Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Gengið er tilkosninga ídag eftir stutta kosninga- baráttu. Um þess- ar mundir ríkja kjöraðstæður í íslensku efna- hagslífi. Daglega birtast frétt- ir því til staðfestingar. Í gær var greint frá því að hag- fræðideild Landsbankans hefði reiknað út að kaup- máttur launa á Íslandi væri nú hærri en hann hefði nokkurn tíma verið áður. Í greiningu bankans kom fram að laun verkafólks hefðu hækkað mest og laun sérfræðinga og stjórn- enda minnst. Fyrr í vikunni birti Hag- stofan niðurstöður reglulegra mælinga á vinnumarkaði. Samkvæmt vinnumarkaðs- rannsókn stofnunarinnar var atvinnuleysi á Íslandi 3% í september. Atvinnuþátttaka mældist 84,1%. Fyrri talan er með því lægsta sem gerist í Evrópu og þótt víðar væri leit- að, en seinni talan með því hæsta. Hvort tveggja er til marks um þróttinn í íslensku atvinnulífi. Fólk á ekki í vand- ræðum með að finna vinnu, vinnuveitendur eiga í vand- ræðum með að finna fólk. Ástæðurnar fyrir þessari velgengni eru vitaskuld ýms- ar. Uppgangurinn í ferðaþjón- ustu er með ólíkindum og verð á ýmsum nauðsynjum hefur verið lágt. En það þýðir ekki að gera eigi lítið úr hlut rík- isstjórnarinnar, sem lagt hef- ur allt kapp á að tryggja stöð- ugleika í efnahagslífinu. Lykilatriði var að ríkis- stjórnin tók mun fastar á móti kröfuhöfum en vinstri stjórn- in, sem hraktist frá völdum 2013. Í stað þess að lyppast niður eins og forverinn stóð ríkisstjórnin í lappirnar. Það er ástæðan fyrir ógeðfelldri auglýsingaherferð í íslenskum fjölmiðlum til að rægja ríkis- stjórnina og Seðlabankann. Uppruni auglýsinganna er fal- inn, en ekki fer á milli mála hvers taumur er dreginn. Komið hefur fram að kröfuhaf- ar hugsa sér gott til glóð- arinnar komist stjórnarand- staðan til valda og líta svo á að hún sé meðfærilegri en núver- andi stjórn. Einnig hefur skipt sköpum áhersla ríkisstjórnarinnar á að nota góðærið til að grynnka á skuldum, frekar en að falla fyrir þeirri freistingu að ganga í dótakassann og ausa fé í allar áttir. Tal um stöðugleika er hins vegar ekkert sérlega spenn- andi. Því fylgja hvorki leiftur né glæringar. Mun skemmti- legra er að segjast geta gert allt fyrir alla, helst á sama augnablikinu, gert heilbrigðiskerfið það besta í heimi, lyft skólakerfinu á æðsta plan allra plana og gert vegakerfið það greiðfærasta í sólkerfinu. Stjórnarandstaðan hefur skemmt sér konunglega í kosningabaráttunni. Ekki er þó aðeins talað um að auka út- gjöldin. Einnig er hamrað á að hækka skuli skattana. Auð- legðarskattur skal tekinn upp að nýju og gildir þá einu að dómstólar kæmust að þeirri niðurstöðu að hann stæðist að- eins fyrir þá sök að hann var tímabundinn og lagður á við óvenjulegar aðstæður. Það sem upp á vantar á að sækja í sjávarútveginn með hærra auðlindagjaldi án tillits til stöðu greinarinnar. Við- horfið virðist vera að sjávar- útvegurinn sé alltaf aflögufær. Staðreyndin er sú að víðast hvar annars staðar er greinin niðurgreidd og nánast eins- dæmi að fiskveiðar séu reknar með hagnaði. Hann er hins vegar ekki sjálfgefinn og hreinn glannaskapur að tefla í tvísýnu atvinnuvegi, sem er einn af burðarásum íslensks atvinnulífs. Stjórnarandstaðan vill vera allt fyrir alla. Veiti kjósendur henni tækifæri til að láta á það reyna gæti það orðið dýr- keypt. Stjórnarandstaðan vill gera aðra atrennu að inngöngu í Evrópusambandið. Virðist engu máli skipta að efnahags- batinn eftir fall bankanna er ekki síst því að þakka að Ísland stóð utan sambandsins og hafði ekki evru. Vilji menn sönnur fyrir því er nóg að líta til þeirra ríkja, sem verst hafa farið út úr evrukreppunni, Grikklands og Spánar. Bat- anum á Írlandi hefur verið hampað sérstaklega. Þar er atvinnuleysi þó margfalt meira en á Íslandi og efna- hagspúlsinn veikur. Hugmyndir um að kollvarpa stjórnarskránni eru kyndug- ar. Ekki er með nokkru móti hægt að kenna stjórnar- skránni um það sem aflaga fór þegar bankarnir féllu. Þó er látið eins og