Gripla - 20.12.2015, Page 10
GRIPLA10
í gagnrýni Weibull-bræðra og sveinbjarnar fólst í að það gætu varla talist
vísindaleg vinnubrögð hjá fræðimönnum að trúa því sem þeim sýnist úr
heimildum sem eru óáreiðanlegar samkvæmt viðmiðum fræðigreinarinnar
– það væru trúarbrögð en ekki vísindi.
sagnfræðingar hafa vitaskuld brugðist við gagnrýni Weibull-bræðra og
einkum með því að beina sjónum frekar að þessum gögnum sem fulltrúa
síns tíma og ræða tilgang þeirra og hneigð.10 Nýja spurningin er þá ekki
hvort textaheimildirnar séu heimildir heldur um hvað – þá hefst leiðang-
urinn ekki á ímynduðum sannleika sem síðan hefur brenglast eða afbak-
ast heldur á sjálfri heimildinni og hennar frásögn og er það mun eðlilegra
ferðalag í ljósi aðstæðna. við það þyrfti aftur á móti líka að bæta hvernig
sögurnar verka sem heimildir, þ.e. sjálfri raunveruleikablekkingunni, og
hér á eftir verður sjónum einkum beint að henni.
Það er rétt að ítreka það að ef við viljum taka afleiðingunum af eðlilegri
heimildarýni þarf að taka almenna hugtakanotkun um síðmiðaldaheimildir
á borð við Landnámabók og íslendingasögur til róttækrar endurskoðunar
og hafna ýmsum lífseigum hugtökum sem enn ber nokkuð á í umfjöllun
Byggðasaga Skagafjarðar, 6. b., Hólahreppur (Sauðárkrókur: Sögufélag Skagfirðinga, 2011),
15 og 124. eins og Helgi Þorláksson hefur bent á („sagnfræðin í heimi menningararfs
og minninga,“ í Þriðja íslenska söguþingið 18–21. maí 2006, ritstj. Benedikt eyþórsson og
Hrafnkell Lárusson (reykjavík: Sagnfræðingafélag Íslands, 2007), 316–26) má sjá sams
konar gagnrýnisleysi á heimildagildi 13. og 14. aldar rita um landnáms- og söguöld víða um
land á söfnum og sýningum. Má velta því fyrir sér hvort þar sé óttinn við óvissuna helsti
áhrifavaldurinn.
sveinbjörn Rafnsson hefur rætt um „trúvarnarhreyfingu“ í greiningu sinni á umræðu um
Landnáma seinustu áratuga: „talið er að áður fyrr hafi fólk haft langtum betri forsendur en
síðar varð til að muna og flytja frásagnir um hið liðna. Því sé áreiðanleiki frásagnargeymdar
mikill og þess vegna sé unnt að treysta flestu í frásögnunum. Stundum er jafnvel svo langt
gengið að telja að sönnunarbyrðin sé hjá lesendum frásagnanna en ekki hjá hinum sögulegu
heimildum, þar sem frásagnirnar virðast geta verið í samræmi við sögulegan veruleika“ („Frá
landnámstíma til nútíma,“ 325). Þetta kallar vitaskuld á að rannsakandinn geti valið að trúa
sumu úr ritinu en öðru ekki miðað við eigin tilfinningu og rökvísi og hafnað þannig tröllum,
göldrum og þjóðsögum en trúað t.d. ættartölum og örnefnum.
10 Þar má nefna grein Halvdan koht, „sagaenes opfatning af vor gamle historie,“ Historisk
tidsskrift 5 (1914). Í kjölfar Kohts fylgdu ýmsar rannsóknir þar sem fræðimenn gerðu sér
skýrari grein fyrir því að sagnaritarar miðalda hefðu haft skoðanir og tekið afstöðu en oft
einfölduðu þeir raunar sagnaritunina og lýstu sagnaritunum sem hálfgerðum áróðursritum.
Það vildi gleymast að þó að í sagnfræðiritun geti falist áróður eða afstaða er aldrei hægt að
fanga miðaldasagnarit í einni setningu (á borð við: X er áróður fyrir kirkjuvaldsstefnu, Y er
ádeila á konungsvald, Z er samið til að standa vörð um hagsmuni tiltekinnar ættar); þá er
verið að láta sem flóknir textar séu einfaldir eða jafnvel einfeldingslegir.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 10 12/13/15 8:24:25 PM