Gripla - 20.12.2015, Page 13
13
sökum er mikilvægt að hafa í huga að andstæðuparið sagnfræði og bók-
menntir á engan veginn við í umfjöllun um íslenskar síðmiðaldaheimildir.17
Nákvæm hugtakanotkun krefst þannig skýrs skilnings rannsakandans á
eðli textanna sem eru nýttir sem heimildir.
2. Hvað vitum við?
Áður en fengist er við íslenskar frásagnarheimildir síðmiðalda er mikilvægt
að gera sér grein fyrir þremur stigum í mótun þeirra:
í fyrstu lagi eru raunverulegir atburðir fyrstu alda íslandssögunnar
(870–1030) að sjálfsögðu upphaf eða kveikja að frásagnarhefðinni sem
síðmiðaldaheimildir eru sprottnar upp úr. Að atburðunum veita þær hins
vegar takmarkaðan aðgang vegna þess að þær eru ekki úr samtímanum
heldur afurð langrar frásagnarhefðar sem hlýtur að hafa þróast og mótast
og breyst. Fræðimenn sem fjalla um miðaldir mega einmitt aldrei gleyma
hversu takmarkaður sá aðgangur er að söguöld sem yngri heimildir veita,
en eldri frásagnarheimildum er ekki til að dreifa.
í öðru lagi, milli atburðanna og hinna varðveittu heimilda er hin langa
frásagnarhefð (að mestu leyti munnleg en þar mætti einnig fella undir
glataða ritaða texta) sem er að verulegu leyti glötuð, en um hana má þó
finna spor í hinum varðveittu textum eins og rannsakendur munnmennta
hafa sýnt fram á.18 Frásagnarhefðinni má á hinn bóginn ekki rugla saman
Bárðar saga hafi öll formeinkenni slíkra rita þó að hún hafi verið álitin ótrúverðug á 19. og
20. öld („History of the trolls? Bárðar saga as an Historical Narrative,“ Saga-Book of the
Viking Society for Northern Research 25 (1998)).
17 úlfar Bragason hefur bent á vafasama hneigð í rannsóknum á 20. öld að flokka Íslendinga-
sögur sem skáldsögur en Sturlungu sem sagnfræðirit eða heimild um íslenska sögu á 12. og
13. öld (Ætt og saga: Um frásagnarfræði Sturlungu eða Íslendinga sögu hinnar miklu (reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2010), 28–39) og gagnrýnir jafnframt þá hugmynd að þeim mun lélegri
listaverk sem sögurnar séu, þeim mun betri heimild séu þær. Hann telur að rannsókn á
frásagnarlist sögunnar hljóti að fara á undan öllu mati á heimildargildi hennar. við það má
bæta að vitaskuld hafa íslendingasögurnar ekki sama heimildargildi og Sturlunga þegar
kemur að mönnum og málefnum en á hinn bóginn er það rétt að sagnfræðirit og listaverk
eru ekki andstæður.
18 Gísli sigurðsson hefur þannig fundið ýmis spor um munnlega hefð 12. og 13. aldar í varð-
veittum ritheimildum, sjá m.a. Túlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar: Tilgáta um
aðferð, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, rit, 56. b. (reykjavík: Stofnun Árna Magn-
ússonar á íslandi, 2002), 57–247.
HVAÐ Á AÐ gErA VIÐ L A N D N Á M U ?
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 13 12/13/15 8:24:25 PM