Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Qupperneq 11
Helgarblað 15.–18. maí 2015 Fréttir 11 Súðarvogu r 3-5, reykj avík gluggagerd in@glugga gerdin.iS S: 5666630 / gluggager din.iS gamli glugginn úr nýi glugginn í Svo einfalt er það! Launahæsti Lífeyris- stjórinn hækkaði mest n Mánaðarlaunin hækkuðu um 172 þúsund milli ára n Árslaun á við iðgjöld 226 verkamanna Þ etta er sláandi,“ segir Vil­ hjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, þegar niðurstöður úttektar DV eru bornar undir hann. Hann bendir á að á sama tímabili og launahækkanir framkvæmdastjóra lífeyrissjóðanna voru samþykktar, 2013 til 2014, hafi verið undirritaðir kjarasamningar upp á 2,8 prósenta hækkun. „Það var þessi samræmda launastefna sem var gerð. Síðan var sérstök hækkun lægstu launa upp á 9.750 krónur, það var sérstök hækk­ un en það var samið upp á 2,8 pró­ sent. Það er alveg greinilegt miðað við þetta að samræmd launastefna hefur ekki gilt fyrir fulltrúa lífeyris­ sjóðanna. Það er sérkennilegt vegna þess að framkvæmdastjórar lífeyris­ sjóðanna eru fulltrúar atvinnurek­ enda og verkalýðshreyfingarinnar. Það eru þeir sem stjórna þeim. Í þessu ljósi eru þessar tölur mjög undarlegar.“ Hann telur þarna koma skýrt fram það sem hann hafi bent á varðandi prósentuhækkanir. „Pró­ sentutalan sýnir, svo ekki verður um villst, hvernig misskiptingin og óréttlætið er allsráðandi þegar prósentutölunum er beitt. Þarna hækka t.d. mánaðarlaun hjá fram­ kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzl­ unarmanna um 172 þúsund krónur á mánuði en á sama tíma hækkuðu laun verkafólks – í sérstakri launa­ aðgerð – um 9.750 krónur. Það var prósentutala sem átti að hafa gefið á bilinu 5 og 6 prósenta hækkun til að mæta verkafólki. Svo er því haldið fram að aðilar sem fá 172 þúsund króna hækkun á mánuði og sá sem fær 9.750 króna hækkun séu að fá sömu launahækkun af því að pró­ sentutalan er sambærileg. Þetta er blekkingin, þetta er misskiptingin og óréttlætið sem verður, í eitt skipti fyrir öll, að líða undir lok.“ Hann vill að allir hafi góð laun, ekki bara sumir, en menn verði að átta sig á því að 2,8% samningarn­ ir hafi verið „barðir í gegn með of­ beldi“. „Reyndar kolfelldir víða í verka­ lýðshreyfingunni og það kom viðbót sem var hækkun á orlofs­ og des­ emberuppbót. En maður spyr sig, á hvaða rökum eru þessar prósentu­ hækkanir umfram 2,8%?“ Þegar blaðamaður bendir Vil­ hjálmi á skýringar stjórnarformanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á hækkuninni spyr hann: „Af hverju horfðu menn ekki á þetta þegar þeir voru að krefja almennt launafólk um að taka 2,8%? Af hverju voru þessi rök ekki notuð þá? Af hverju eru þau bara notuð þegar kemur að æðstu stjórnendum í lífeyris­ sjóðunum? Af hverju gilti þetta ekki fyrir kassafólkið í stórmörkuðunum sem lafir í þessari tölu sem mánað­ arhækkun framkvæmdastjóra Líf­ eyrissjóðs verzlunarmanna nem­ ur. Laun afgreiðslufólks á kössum slefar rétt yfir 200 þúsund krónur á mánuði.