Gripla - 20.12.2015, Page 7
7
ÁrMAnn JAKoBSSon
HVAÐ Á AÐ gErA VIÐ LANDNÁMU?
Um hefð, höfunda og raunveruleikablekkingu
íslenskra miðaldasagnarita
1. villandi hugtök um landnámsöld og textaheimildir
Þegar fram liðu stundir þótti ekki lengur tilhlýðilegt að trúa á seið,
en um leið og menn gáfust upp á því var meginstoðinni kippt undan
skilningi á flani egils til útlanda. […] Það er hæpið að trúa því að ef
galdur er tekinn úr galdrasögu, verði afgangurinn sönn saga.1
ÞaÐ er kunnara en frá þurfi að segja að elsta skeið íslandssögunnar
(870–1030) fyrirfinnst hvergi í áreiðanlegum samtímatextaheimildum en
er þeim mun fyrirferðarmeira í vel skrifuðum síðmiðaldaheimildum fullum
af áhugaverðum staðreyndum.2 við þá stöðu hafa fræðimenn glímt sein-
ustu aldir en það var ekki fyrr en á 20. öld að það fór að móta fyrir strangri
heimildarýni og enn er varla hægt að segja að hið almenna viðhorf til hinna
íslensku síðmiðaldaheimilda taki tillit til þess hversu fjarlægar þær eru þeim
viðburðum sem þær lýsa. Það er raunar ekki langt síðan fræðimenn þóttu
býsna róttækir fyrir að vekja athygli á þessu.3
Hvort sem veldur nú meiru hversu áhrifamiklar og magnaðar 13., 14.
og 15. aldar heimildir okkar um upphaf íslandsbyggðar eru, eða hitt að
1 jón Helgason, „Höfuðlausnarhjal,“ í Einarsbók: Afmæliskveðja til Einars Ól. Sveinssonar
12. des ember 1969, ritstj. Bjarni Guðnason, Halldór Halldórsson og jónas kristjánsson
(reykjavík: nokkrir vinir, 1969), 156.
2 Mér þykir óhætt að kalla Íslendingasögur og varðveittar gerðir Landnámu síðmiðalda-
heimildir, þ.e. texta frá því eftir 1250 enda bendir varðveisla þeirra í þá átt (sjá nmgr. 21).
Íslendingabók Ara fróða er vissulega eldri (frá um 1130) en er sem kunnugt er stutt og ágrips-
kennt rit.
3 Þar má nefna viðbrögð við rannsóknum sveinbjarnar Rafnssonar á Landnámabók á 8.
áratugnum (sjá nmgr. 7) en þá þótti mikil dirfska að „afneita með öllu heimildargildi
Land námabókar um persónusögu“, eins og jakob Benediktsson orðaði það („markmið
Landnámabókar: nýjar rannsóknir,“ Skírnir 148 (1974): 213), þó að Jakob geri sér vitaskuld
grein fyrir göllum ritsins sem heimildar.
Gripla XXVI (2015): 7–27
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 7 12/13/15 8:24:24 PM