Gripla - 20.12.2015, Page 11
11
um þessi rit. Þar á ég við hugtök á borð við ‘sannleikur’ og ‘sögulegt’ en
einnig ‘uppspuni’, ‘skáldskapur’ og ‘bókmenntir’ (í merkingunni skáld-
skapur).11 Að síðastnefnda hugtakinu verður nánar vikið hér á eftir.
Uppspuni og skáldskapur eru slæm orð um sagnaritun íslendinga á 13. öld
og áfram, einfaldlega vegna þess að þau snúast um að andstæður sem alls
óvíst er að hafi skipt nokkru máli í íslenskri sagnaritun síðmiðalda,12 en
raunar einnig vegna þess að það er engin lifandi leið að úrskurða um hvað
af t.d. fróðleik Landnámabókar um landnámið sé nákvæmlega og óvefengj-
anlega satt þó að okkur gæti þótt frásagnir hennar missennilegar. Raunar
er vert að hafa í huga að jafnvel þegar nægar heimildir eru til um atburð
er samt sem áður ekki auðvelt að úrskurða um sannleikann; svo að tekið
sé einfalt dæmi sem flestir nútímamenn þekkja skortir ekki heimildir um
morðið á kennedy Bandaríkjaforseta 22. nóvember 1963 en þar með er ekki
11 ein leið til að komast hjá þessum gömlu andstæðupörum eru menningarminnisrannsóknir
sem grundvallast á hugtakaramma jan Assmann (sjá m.a. Pernille Hermann og stephen
Mitchell, „Constructing the Past: Introductory remarks,“ í Memory and Remembering: Past
Awareness in the Medieval North, sérhefti Scandinavian Studies 85, ritstj. Pernille Hermann
og Stephen Mitchell (Champaign: university of Illinois Press, 2013), 261–66) en í staðinn
er litið á sögurnar sem „hybrid and ambiguous textual corpus“ (bls. 263). Þetta er í raun
sams konar viðleitni og í þessari rannsókn en með öðrum hugtakaforða; annar útgangs-
punktur sem leiðir þó til svipaðrar niðurstöðu.
12 Þegar siguður Nordal endurskilgreindi Hrafnkels sögu sem frábæra skáldsögu hóf hann
fyrst leikinn með því að sýna fram á að heimildargildi hennar væri lítið og ýmis fróðleikur
í henni væri óáreiðanlegur; þannig vinnur hann markvisst út frá 20. aldar hugmyndum um
sagnfræði (sannleik) og skáldskap (tilbúning sem jafnframt er list). snilld sigurðar fólst í því
að hann sneri við hefðbundnu stigveldi þar sem trúverðugar sögur voru betri en lygisögur
og hóf íslendingasögurnar þannig til vegs og virðingar sem skáldskap, sjá sigurður Nordal,
Hrafnkatla, Studia Islandica, 7. b. (reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1940). Í kjölfarið varð
vinsælt að skoða íslendingasögurnar undir þeim formerkjum. sveinbjörn Rafnsson kallar
þessa stefnu „uppgjöf og undanhald“ („Frá landnámstíma til nútíma,“ s. 324) og bendir
réttilega á að hún geti leitt til þess að mikilvægar spurningar um heimildagildi síðmið-
aldasagna séu einfaldlega óræddar. Það er óhætt að taka undir það að skáldsagnastimpillinn
er ekkert sérstaklega viðeigandi á íslenskar miðaldasögur almennt og það er mikilvægt
fyrir skilning á textunum að átta sig á að þeim er ætlað að lýsa sögulegum veruleika eins og
sagnaritarinn sá hann fyrir sér. Eins og Sverrir tómasson hefur bent á gerðu sagnaritarar á
miðöldum sannarlega greinarmun á sagnfræði og skáldskap (Formálar íslenskra sagnaritara
á miðöldum: Rannsókn bókmenntahefðar, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, rit, 33. b.
(reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 1988), 189–94) þó að þeir tækju raunar
aldrei fram í hvorn flokkinn ætti að setja t.d. íslendingasögur og nánari athuganir á sann-
leiks- og trúverðugleikaumræðu í miðaldasögum benda eindregið til þess að þann grein-
armun verði að nálgast út frá öðrum forsendum en flokkunarkerfi 19. og 20. aldar (sjá m.a.
Ralph j. O’Connor, „History or Fiction? truth-claims and defensive Narrators in Icelandic
Romance-sagas,“ Mediaeval Scandinavia 15 (2005)).
HVAÐ Á AÐ gErA VIÐ L A N D N Á M U ?
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 11 12/13/15 8:24:25 PM