Gripla - 20.12.2015, Qupperneq 9
9
af heimildarýni á borð við þá sem þeir beittu á þessa texta væri síðan að
slá því föstu að íslenskar heimildir um landnám, söguöld og kristnitöku
séu arfsagnir eða mýtur, hefðbundinn en óáreiðanlegur fróðleikur. Ýmsir
fræðimenn hafa sannarlega tekið þeirri áskorun og má þar nefna grundvall-
arrit sveinbjarnar Rafnssonar, Studier í Landnámabók (1974), en hann
rannsakar Landnámabók fyrst og fremst sem sagnfræðirit síns tíma, texta
sem þurfi ekki síst að rannsaka í ljósi ritunartímans fremur en að að nýta
það sem sjónauka til að skoða með 9. og 10. öld.7 í framhaldinu þyrfti þá
enn frekari rannsóknir á fróðleik síðmiðaldaheimilda um söguöld út frá
hugmyndinni um goðsögur og arfsagnir.8 enn má þó finna dæmi þess í
fræðiritum af ýmsu tagi að þekkingin úr síðmiðaldaheimildunum sé kynnt
sem sannindi enda ekki öðrum betri sannleika til að dreifa.9 meginþunginn
Lundi þar sem Weibull-bræður lifðu og störfuðu) að jafn gagnrýnin sagnfræði kemur fram
á íslandi (og sveinbjörn notar reyndar orðið „kritisk“ í titli ritgerðar sinnar, eins og þeir).
7 sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók: Kritiska bidrag till den isländska fristatstidens
historia (Lund: Gleerup, 1974). sjá einnig sveinbjörn Rafnsson, „Aðferðir og viðhorf í Land-
námurannsóknum,“ Skírnir 150 (1976), þar sem hann telur Landnámabók hafa sögulegt
heimildargildi en þó ekki fyrir landnám Íslands: „Það þarf að athuga eðli hennar, ritunar-
tíma, próveníens, tilhneigingu (tendens) og afstöðu til annarra heimilda. Gagnrýnin rann-
sókn á heimild hefst á spurningum um þessi atriði,“ (bls. 232). í kjölfar þessarar gagnrýni
sveinbjarnar hafa margar áhugaverðar rannsóknir beinst að Landnámu í ljósi ritunartímans
(m.a. Einar gunnar Pétursson, „Efling kirkjuvaldsins og ritun Landnámu,“ Skírnir 160
(1986); guðrún Ása grímsdóttir, „Hvað segja heimildir um uppruna Íslendinga?“ í Um
landnám á Íslandi: Fjórtán erindi, ritstj. guðrún Ása grímsdóttir (reykjavík: Vísindafélag
Íslendinga, 1996)) en of langt mál yrði að geta um þær allar hér. Á öðrum stað segir
Sveinbjörn: „Landnámstíminn, sem þannig var afmarkaður frá um 870 til 930, er skrif-
borðstilbúningur sem gerður var að söguskoðun og sú söguskoðun var tekin upp í sagnarit-
unarhátt miðalda“ („Frá landnámstíma til nútíma,“ Skírnir 162 (1988): 319). Hann rekur
þessa söguskoðun til upphafs 12. aldar.
8 Nokkur vottur hefur þó verið að slíku. Fyrir utan rannsóknir sveinbjarnar má nefna
sér staklega athuganir Prebens Meulengrachts Sørensens („Sagan um Ingólf og Hjörleif:
Athugasemdir um söguskoðun íslendinga á seinni hluta þjóðveldisaldar,“ Skírnir 148 (1974)),
Sverris Jakobssonar („Erindringen om en mægtig personlighed: den norsk-islandske histor-
iske tradisjon om Harald Hårfagre i et kildekristisk perspektiv,“ Historisk tidsskrift 81
(2002)); Pernille Hermann („Founding Narratives and the Representation of memory in
saga Literature,“ Arv 77 (2010)); jonas Wellendorf („the Interplay of Pagan and Christian
traditions in Icelandic settlement myths,” Journal of English and Germanic Philology 109
(2010)) og Bruce Lincoln (Between History and Myth: Stories of Harald Fairhair and the
Founding of the State (Chicago: University of Chicago Press, 2014)) sem allar ræða frásagnir
úr síðmiðaldaheimildum um síðari hluta 9. aldar sem arfsögur eða goðsagnir.
9 Þetta má til að mynda sjá í annars rækilegum og vönduðum byggðasagnaritum, t.d. Frið-
rik G. Olgeirsson, Langnesingasaga, 1. b., Saga byggðar á Langanesi til 1918 (reykjavík:
Þórs hafnarhreppur 1998), 29–31; Hjalti Pálsson, egill Bjarnason og kári Gunnarsson,
HVAÐ Á AÐ gErA VIÐ L A N D N Á M U ?
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 9 12/13/15 8:24:25 PM