ sagði Rúnar Kristins- son þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær eftir að hann var ráðinn þjálfari belgíska knattspyrnuliðsins Lokeren. Rúnar lék með belgíska lið- inu um árabil. Aðeins eru nokkrar vik- ur síðan Rúnari var sagt upp hjá Lille- ström í Noregi. »1 Rúnar ánægður að fá fljótt annað starf Íslenska landsliðið í hand- knattleik karla hefur ekki um langt skeið verið í jafn snúnum riðli í undankeppni EM og að þessu sinni. Segja má að öll liðin fjögur í riðl- inum eigi sína möguleika á að hafna í öðru af sætunum tveimur, segir í fréttaskýr- ingu um undankeppnina sem hefst á miðvikudags- kvöldið með viðureign Ís- lands og Tékklands. »2 Snúin keppni framundan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er ein þriggja systra í kvennaliði Skalla- gríms í körfuknattleik og foreldrar þeirra eru í stjórn körfuknattleiks- deildar félagsins. Borgnesingar eru nýliðar í úrvalsdeildinni og hafa farið mjög vel af stað. „Það er að sjálf- sögðu gamall draumur að rætast og gaman að koma heim og spila fyrir fullu húsi. Það er allur bærinn með í þessu einhvern veginn,“ segir Sigrún um áhuga Borg- nesinga fyrir liði sínu. »4 Allur bærinn einhvern veginn með í þessu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Karlakórinn Fóstbræður heldur upp á aldarafmæli kórsins í ár og hefur tímamótanna verið minnst með ýmsum hætti en framundan eru hátíðartónleikar í Eldborgarsal Hörpu 18. nóvember næstkomandi. „Við höfum gert ýmislegt á þessu afmælisári og hátíð- artónleikarnir eru hápunkturinn,“ segir Árni Harðarson, söngstjóri Fóstbræðra undanfarin 25 ár. Þegar Árni kom heim frá fram- haldsnámi í píanóleik og tón- smíðum 1983 tók hann við stjórn Háskólakórsins og varð síðan kór- stjóri Fóstbræðra 1991. Hann byrjaði að kenna við Tónlistarskóla Kópavogs 1983 og hefur verið skólastjóri þar síðan árið 2000. „Tónlistin hefur skipað stóran sess í lífinu og það hefur verið mín gæfa að geta starfað við tónlist,“ segir hann. Aftur Fjórtán Fóstbræður Boðið verður upp á viðamikla dagskrá á hátíðartónleikunum, þar sem meðal annars verða frumflutt verk sem skrifuð voru vegna tíma- mótanna, en þau eru eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og Viktor Orra Árnason, son stjórnandans og liðs- mann hljómsveitarinnar Hjaltalín. Annars endurspeglar efnisskráin fjölbreytileg viðfangsefni kórsins, frá klassískum stórverkum kórbók- menntanna til léttrar sveiflu úr heimi dægurlaganna. „Við endur- vekjum líka Fjórtán Fóstbræður, sem voru sjálfstæður hópur innan kórsins og mjög áberandi í óska- lagaþáttum útvarpsins á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar,“ segir Árni. Tónlistarskóli Kópavogs fagnaði 50 ára afmæli skólans fyrir þremur árum og er í dag einn af stærstu tónlistarskólum landsins. „Bæjar- félagið hefur stækkað hratt og í haust opnuðum við útibú í Vatns- endahverfi. Með því erum við að auka þjónustu okkar við unga bæj- arbúa, sem margir þurfa að ferðast um langan veg til að sækja námið,“ segir Árni, sem hóf tónlistarnám við skólann á sínum tíma. „Ég er að skila því sem ég fékk hér sem ungur maður í skólanum og nýt þess að vinna að framgangi skólans og tónlistarkennslu í Kópavogi.“ Sextugur í dag Árni er sextugur í dag og segir að afmælið falli svolítið í skuggann af tímamótum Fóstbræðra. „Ég blæs ekki til mikilla hátíðarhalda í kringum mitt afmæli en kórfélagar bregða út af vananum og mæta á kóræfingu í stofunni heima hjá mér. Um 100 núverandi og gamlir Fóstbræður taka lagið í tilefni dagsins enda verða þessir gömlu með á afmælistónleikunum. Við byrjum því daginn á hljóðprufu í stofunni.“ Hljóðprufa í stofu stjórnandans  Mikil tímamót hjá Fóstbræðrum og Árna Harðarsyni, stjórnanda kórsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Fóstbræður á æfingu í vikunni Karlakórinn er 100 ára, hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og afmælisárið hefur verið viðburðaríkt. Stjórnandinn Árni Harðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.