Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 54
Helgarblað 15.–18. maí 201554 Menning Alhliða veisluþjónusta Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Gerðu daginn eftirminnilegan Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Tíu áhugaverðir listviðburðir DV tók saman viðburði á Listahátíð í Reykjavík en listinn er þó ekki tæmandi L istahátíð í Reykjavík var sett formlega 13. maí en DV hefur tekið saman nokkra athyglisverða viðburði sem óhætt er að mæla með. Hér er auðvitað ekki um tæmandi lista að ræða, heldur það sem menn- ingarblaðamönnum DV þótti markvert á hátíðinni og hefur vak- ið athygli. Hátíðin stendur til 7. júní næstkomandi. Sérstök áhersla eru lögð á höfundarverk kvenna, rit- skoðun og réttindabaráttu á lista- hátíðinni. Hægt er að nálgast allar upplýs- ingar um hátíðina á heimasíðunni listahatid.is. n Valur Grettisson valur@dv.is Górillustelpurnar með fyrirlestur Árum saman hafa Guerrilla Girls hrist upp í áheyrendum með fyrirlestrum sínum, í fullum frumskógarskrúða. Þær hafa komið fram í skólum, söfnum og hvers kyns stofnunum í flestum ríkjum Bandaríkjanna og mörgum heimsálfum. Fyrirlesturinn, sem er nokkurs konar gjörningur, stendur í um það bil eina og hálfa klukkustund og fylgja honum spurningar og umræður. Í tengslum við heimsókn hópsins var nýtt verk, sem var unnið að beiðni Listahátíðar, afhjúpað 13. maí síðastliðinn en þar beinir hópurinn spjótum sínum að hinum karllæga kvik- myndaheimi Íslands. Hvar: Bíó Paradís Hvenær: 6. júní. Nýr gjörningur eftir Rúrí Gjörningurinn Lindur – Vocal VII er saminn sérstaklega til flutnings í Norðurljósasal Hörpu á Listahátíð í Reykjavík í ár. Undanfarin ár hefur Rúrí unnið listaverk þar sem fyrirbærið vatn og hinar marg- breytilegu birtingarmyndir þess koma við sögu. Meðal þessara verka, sem hafa verið sýnd víða um heim, er gjörningaröðin Vocal. Verkið er stórt í sniðum og í því renna saman innsetning, fjölrása myndband, frumsamið hljóðverk, hreyfing, texti og raddir. Mynd- bandshluti verksins er unninn í samstarfi við Maríu Rún, hljóðhluti verksins er unninn í samstarfi við Bjarka Jóhannsson. Hvar: Harpa/Norðurljós Hvenær: 16. maí Heimsfrægur djasspíanisti Sænski djasspíanistinn Jan Lundgren spilar á Listahátíðinni en hann er heimsþekktur á sínu sviði. Jan hefur gefið út hátt í 50 hljómdiska, en síðasti diskur hans, Flowers of Sendai, vann á síðasta ári verðlaun Jazz Journal, sem besti djassdiskur ársins. Jan hóf feril sinn sem klassískur píanóleikari, en hefur frá unglingsárum helgað sig djasstónlistinni. Hann hefur haldið tónleika um allan heim með tríói sínu við frábærar undirtektir og er á samningi hjá hinu virta ACT-plötufyrirtæki, en jafnframt hjá píanóframleiðandanum Steinway & Sons, einn fárra djasspíanista. Hvar: Harpa, Silfurberg Hvenær: 4. júní. Mannsröddin – Julia Migenes syngur Þorleifur Örn Arnarsson er einn af okkar fremstu leikstjórum, en hann stýrir hinni heims- frægu Juliu Migenes í verkinu La Voix Humaine, eða mannsröddin, eftir Francis Poulenc. Sviðsetning Þorleifs Arnar Arnarssonar er byggð á nýlegri uppfærslu hans fyrir Hessisches Staatstheater í Wiesbaden. Meðleikari á píanó er Árni Heiðar Karlsson. Julie Migenes á einstakan feril að baki. Hún fæddist inn í sárfátæka grísk-írska-púertóríkanska fjölskyldu á Lower East Side í New York. Þegar hún söng hlutverkið Salome í Genf í Sviss valdi ítalski kvikmyndaleikstjórinn Francesco Rosi hana í hlutverk Carmen á móti Placido Domingo fyrir samnefnda kvikmynd. Hlutverkið skaut henni upp á stjörnuhimininn, en kvikmyndin hlaut fjölda verðlauna, m.a. Grammy-verðlaun. Hvar: Harpa/Eldborg Hvenær: 7. júní Vann með Pinu Bausch Shantala Shivalingappa er uppalin í París en fædd í Madras-héraði á Indlandi. Hún hóf ung að árum nám í aldagömlum indverskum dansi. Rætur hennar liggja því djúpt í hinum tjáningarríka frásagnarstíl indverskrar danshefðar en einstakir hæfileikar hennar og tækni hafa hrifið þekktustu danshöfunda heims, þar á meðal Pinu Bausch og Sidi Larbi Cherkaoui, sem hvort tveggja hafa starfað með henni og samið fyrir hana verk. Þessi fjöl- hæfa og óvenjulega listakona kemur á Listahátíð með Kuchipudi-verkið Akasha sem er samið í samstarfi við Vempati Ravi Shankar. Verkið samanstendur af fimm kuchipudi solo-dönsum, þar sem túlkuð eru ljóð úr hindí-kveðskap, við lifandi tónlist indverskra tónlistarmanna. Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: 2. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.