Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 21
Helgarblað 15.–18. maí 2015 Fréttir 21 Opið virka daga 10 - 18, laugard. 11 - 16, sunnud. 14 - 16 Rauðarárstígur 12 - 14 sími 551-0400 www.myndlist.is Sýningar í Gallerí Fold Jarðnesk ljóð Tryggvi Ólafsson 1. - 17. maí Síðasta sýningarhelgi Geirfuglar Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir 9. - 24. maí Tinni Ole Ahlberg 9. - 24. maí Allir vitA lAun AllrA leggur áherslu á orð sín. Þetta getur líka leitt til athyglisverðrar þróunar. Hann bætir við: „Um daginn ýttu aðrir starfsmenn á það að samstarfs­ maður þeirra yrði hækkaður í laun­ um þar sem vinnuframlag hans var svo gott. Hann átti einfaldlega skilið að vera launahærri.“ Sjálfræði, frelsi til eigin ákvarðana Annað sem einkennir fyrirtækið er það að starfsmenn hafa frelsi til eigin ákvarðana sem birtist meðal annars í því að innkaupareglur eru frjálslegar. „Þú getur keypt hvað sem þú vilt svo lengi sem að það gagnast Kolibri. Við erum hugbúnaðarfyrir­ tæki og þurfum að hafa bestu tölv­ urnar og bestu símana, annars erum við ekki með puttana á púlsinum. Við erum með reglu sem segir: nýr sími á tveggja ára fresti og ný tölva á þriggja ára fresti. Þá fara starfsmenn einfaldlega sjálfir og kaupa.“ Annað dæmi er að starfsmenn höfðu frumkvæði að því að endur­ bætur voru gerðar á lýsingu í skrif­ stofurýminu. „Birtustigið fór í taugarnar á mörgum og fimm starfs­ menn tóku sig saman, ræddu málið og komu því í farveg að úr því yrði bætt. Eitthvað sem er í eðli sínu fjár­ hagsleg ákvörðun,“ segir Pétur Orri. Samskiptakerfi þar sem starfsmenn deila líðan sinni Fyrirtækið heldur vikulega til­ finningafundi. Á fundinum deilir hver og einn líðan sinni með sam­ starfsmönnunum. „Þetta er 90 pró­ sent tengt vinnunni en auðvitað slæðist ýmislegt persónulegt með. Þú ert búinn að vinna lengi með fólki og eðlilega ferðu að treysta vinnufélögunum fyrir ýmsum hjart­ ans málum, hlutum sem geta haft áhrif á störf þín og þá er mönnum veitt svigrúm. Ég hef til dæmis sagt vinnufélögum frá því að ég sé leiður af því að ég var að rífast við konuna,“ segir Pétur Orri. „Þetta verður eiginlega að vana. Ég er á fjórum stöðufundum í hverri viku þar sem við hefjum fundina með þessum hætti og þetta er líka orðið að reglu heima hjá mér. Ég á þrjú börn á aldrinum 6 til 12 ára og í þrjú ár hafa allir fjölskyldumeðlim­ ir haft þennan hátt á, að deila líðan sinni við kvöldverðarborðið og hvað valdi henni í daglegu amstri.“ Að sögn Péturs Orra er þetta hluti af samskiptakerfi sem Kolibri vinnur eftir og fyrirtækið hefur mikla trú á. „Grunnhugmyndin í samskiptakerf­ inu er sú að varan eða afurð teymis­ ins mun líkja eftir eiginleikum teym­ isins. Ef teymið er leiðinlegt verður varan leiðinleg og að sama skapi ef teymið er áhugavert verður varan áhugaverð.“ Holocracy – deildir fyrirtækisins sjálfstæðar Fyrirtækið starfar einnig sam­ kvæmt óhefðbundnu stjórn­ skipulagi. Í hefðbundnu skipuriti þá flæðir valdið frá forstjóranum, nið­ ur til framkvæmdastjóra til deildar­ stjóra og þaðan til starfsmanna. Í þannig skipulagi getur sá sem er ofar í valdastiganum alltaf yfirskrif­ að þær ákvarðanir sem teknar eru neðar í valdaþrepinu. Hjá Kolbri er notast við stjórnskipulag sem heit­ ir Holocracy sem byggist á því að deildir fyrirtækisins eru sjálfstæðar. „Við erum til dæmis með „Dictator of fun“ sem sér um árshátíðir og skemmtanir starfsmanna og sá starfsmaður er með fullt vald yfir því. Það er enginn forstjóri sem ákveður hvað sé í matinn á árshátíðinni eins og þekkist hjá sumum fyrirtækjum. Þessi nálgun hefur verið að ryðja sér til rúms síðustu ár og hefur reynst okkur afar vel.“ n n Kolibri hefur vakið athygli fyrir framúrstefnulega stjórnunarhætti n Starfsmenn deila líðan sinni á tilfinningafundum „Um daginn ýttu aðrir starfsmenn á það að samstarfs- maður þeirra yrði hækk- aður í launum þar sem vinnuframlag hans var svo gott. Framkvæmdastjórinn Pétur Orri Sæmundsen er framkvæmdarstjóri Kolibri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.