Morgunblaðið - 29.10.2016, Page 100

Morgunblaðið - 29.10.2016, Page 100
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 303. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Tveir formenn án þingsætis 2. Bræður urðu feður sama dag 3. Brenndi bílstjórann lifandi 4. „Ekki hægt annað en að velta“  Myndlistarsýningin Augans börn í Ásmundarsafni við Sigtún verður opnuð í dag klukkan 14. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykja- víkur og Listasafns Háskóla Íslands en valin verða verk eftir listamennina Ásmund Sveinsson og Þorvald Skúla- son. Valin verk Ásmundar og Þorvaldar sýnd  Hymnodia frá Akureyri heldur útgáfutónleika í Hlöðunni á Korp- úlfsstöðum í dag kl. 15, en kórinn fagnar nýrri plötu sem tekin var upp í hörkufrosti í gömlu síldarverksmiðj- unni á Hjalteyri. Með kórnum koma fram finnsk-samíska jojk-söngkonan Ulla Pirttijärvi, norski þjóðlaga- slagverksleikarinn Harald Skullerud og saxófónleikarinn góðkunni Sig- urður Flosason. Hymnodia syngur á Korpúlfsstöðum  KK Bandið spilar á Café Rosenberg í kvöld en það hefur starfað saman síðan 1992 með sömu áhöfn, þeim Þorleifi Guðjónssyni bassaleikara, Kormáki Geirharðssyni trommuleikara og KK, gítarleikara og söngvara. Tónleik- arnir byrja klukkan 22 og má búast við því að tekin verði bæði gömul og ný lög en flestir þekkja ein- hvern texta KK Bandsins. KK Bandið spilar á Café Rosenberg FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG 15-23 sunnan- og vestantil, slydda og síðar talsverð rigning. Hlýn- andi veður. Austan 8-15 norðan- og austanlands eftir hádegi og rigning. Á sunnudag Sunnan- og suðvestanátt, 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en léttir til um landið norðaustan- og austanvert. Hvassast við suðurströndina. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig. Á mánudag Ákveðin norðvestanátt og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og léttir til sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 7 stig. „Ég er mjög ánægður með að fá þennan möguleika og fá starf aftur svona fljótt,“ sagði Rúnar Kristins- son þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær eftir að hann var ráðinn þjálfari belgíska knattspyrnuliðsins Lokeren. Rúnar lék með belgíska lið- inu um árabil. Aðeins eru nokkrar vik- ur síðan Rúnari var sagt upp hjá Lille- ström í Noregi. »1 Rúnar ánægður að fá fljótt annað starf Íslenska landsliðið í hand- knattleik karla hefur ekki um langt skeið verið í jafn snúnum riðli í undankeppni EM og að þessu sinni. Segja má að öll liðin fjögur í riðl- inum eigi sína möguleika á að hafna í öðru af sætunum tveimur, segir í fréttaskýr- ingu um undankeppnina sem hefst á miðvikudags- kvöldið með viðureign Ís- lands og Tékklands. »2 Snúin keppni framundan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er ein þriggja systra í kvennaliði Skalla- gríms í körfuknattleik og foreldrar þeirra eru í stjórn körfuknattleiks- deildar félagsins. Borgnesingar eru nýliðar í úrvalsdeildinni og hafa farið mjög vel af stað. „Það er að sjálf- sögðu gamall draumur að rætast og gaman að koma heim og spila fyrir fullu húsi. Það er allur bærinn með í þessu einhvern veginn,“ segir Sigrún um áhuga Borg- nesinga fyrir liði sínu. »4 Allur bærinn einhvern veginn með í þessu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Karlakórinn Fóstbræður heldur upp á aldarafmæli kórsins í ár og hefur tímamótanna verið minnst með ýmsum hætti en framundan eru hátíðartónleikar í Eldborgarsal Hörpu 18. nóvember næstkomandi. „Við höfum gert ýmislegt á þessu afmælisári og hátíð- artónleikarnir eru hápunkturinn,“ segir Árni Harðarson, söngstjóri Fóstbræðra undanfarin 25 ár. Þegar Árni kom heim frá fram- haldsnámi í píanóleik og tón- smíðum 1983 tók hann við stjórn Háskólakórsins og varð síðan kór- stjóri Fóstbræðra 1991. Hann byrjaði að kenna við Tónlistarskóla Kópavogs 1983 og hefur verið skólastjóri þar síðan árið 2000. „Tónlistin hefur skipað stóran sess í lífinu og það hefur verið mín gæfa að geta starfað við tónlist,“ segir hann. Aftur Fjórtán Fóstbræður Boðið verður upp á viðamikla dagskrá á hátíðartónleikunum, þar sem meðal annars verða frumflutt verk sem skrifuð voru vegna tíma- mótanna, en þau eru eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og Viktor Orra Árnason, son stjórnandans og liðs- mann hljómsveitarinnar Hjaltalín. Annars endurspeglar efnisskráin fjölbreytileg viðfangsefni kórsins, frá klassískum stórverkum kórbók- menntanna til léttrar sveiflu úr heimi dægurlaganna. „Við endur- vekjum líka Fjórtán Fóstbræður, sem voru sjálfstæður hópur innan kórsins og mjög áberandi í óska- lagaþáttum útvarpsins á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar,“ segir Árni. Tónlistarskóli Kópavogs fagnaði 50 ára afmæli skólans fyrir þremur árum og er í dag einn af stærstu tónlistarskólum landsins. „Bæjar- félagið hefur stækkað hratt og í haust opnuðum við útibú í Vatns- endahverfi. Með því erum við að auka þjónustu okkar við unga bæj- arbúa, sem margir þurfa að ferðast um langan veg til að sækja námið,“ segir Árni, sem hóf tónlistarnám við skólann á sínum tíma. „Ég er að skila því sem ég fékk hér sem ungur maður í skólanum og nýt þess að vinna að framgangi skólans og tónlistarkennslu í Kópavogi.“ Sextugur í dag Árni er sextugur í dag og segir að afmælið falli svolítið í skuggann af tímamótum Fóstbræðra. „Ég blæs ekki til mikilla hátíðarhalda í kringum mitt afmæli en kórfélagar bregða út af vananum og mæta á kóræfingu í stofunni heima hjá mér. Um 100 núverandi og gamlir Fóstbræður taka lagið í tilefni dagsins enda verða þessir gömlu með á afmælistónleikunum. Við byrjum því daginn á hljóðprufu í stofunni.“ Hljóðprufa í stofu stjórnandans  Mikil tímamót hjá Fóstbræðrum og Árna Harðarsyni, stjórnanda kórsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Fóstbræður á æfingu í vikunni Karlakórinn er 100 ára, hefur starfað samfellt frá haustinu 1916 og afmælisárið hefur verið viðburðaríkt. Stjórnandinn Árni Harðarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.