Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 36
Helgarblað 15.–18. maí 201536 Fólk Viðtal H ún býr í fallegri íbúð í mið- bæ Reykjavíkur, íbúð sem er algjörlega rökrétt umhverfi fyrir persónu hennar. Falleg og björt, persónulegir mun- ir uppi um alla veggi, nýju og gömlu blandað saman, kaffiilmur og tónar af vínylplötu. Á meðan Sigga útbýr ilmandi og rótsterkt kaffi handa mér segir hún mér frá spennandi verkefni Sigrúnar systur sinnar. „Ég er svo montin af systur minni í dag. Hún er að útskrif- ast úr vöruhönnun í LHÍ og gerði svo geggjað lokaverkefni, lét ein- hverja myglusveppi vaxa utan um bílvél og éta af henni eiturefnin. Hún er annars líffræðingur og fram- kvæmdastjóri í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum og ákvað svo að skella sér í vöruhönnun. Ég er búin að sitja og bíða eftir að heyra í henni í út- varpinu, eins og ég veit að fólk gerði þegar það fór að heyrast fyrst í mér.“ Stór systrahópur Sigríður er alin upp í hópi fimm systra, fyrst í Hlíðahverfi og síð- ar Laugardal. „Svo eigum við jörð, norður í landi. Það er bærinn Kleifar nálægt Blönduósi. Við vorum allar þar í sveit hjá ömmu og afa sem voru bændur þar, og síðar bróður hennar mömmu. Ég var þar öll sumur þegar ég var að alast upp, en sat mest á heyvagninum og dúllaðist á meðan systurnar voru látnar vinna. Mamma á bæinn í dag, þar er enginn búskap- ur, frekar ættaróðal. Báðir foreldrar mínir eru frá Norður landi en ég er fædd og uppalin í Reykjavík.“ Sigga er langyngst, fædd í nóv- ember 1982, en systurnar fæddust á rúmlega 20 ára tímabili. „Ég er dálítið örverpi, sérstakt stak í þessu mengi. Systurnar voru meira eins og mömm- ur mínar. Eftir að ég eltist breyttist þetta. Við Solla, sem var næstyngst og 10 árum eldri en ég, urðum mjög góðar vinkonur eftir að ég komst yfir leiðindi unglingsáranna. Svo styrktu- st böndin milli okkar enn meira eftir að veikindin komu upp á. Við erum allar miklar vinkonur.“ Tvær systur létust úr heilaæxli Þegar Sigga talar um veikindin, er hún að vísa til þess að tvær úr systrahópnum, Solveig og Ingileif, létust fyrir ekki svo löngu eftir bar- áttu við krabbamein í heila. Inga dó 2010 og Solla 2014. Inga um páska og Solla í byrjun sumars. Það er talið vera tilviljun að systurnar hafi báðar dáið úr sama meini, og það er ekki talið ættgengt. „Inga gekk miklu lengur með sitt mein. Hún fékk fyrst heilablóðfall og í kjölfarið æxli sem var fjarlægt 2007 með góðum ár- angri. Svo kom þetta upp aftur og var þá þess eðlis að ekki var hægt að fjarlægja meinið eða geisla það.“ Sigga segir að fjölskyldunni þyki ekkert voðalega þægilegt ef einhver fær höfuðverk eftir það sem á undan er gengið. „Fyrst fannst mér að við ættum allar að fá að fara í allsherjar- rannsókn, en svo fór ég að velta fyrir mér hvort það væri betra fyrir einhvern. Ef maður finnur engin einkenni og líður vel, á maður þá að hafa stöðugar áhyggjur? Ég veit ekki alveg hvar ég stend gagnvart þessu í dag. Hugrenningatengslin eru samt aðeins öðruvísi, ef maður fær höfuðverk eða svima til dæmis, þá er það skrýtið. Ég er ekki beint líf- hrædd, ekki meira en eðlilegt þykir.“ Rugl var merki um veikindi Sjúkdómsferill Sollu var hraðari, en fyrstu einkennin voru rugl. „Inga systir breyttist líka þegar veikindi hennar ágerðust, reyndar miklu hægar en Solla. Hún varð rugluð og ringluð á engum tíma, sögurnar voru alveg ótrúlegar og fyndnar á sama tíma. En auðvitað voru þetta merki um mjög alvarleg veikindi. Það þekktu allir Sollu, hún var svo mikil félagsvera. Þegar hún var orðin veik bjó hún að mestu heima hjá mömmu og pabba. Hún var orðin dálítið rugluð vegna heilaæxl- isins. Mamma og pabbi voru dug- leg að fara niður í bæ og rölta um með henni, þeim þótti hún heilsa svo mörgum niðri í bæ og trúðu eig- inlega ekki að hún þekkti allt þetta fólk, héldu að hún væri bara svona hress og léttrugluð. Svo kom bara í ljós að hún þekkti allt þetta fólk. Ég var að hugsa í gær um mann sem ég hitti alltaf í bænum. Hann dó nefnilega líka úr heilaæxli. Hann var svo ferlega sætur þessi maður. Allt í einu byrjaði hann að heilsa svona fallega, og knúsa mig úti á götu. Mér fannst þetta svo geggjað og skemmtilegt, hann gerði borgina aðeins skemmtilegri með því að smita frá sér hlýju og gleði. Ég söng svo í jarðarförinni hans. Þetta lýsir sér kannski dálítið svipað og sumir geðsjúkdómar. Stundum að minnsta kosti. Þegar þessar breytingar verða á persónuleikanum og hegðun fólks.“ Það voru allir sterkir Sigríður söng í jarðarförum beggja Söngurinn, sköpunin og sorgin Sigríði Thorlacius þekkja íslenskir unnendur tónlistar mætavel. Hún hefur á síðasta áratugnum eða svo sungið sig inn í hjörtu okkar, í fjölbreyttri tónlist til dæmis með hljómsveitinni Hjaltalín, með Sigurði Guðmundssyni og Tómasi R. Einarssyni svo fátt eitt sé nefnt. Sigríður er yngst fimm systra en tvær hefur hún þurft að kveðja eftir baráttu þeirra við krabbamein. Við settumst niður heima hjá Siggu í miðbænum og spjölluðum um lífið, dauðann, sönginn og mögulegar blómabúðir framtíðarinnar. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Mig hefur líka oft langað mikið til að eiga blómabúð, og það er nú ekkert útséð með það. Í eldhúsinu heima Sigga á eitt sætasta eldhús í bænum og býður upp á dásamlegt kaffi. MyndiR SigTRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.