“ Samræmda launastefnan ekki náð til toppanna Vilhjálmur bendir á að verkafólk samdi um 2,8% hækkun á sama tíma Gylfa sundurliðuð sérstaklega og nema þau rúmlega 2,9 milljónum króna á ári, sem gera rúmlega 240 þúsund krónur á mánuði, undir yfir skriftinni „bifreiðaafnot“. Á við iðgjöld 226 verkamanna Til að setja laun framkvæmdastjóra sjóðsins í samhengi þá má benda á að hjá langflestum sjóðum greiða launamenn fjögur prósent af heildarlaunum sínum í iðgjöld. Nú stendur yfir einhver harðasta kjarabarátta síðari áratuga þar sem ein af höfuðkröfum verkalýðsfor­ ystunnar er að lægstu laun verði hækkuð í 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára. Viðræð­ ur eru í komnar í strand og verulega er farið að gæta áhrifa verkfalla. En ef við tökum verkamann með 300 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði þá greiðir hann 12 þúsund krónur í iðgjald á mánuði, 144 þús­ und krónur á ári. Ef við setjum þau iðgjöld í sam­ hengi við árslaun Guðmundar Þ. Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, þá eru árslaun hans á við ársiðgjöld 226 verkamanna með 300 þúsund krón­ ur á mánuði. Þar að auki er mánaðar­ leg launahækkun framkvæmdastjór­ ans milli ára (172 þús. kr.) 28 þúsund krónum hærri en iðgjald eins þessara verkamanna á ári. n Lífeyrissjóður verzlunarmanna Tap í hruninu, samkvæmt skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyr- issjóða: 80 milljarðar króna. Stjórn skipuð átta fulltrúum. Fjórir tilnefndir af stjórn VR og fjórir af sam- tökum atvinnurekenda sem að sjóðnum standa. Framkvæmdastjóri Guðmundur Þ. Þórhallsson n Árslaun 2013: 30.518 þúsund n Mánaðarlaun 2013: 2.543 þúsund n Árslaun 2014: 32.582 þúsund n Mánaðarlaun 2014: 2.715 þúsund n Hækkun milli ára: 2.064 þúsund n Hækkun á mánuði: 172 þúsund n Prósentuhækkun milli ára: 6,7% Festa lífeyrissjóður Tap í hruninu, samkvæmt skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyris- sjóða: 19,7 milljarðar króna. Stjórn skipuð sex fulltrúum. Þrír full- trúar launþega kosnir á ársfundi og þrír tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri Gylfi Jónasson n Árslaun 2013: 14.862 þúsund n Bifreiðaafnot 2013: 2.939 þúsund n Samtals 2013: 17.801 þúsund n Árslaun 2014: 15.602 þúsund n Bifreiðaafnot 2014: 2.923 þúsund n Samtals 2014: 18.525 þúsund n Hækkun grunnlauna milli ára: 740.084 krónur n Hækkun á mánuði: 61.673 krónur n Prósentuhækkun grunnlauna milli ára: 4,97% Gildi lífeyrissjóður Tap í hruninu, samkvæmt skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyris- sjóða: 75 milljarðar króna. Stjórn skipuð átta fulltrúum. Fjórir full- trúar launþega kosnir á ársfundi og fjórir tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri Árni Guðmundsson n Árslaun 2013: 23.649 þúsund* n Mánaðarlaun 2013: 1.970 þúsund n Árslaun 2014: 24.386 þúsund n Mánaðarlaun 2014: 2.032 þúsund n Hækkun á milli ára: 737 þúsund n Hækkun á mánuði: 61 þúsund n Prósentuhækkun á milli ára: 3,1% * Var 22,4 milljónir skv. ársreikningi sem reyndist villa. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Tap í hruninu, samkvæmt skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyris- sjóða: 101 milljarður króna. Framkvæmdastjóri Haukur Hafsteinsson n Árslaun 2013: 21.063 þúsund n Mánaðarlaun 2013: 1.755 þúsund Sjóðirnir hafa gert athugasemd við þær upphæðir sem tilgreindar eru yfir tap þeirra í hruninu í skýrslu úttektarnefndarinnar. Upp- hæðirnar séu hærri meðal annars vegna þess að nefndin taki með í sínum tölum gengis- lækkun innlendra hlutabréfa mánuðina fyrir hrun og áætlað tap vegna gjaldmiðlavarnar- samninga sem óvissa hafi verið um á þeim tíma sem skýrslan kom út. Haukur Hafsteinsson Fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Mynd ArnÞór BirkiSSon Árni Guðmundsson Framkvæmdastjóri Gildi lífeyrissjóðs. Mynd GunnAr V. AndréSSon 3,1% hækkun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.