Morgunblaðið - 29.10.2016, Side 50

Morgunblaðið - 29.10.2016, Side 50
50 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Spánverjar og gestir þeirra böðuðu sig í sólskini í sumar í orðsins fyllstu merkingu. Undanfarin 15 ára hafa ferðamenn ekki verið fleiri en í ár. Þrátt fyrir það sjá landsmenn dökk ský stíga upp úti við hafsbrún því vinsælir ferðamannastaðir eru orðn- ir ásetnari en viðunandi þykir og ferðamenn sparsamari en áður, að sögn sérfræðinga. Sumarið í ár var einstaklega gjöf- ult spænskri ferðaþjónustu. Streymdu til landsins sólþyrstir ferðamenn er forðast nú aðra vin- sæla áfangastaði sem orðið hafa fyrir barðinu á hryðjuverkastarfsemi. Jose Luis Zoreda, talsmaður sam- taka atvinnurekenda í ferðaþjónust- unni, Exceltur, segir að lægri vextir og lækkandi bensínverð ásamt óró- leika annars staðar við Miðjarðar- hafið hafi reynst spænskum strand- héruðum með sína sól og baðstrend- ur vel. Hann segir vafasamt að þetta endurtaki sig. Blaðran gæti sprungið Exceltur metur það svo að af þeim 75 milljónum ferðamanna sem áætl- að er að heimsæki Spán í ár séu um fjórar milljónir sem venjulega fóru til Tyrklands og Egyptalands. „Þetta getur breyst fyrr en varir og blaðran sprungið,“ segir Zoreda við frönsku fréttastofuna AFP. Allt þykir stefna í að vöxtur í spænskum ferðaiðnaði nemi 4,4% fyrir árið í heild. Er það hlutfallslega mesta aukning í 15 ár. Áætlanir í upphafi ársins gerðu ráð fyrir mun hóflegri vexti og í heild er vöxtur vergrar landsframleiðslu Spánverja áætlaður 3,2% í ár. Fyrstu átta mánuði ársins fjölgaði ferðamönnum á Spáni um 10% miðað við sama tíma í fyrra. Alls námu þeir 52,5 milljónum og voru Bretar hlut- fallslega fjölmennastir í þeim hópi. Árið í fyrra í heild ferðuðust 68 millj- ónir manna til Spánar og voru þeir aðeins fleiri í Frakklandi og Banda- ríkjunum. Um fjórðungur allra sól- arlandaferða Íslendinga mun farinn til Spánar. En skýjabakkar rísa til lofts. Svo- nefnd viðskiptaferðamennska hefur dregist saman á árinu vegna póli- tískrar óvissu. Ríkisstjórn með óskertan slagkraft hefur ekki verið við völd á Spáni í 10 mánuði í fram- haldi af tvennum kosningum sem ekki leiddu til afgerandi niðurstöðu. Meiru skiptir þó að ferðamenn hafa að meðaltali haldið fastar um budduna og eytt minna. Nemur sam- drátturinn tveimur til sex prósentum eftir mánuðum. Þá hafa þeir dvalið skemur í landinu í heimsóknum sín- um. Tilhneigingin er stemma stigu við eyðslunni og spara fé,“ segir Philip Moscoso, prófessor við IESE við- skiptaháskólann í Madríd. „Fleiri og fleiri koma með lággjalda flug- félögum og velja sér annars konar gistingu, svo sem Airbnb, sem komið hefur við kaunin á hótelunum,“ bætir hann við í samtali við AFP. Undanfarin tvö ár hefur skráð gistirými aukist um 1,6% en á sama tíma hefur leiga á gistingu gegnum gáttir eins og Airbnb aukist um 75%, að sögn Exceltur. Þá þykir mettun ferðamanna á vinsælum áfangastöðum eins og Barcelona og Baleareyjum – Mal- lorca, Minorca og Ibiza – umfram það sem æskilegt þykir. Hefur of- mettunin leitt til ýmissa umhverfis- vandamála. Margalida Ramis hjá umhverfis- samtökunum GOB á Mallorca segir að innviðir eyjunnar hafi ekki ráðið við ferðamannafjöldann í sumar. Nefnir hún í því sambandi vatns- hreinsistöðvar yfirfyllist. Óhreint vatn hafi til dæmis komist inn í Albu- feira-náttúruvinina þar sem hreinsi- stöðvar sólbaðsstaða í nágrenninu höfðu ekki undan skólpinu. Aðstreymi túrista inn á spænskar baðstrendur þykir einnig til þess fallið að ógna viðkvæmu vistkerfi sandskafla og sjávarplantna, segir Ramis og hvetur til þess að stemmt verði stigu við eftirlitslausri gisti- sölu. Skipt um kúrs og áherslur Yfirvöld á Spáni freista þess nú, að sögn fyrrnefnds Moscoso, að breyta núverandi „sól og