ekkert sé brýnna en að farga henni. Stundum er sagt að það þurfi sterkari bein til að stjórna þegar vel gengur held- ur en þegar á móti blæs. Það er ágætt að hafa það í huga í kjörklefanum því að mikið er í húfi og það verður dýrkeypt ef árangri undanfarinna ára verður kastað á glæ. Dýrkeypt ef árangri undanfarinna ára verður kastað á glæ} Tvísýnar kosningar V iðræður stjórnarandstöðuflokk- anna um mögulegt stjórnarsam- starf í kjölfar þingkosninganna í dag undirstrikuðu það val sem kjósendur standa frammi fyrir. Valið stendur um 4-5 flokka vinstristjórn og hins vegar ríkisstjórn þar sem lögð verður áherzla á borgaraleg sjónarmið fyrir tilstuðlan Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar höfðu að vísu fyrst og fremst þann yfirlýsta tilgang, í það minnsta af hálfu Pí- rata sem áttu frumkvæðið að þeim, að gengið yrði frá formlegu samstarfi stjórnarand- stöðuflokkanna og að kjósendur vissu fyrir kosningarnar hverjar yrðu áherzlur þess. Hins vegar eru kjósendur engu nær nú en áður en fundarhöldin hófust. Það eina sem boðið er upp á úr þeirri áttinni er pólitísk óvissuferð. Vinstri grænir eru í raun eini flokkurinn af þeim sem tóku þátt í viðræðunum sem hefur nokkuð skýra stefnu. Stefna Bjartrar framtíðar er eins óljós og áður, sem lýsir sér einna bezt í því að eina stefnumál flokksins sem kjós- endum er minnisstætt er að klukkunni skuli breytt. Eng- inn veit fyrir hvað Samfylkingin stendur fyrir utan það að framselja fullveldið til Brussel. Píratar hafa enga stefnu í stórum og mikilvægum mála- flokkum. Þingmaður flokksins, Ásta Guðrún Helgadóttir, viðurkenndi á ársþingi Alþýðusambands Íslands í gær að engri stefnu væri í raun fyrir að fara í vinnumarkaðs- málum, þegar spurning þess efnis barst úr sal. „Stefna okkar í vinnumarkaðsmálum er nú kannski ekki sérstaklega mikil, það verður bara að við- urkennast.“ Flokkurinn hefði hins vegar stefnu í nýsköp- unarmálum sem fælist meðal annars í umsókn um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu! Það er kannski ekki að undra að viðstöddum hafi þótt þetta broslegt. En þetta er hins vegar ekkert grín. Fleiri stór mál mætti nefna þar sem Píratar skila auðu. Til að mynda varðandi Evrópusambandið þar sem Píratar hafa ekki tekið formlega afstöðu. Engu að síður hafa Píratar tekið ákveðna af- stöðu til málsins með áherzlu sinni á þjóðar- atkvæði um það hvort frekari skref verði tekin í áttina að Evrópusambandinu. Í því felst sú af- staða að áfram skuli stefnt að inngöngu í sam- bandið. Annars væri ekki verið að opna á mál- ið. Rétt eins og krafa VG um þjóðaratkvæði um veruna í NATO felur í sér afstöðu. Viðreisn var beinlínis stofnuð í kringum þá stefnu að koma Íslandi inn í Evrópusambandið en fulltrúar flokks- ins hafa þó lítið minnzt á hana. Sem er vafalaust ein skýr- ingin á því að Viðreisn hefur fengið nokkurt fylgi. Um leið er áherzla Samfylkingarinnar á sambandið vafalítið ein skýringin á fylgishruni hennar. Aðlögun að sambandinu er hins vegar rauði þráðurinn í stefnuskrá Viðreisnar. En valið í dag er kjósenda þar sem hver og einn kýs á sínum forsendum. Vonandi verður niðurstaðan landi og þjóð til heilla. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Pólitísk óvissuferð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samningar hafa ekki náðstvið Evrópusambandið,Norðmenn og Færeyingaum skiptingu afla úr deili- stofnum á næsta ári. Hins vegar hefur náðst samkomulag um að fylgja ráðgjöf Alþjóða hafrann- sóknaráðsins (ICES) um hámarks- veiði á árinu 2017 hvað varðar kol- munna og norsk-íslenska síld. Í makríl er miðað við að afli fari ekki yfir 1.021 þúsund tonn á næsta ári, sem er tæplega 80 þúsund tonn- um meira en ICES leggur til, en í ráðgjöfinni er miðað við að aflinn 2017 verði ekki meiri en 944 þúsund tonn og er þá miðað við nýtingar- stefnu, sem á að gefa hámarksaf- rakstur til lengri tíma. Fundum um norsk-íslenska síld og kolmunna lauk í London í fyrra- kvöld, en um makríl í Clonakilty