Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Qupperneq 60
60 Fólk
Tara Reid Hún var ansi vinsæl um
árabil, en hefur að miklu leyti tapað þeim
kynþokka sem sóst var eftir frá henni. En
þrátt fyrir að Reid hafi ekki leikið stórum
kvikmyndum síðustu ár þá hefur hún verið
að hasla sér völl í B-myndum.
Geena Davis Það hefur ekki
sést mikið af Davis síðustu ár, fyrir utan
hlutverk í læknadramaþáttunum Grey's
Anatomy. Hún hefur ekki fengið stórt
hlutverk í kvikmynd síðan snemma á tíunda
áratugnum.
Helgarblað 15.–18. maí 2015
Espresso t ime bo l la l í nan fæst í s tærr i Hagkaups vers lunum
Espresso time bollalínan er björt, litaglöð lína
fyrir kaffi elskendur. Bollarnir eru 100ml postulíns-
bollar sem eru uppþvottavéla- og örbylgjuvænir.
Einfaldir og þægilegir.
Kaupauki
Gjafapoki
fylgir við kaup
á tveimur
bollum
Stjörnur sem eru
hættar að skína
n Það er ekki endilega ævistarf að vera Hollywood-
stjarna n Frægðin getur verið fallvölt
H
lutirnir gerast oft ansi hratt í Hollywood. Frægðarsól
einstaklinga getur risið á skömmum tíma en frægð-
in er fallvölt, sérstaklega þegar hlutverkin hætta að
koma upp í hendurnar á stjörnunum. Í kvikmynda-
bransanum er oft leitað eftir ákveðnu útliti eða ein-
kennum sem eru í tísku hverju sinni, og á meðan ákveðinn
einstaklingur hentar, þá fær hann hlutverk. Auðvitað hefur
það svo líka eitthvað með hæfileika að gera hverjir fá hlutverk
og hverjir ekki. Sumir draga sig svo einfaldlega í hlé í brans-
anum, að eigin ósk. Hér eru dæmi um nokkrar Hollywood-
stjörnur sem skinu skært um tíma, en hafa dofnað á síðustu
árum. Og jafnvel alveg horfið af sjónarsviðinu.
Liv Tyler Þessi gullfallega leikkona hefur ekki leikið
burðarhlutverk í kvikmynd í yfir sex ár. Hún hefur leikið lítil
hlutverk í nokkrum myndum, en ekkert þeirra hefur haft sérstök
áhrif á feril hennar.
Freddie Prinze Jr.
Hann hefur alveg skipt yfir í talsetn-
ingu og hefur ljáð ýmsum persónum
í leikjum, sjónvarpi og kvikmyndum
rödd sína. Freddie hefur ekki sést á
almennilega á hvíta tjaldinu síðan
hann lék í Scooby-Doo myndunum.
Demi Moore Hún er
klassískt dæmi um leikkonu sem
náði hápunkti ferilsins á tíunda
áratugnum. Moore hefur ekki slegið
almennilega í gegn í kvikmynd síðan
hún lék í A Few Good Men árið 1992.
Hún ríghélt í æskuljóma sinn á með-
an sambandið við Ashton Kutcher
varði, en nú þegar því er lokið er
kannski málið að eldast með reisn.
Jonathan Taylor
Thomas Það eru eflaust margir sem
muna eftir þessum náunga úr þáttunum
Handlaginn heimilisfaðir og sem rödd
Simba í Konungi ljónanna. Hann er orðinn
fullorðinn en hefur lítið verið viðloðandi
kvikmyndabransann síðustu ár.
Alicia Silverstone
Hún sló heldur betur í gegn í kvik-
myndinni Clueless sem frumsýnd
var árið 1995. En aðeins tveimur
árum síðar fékk hún hræðilega
dóma fyrir hlutverk sitt sem Bat Girl
í kvikmyndinni Batman og Robin.
Skellurinn var það mikill að hún hefur
varla náð sér á strik síðan.
Jodie Foster Það eru ekki mörg
ár síðan hin 52 ára Foster var ein heitasta
og eftirsóttasta leikkonan í Hollywood.
En frægðarsól hennar hefur sigið og það er
óhætt að segja að Foster megi muna sinn
fífil fegri.
Eddie Murphy Murphy var um árabil
vinsælasti gamanleikarinn í Hollywood. Allar myndirnar
hans slógu í gegn og hann var eftirsóttur. En áherslurnar
hafa breyst og grínið hans hefur ekki átt upp á pallborðið
síðustu ár. Hann hefur að mestu leyti snúið sér að tónlist
en vonir eru bundnar við nýjustu mynd hans, Beverly Hills
Cop 4, sem kemur í kvikmyndahús á næsta ári.
Frankie Muniz
Það muna allir eftir Malcom úr
þáttunum Malcom in the middle sem
sýndir voru á Skjá Einum. Leikarinn
hefur hins vegar ekki sést síðan
framleiðslu þáttanna var hætt árið
2006. Hann ákvað að láta sig hverfa
úr kvikmyndabransanum og finna sér
nýjan starfsvettvang.
David Schwimmer
Í hugum flestra er hann bara Ross
úr Friends. Hann var góður í því
hlutverki en að sama skapi hefur
hlutverkið ásótt feril hans í Hollywood.
Schwimmer hefur ekki náð sér á strik
síðan framleiðslu þáttanna var hætt.