strönd“ módeli ferðaþjónustunnar í þeim tilgangi að gæði ferðaþjónustunnar verði meiri og magnið minna. Einnig sé aukin áhersla lögð á að kynna sögulega arf- leifð Spánverja. Barcelona kappkosti þess til dæmis að hvetja til ferðalaga upp í Montserrat-fjöllin sem eru skammt frá borginni. Í norðurhluta baskahéraðanna og í Rioja vínrækt- arhéraðinu er annálaðri matargerð- arlist þeirra haldið að ferðamönnum. Önnur áform ganga út á að laða fleiri ferðamenn frá Asíu til Spánar en þeir eru frægir fyrir eyðslusemi og að vilja frekar rápa um verslunar- götur en liggja á ströndinni. En Mos- coso segir að fyrirtækjum í ferða- þjónustunni þykir ekki liggja á að skipta um kúrs meðan viðskiptin ganga eins vel og á sólarströndum landsins í ár. Vilja sumarið allt árið Íbúar á Baleareyjum austur af meginlandi Spánar vilja vera á sum- artíma í stað þess að breyta klukk- unni nú um helgina og færa hana aft- ur um klukkustund. Með því vilja þeir njóta dagsbirtunnar lengur. Héraðsþing eyjanna, þar á meðal Mallorca og Ibiza, samþykkti tillögu þessa efnis í byrjun vikunnar. Í henni er skorað á ríkisstjórnina í Madríd að heimila eyjarskeggjum þetta; að vera áfram tveimur stund- um á undan staðartíma Greenwich (GMT). Í tillögunni segir að eyjarnar verði verr úti en önnur héröð Spánar við afturfærslu klukkunnar því þar setjist sólin fyrst. Með óbreyttri klukku nytu íbúarnir dagsbirtu leng- ur en ella eftir að vinnudeginum lýk- ur. Þá myndi það og draga úr húshit- unarkostnaði. Svar iðnaðarráðuneytisins í Mad- ríd er það, að þetta sé ekki á ákvörð- unarvaldi Spánverja sjálfra, heldur Evrópusambandsins. Spánn er ekki eina landið sem endurskoðað hefur tímabelti sitt. Þegar kommúnistar komust til valda í Kína 1949 upprættu þeir fjögur tímabelti landsins af fimm og ákváðu að Peking-tími skyldi gilda fyrir landið allt. Átti það að gera land- stjórnina auðveldari en olli íbúum í vestari héruðum Kína miklum vanda þar sem þeir þurftu að rífa sig upp miklu fyrr en líkaminn vildi. Í fyrra var svo gripið til svonefnds „Pyongyang-tíma“ í Norður-Kóreu en í því fólst að klukkan var færð aft- ur um hálfa klukkustund. Var það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun og ætlað að afmá arfleifð valdatíma Jap- ana. Árið 1956 var klukkan færð fram um 15 mínútur í Nepal því yfirvöld- um fannst að hádegisbaugur þeirra ætti að liggja gegnum fjallið fræga, Gauri Shankar. Í framhaldi af innlimun Krím- skaga í Rússland árið 2014 var klukkan færð þar fram um tvær stundir til að vera á sama tíma og Moskva. Krímverjar hættu einnig að taka upp sumartíma en þá breytingu á klukkunni hafa Rússar aldrei gert. Munar því tveimur stundum á klukk- um Úkraínu og Krím á veturna og einni stundu á sumrin. Í Venesúela færði Hugo Chavez klukkuna aftur um hálftíma árið 2007. Breytingin jók á raforkuþörf í landinu sem fyrir var þjakað af raf- orkuskorti og bilunum í dreifikerf- inu. Á endanum ógilti arftaki hans, Nicolas Maduro, tímabreytinguna og færði klukkuna aftur til fyrra horfs. Árið 2011 tóku íbúar á Samóa- eyjum í Kyrrahaf stökk og fluttu sig yfir alþjóðlegu daglínuna. Klukkan færðist ekki aðeins fram um eina klukkustund, heldur heilan dag til viðbótar. Eftir breytinguna eru Samóar á sama tímabelti og helstu viðskiptaþjóðir þeirra í Asíu og Ástr- alíu. Aukinheldur gengur nú nýtt ár í garð þar á undan öllum öðrum lönd- um heims í stað þess að vera síðastir til að kveðja gamla árið. Uggandi um framtíð ferðamennskunnar á Spáni  Sumarið var gjöfult í ferðaþjónustunni en vísbendingar eru um að bakslag gæti verið framundan AFP Metár á Spáni Þröng á þingi á góðviðrisdegi á Levante ströndinni á Benidorm á Spáni. En menn eru uggandi um framtíð ferðamennskunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.