á Írlandi fyrir rúmri viku. Á fundun- um var megináhersla lögð á umræð- ur um heildarnýtingarstefnu, enda hefur reynsla síðustu ára sýnt að erfitt hefur verið að ná árangri í við- ræðum um skiptingu. Ráðgjöf hefur hækkað Samkvæmt ráðgjöf ICES á heildarveiði á norsk-íslenskri síld ekki að fara yfir 646.075 tonn á næsta ári og ekki umfram 1.342.330 tonn af kolmunna. Í báðum tilvikum er um mikla aukningu að ræða á milli ára. Þá náðist á ný sam- komulag um nýtingaráætlun fyrir kolmunna. Í norsk-íslenskri síld er áfram fylgt nýtingaráætlun sem sett var 1999. Síðustu ár hefur verulega verið veitt umfram ráðgjöf ICES í kol- munna, en eigi að síður hefur ráð- gjöfin hækkað. Það bendir aftur til þess að talsvert vanmat á stofninum hafi verið í gangi. Sú hætta er fyrir hendi að ef þjóðirnar halda sig ekki við þau hlutföll, sem voru í samningi sem gerður var 2005 geti aflinn farið talsvert upp fyrir viðmið enn á ný og ónýtt veiðigeta er talsverð meðal þjóða sem veitt hafa kolmunna. Í ár var ekki samningur um veiðar á kolmunna og ráðgjöfin upp á 776 þúsund tonn. Útlit er hins veg- ar fyrir að aflinn endi í um 1150 þús- und tonnum eða sem nemur um 325 þúsund tonnum umfram ráðgjöf. Íslendingar hafa í úthlutuðum aflaheimildum miðað við 17,6% af hlut strandríkja samkvæmt gamla samningnum. Þegar búið er að taka frá 8% fyrir Rússa og Grænlendinga er nær að tala um 16,23% af heild- arkvóta. Kolmunnahlutur Íslend- inga gæti orðið um 210 þúsund tonn á næsta ári en var um 164 þúsund tonn á þessu ári. Stofnmat upp fyrir gátmörk Stofn norsk-íslenskrar síldar hefur í nokkur ár átt erfitt upp- dráttar og því kom nokkuð á óvart hversu mikla aukningu ICES lagði til. Það skýrist í fyrsta lagi af góðum árangri í nýjum leiðangri sem farinn var í ár til að meta veiðistofninn. Í öðru lagi var síðustu ár vegna bágs ástands stofnsins miðað við mun lægri veiðidánartölu en áður. Í ár fór stofnmat upp fyrir gátmörk og veiðihlutfallið var því aukið aftur. Hlutdeild Íslands í norsk-ís- lenskri vorgotssíld gæti orðið tæp- lega 94 þúsund tonn á næsta ári, en var 46 þúsund tonn í ár. Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hafa samning sín á milli um veiðar og skiptingu á makríl, en skilja eftir 15,6% fyrir aðrar þjóðir. Íslendingar hafa miðað við um 16,5% af heildinni undanfarin ár og þá er eftir að reikna með hlut Rússa og Grænlendinga. Veiði umfram ráðgjöf á næsta ári gæti því orðið 10-20% umfram ráðgjöf ICES eða 100-200 þúsund tonn, en undanfarin ár hefur hún iðulega verið meiri Samkvæmt þeim reiknireglum sem notaðar hafa verið um makríl- kvóta gæti kvóti íslenskra skipa orð- ið um 165 þúsund tonn á næsta ári. Íslensk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um kvóta á næsta ári. Ekki samið um skipt- ingu afla úr deilistofnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Vigri RE Makrílveiðar Íslendinga síðasta áratug hafa verið mikil búbót. Sigurður Ingi Jóhannsson, þá sjávarútvegsráðherra, ræddi í sam- tali við Morgunblaðið í ágúst í fyrra, um breytta nálgun í umræðum um stjórnun veiða úr stofnum makríls, síldar og kolmunna. „Hugsanlega má gera þetta með því að ræða þessa þrjá stofna samtímis,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Sigurgeir Þorgeirsson fór fyrir ís- lensku samninganefndinni á nýaf- stöðnum fundum og segir að Ís- lendingar hafi hvatt til þess síðustu mánuði að þessi samningaleið til að koma stjórn á veiðarnar yrði könn- uð til hlítar. Hann segir að við- ræðum um þessa þrjá stofna í einu hafi ekki verið ýtt út af borðinu og vonast til að viðræður um skiptingu afla á þeim grunni verði teknar upp fyrir lok ársins. „Ég held að það sé alveg ljóst að það næst ekkert samkomulag um staka stofna og því verði að leggja allt á borðið samtímis. Kannski dugar það ekki heldur til að ná samningum um skiptinguna,“ segir Sigurgeir. Þrír stofnar ræddir saman ERFIÐLEGA GENGUR AÐ NÁ SÁTT UM SKIPTINGU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.