Gripla - 20.12.2015, Side 12
GRIPLA12
sagt að við vitum nákvæmlega hvað gerðist þann dag.13 enn vandasamara
er þá að úrskurða hvort íslenskar miðaldaheimildir séu í samræmi eða
ósamræmi við sannleikann þó að það hafi ekki truflað fræðimenn á borð
við útgefendur Íslenzkra fornrita í að reyna að úrskurða um satt og logið
í sögunum og velja þá og hafna fróðleik úr sömu heimild miðað við eigin
tilfinningu fyrir sannleikanum.14 Það er aðdáunarverð viðleitni en gagnslítil
ef rökhugsun rannsakandans og trú hans á hvað er sennilegt eða líklegt á
að ráða öllu um hvað sé úrskurðað satt – og gildrurnar eru raunar enn fleiri
eins og rætt verður nánar hér á eftir.
Hugtakið ‘sögulegt’ er til á miðöldum og er vitaskuld áhugavert en er
oft notað ranglega sem samheiti við ‘satt’ og ‘sagnfræðilegt’ en andheiti við
‘skáldskap’ og ‘bókmenntir’; það verður því ekki notað nema með fylgi
róttækt endurmat á merkingu þess.15 Eins er sjálfsagt að nota orðið ‘sagn-
fræði’ um miðaldasögur en þá með fullri vitund um það að sagnfræði er
frásagnar- eða bókmenntaform en ekki sjálfur veruleikinn,16 og af þeim
13 Gallupkönnun birt haustið 2013 leiddi í ljós að 61% Bandaríkjamanna telja að fleiri en
einn tilræðismaður hafi tekið þátt í morðinu á kennedy þó að rannsóknarnefnd hefði
úrskurðað annað eftir marga fundi og umfangsmikla gagnaöflun („majority in U.s. still
Believe JfK Killed in a Conspiracy: Mafia, federal government top list of potential
conspirators,“ gallup Politics, november 15, 2014, http://www.gallup.com/poll/165893/
majority-believe-jfk-killed-conspiracy.aspx). vitaskuld er grundvallarmunur á sagnaritun og
sannleikaframleiðslu á miðöldum og í nútímanum en samt getur verið lærdómsríkt að velta
fyrir sér öllum þeim efa sem ríkir um rækilega kannaða nútímaviðburði andspænis fullvissu
margra um að síðmiðaldalýsingar á landnámi Íslands hljóti að vera sannar og réttar.
14 sjá m.a. Björn sigfússon, formáli að Ljósvetninga saga með þáttum. Reykdœla saga ok Víga-
Skútu. Hreiðars þáttr, útg. Björn Sigfússon, Íslenzk fornrit, 10. b. (reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1940), xxxvii–xli; guðni Jónsson, formáli að Grettis saga Ásmundarsonar.
Bandamanna saga. Odds þáttr Ófeigssonar, útg. Guðni jónsson, íslenzk fornrit, 7. b.
(reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1936), xx; Bjarni Einarsson, formáli að Ágrip af
Nóregskonunga sǫgum. Fagrskinna – Nóregs konunga tal, útg. Bjarni einarsson, íslenzk
fornrit, 29 . b. (reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1985), xix og xxxii.
15 Sbr. Jakob Benediktsson, „Markmið Landnámabókar,“ 213: „Sveinbjörn leggur mikla
áherzlu á að Frum-Landnáma hafi ekki verið sögulegt rit … og aldrei verður úr því skorið
með fullri vissu hvað satt er í frásögnum Landnámabókar … á því er vitaskuld enginn vafi
að margt er tilbúningur einn“. Hér eru satt og sögulegt greinilega samheiti og andstæðan
tilbúningur. um andstæðurnar ‘raunveruleika’, ‘sannleik’ og ‘skáldskap’ í miðaldasagnarann-
sóknum, sjá nánar davíð erlingsson, Um ánauð raunveruleikans á rannsóknum fornsagna
(reykjavík: [s.n.], 1997).
16 eins og Hayden White hefur bent á (sjá m.a. The Content of the Form: Narrative Discourse
and Historical Representation (Baltimore: John Hopkins university Press, 1987), einkum
1–25). Lítið hefur verið gert af því eftir daga íslenska skólans að draga fram hvernig t.d.
Íslendingasögur voru skrifaðar sem sagnfræðirit; Ármann Jakobsson hefur þó bent á að
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 12 12/13/15 8:24:25 PM