Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Síða 30
Helgarblað 15.–18. maí 201530 Umræða Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002 Sama veRð í 7áR! Þunnar og þægilegar daglinsur 2500 kr. Íslandshöllin É g fór um daginn í safnahúsið eina og sanna, gamla Lands- bókasafnið við Hverfisgötu, og hlýnaði um hjartaræt- ur við að sjá að þetta stór- kostlega hús. Einhver merkasta bygging sem risið hefur á Íslandi er aftur komin til vegs og virðingar og í það hlutverk sem henni til- heyrir: að vera opin almenningi til að skoða og fræðast. Það hefur verið hálf grátlegt að fylgjast með þessu menningarsetri vera í ein- hvers konar tilgangsleysi í meira en tvo áratugi, eða eftir að Landsbóka- safn og Þjóðskjalasafn fluttu þaðan – þessi glæsilega hvíta höll, eigin- lega eina hallarbyggingin sem við eigum, hefur verið einhvers konar monthús utan um ekki neitt, kall- að eftir sjálfri þjóðmenningunni, þótt hennar sæist sjaldnast stað- ur, og helst man maður einhverja montfundi þar sem skrifað hefur verið undir breið og víðáttumikil skjöl um sölu ríkisbanka, og ann- að þannig sem flestir vilja helst gleyma. Sýning á alls kyns gersemum Nú hefur verið opnuð sýning í hús- inu á vegum okkar helstu safna og menningarstofnana; Listasafns- ins, Þjóðminjasafnsins, Árnastofn- unar, Náttúrugripasafnsins og svo framvegis, og auðvitað er svo verið að sýna húsið sjálft, það er fulltrúi byggingarlistarinnaar. Einhverja gagnrýni hef ég heyrt um sýninguna sjálfa, mig minnir að Egill Helgason hafi sagt hana dauflega, ég skal ekki segja, en fín er hún samt og getur ekki verið annað en það, vegna allra þeirra merkilegu muna og listaverka sem þar gefur að líta, að minnsta kosti gekk ég hugfanginn um sali og ætla að koma aftur. Þar nægir að nefna sýninguna á handritunum, sem eru þar fallega framsett í einum salnum, og auðvitað nauðsynlegt að þau sé hægt að berja augum, enda innihalda þau okkar mikilvægasta framlag til heimsmenningarinn- ar. Svo er þarna komið veitingahús, opið að sjálfsögðu öllum, en ekki bara þeim sem borga sig inn á sýn- inguna, og sama skilst mér að gildi um sjálfan stóra lessalinn, þann helgidóm, þar sem gömlu skrif- borðin og stólarnir eru komnir á ný; nú skilst mér að hægt sé að setjast þangað inn alveg skuldbindingar- laust og hefja fræðistörf, lærdóm eða skáldskapar iðkun eins og margir bestu synir og dætur lands- ins höfðu gert og stundað megnið af liðinni öld. Minningar úr salnum Það eru margar fínar minningar Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Safnahúsið „Einhver merkasta bygging sem risið hefur á Íslandi er aftur komin til vegs og virðingar.“ Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.