Gripla - 20.12.2015, Page 14
GRIPLA14
við hina raunverulegu atburði og leggja innlenda frásagnarhefð og sannleik
að jöfnu.19 Þó að það sé hægt að benda á efni í sögunum sem sé líklega
hefðbundið verður það ekki sjálfkrafa sannara en nýmælin af hálfu höf -
undanna.20
í þriðju lagi höfum við í höndunum mikinn og góðan skerf síð mið alda -
heimilda sem eru í senn sagnfræðirit og bókmenntaverk, enda eru sagn -
fræðirit bókmenntir. enn er mikið starf óunnið við að rannsaka þær.
Í þeim rannsóknum er mikilvægt að gera sér grein fyrir hlutverki þeirra og
þar á meðal því hvernig þær eiga að verka sem sagnfræðirit. Á hinn bóginn
skiptir þar takmörkuðu máli hvort þær séu grundvallaðar á „raunverulegum
atburðum“ svo fremi sem þær séu grundvallaðar á eldri frásagnarhefð. fyrir
höfunda síðmiðalda hefur hún verið fulltrúi atburðanna sjálfra.
ekkert af þessu eru óvænt tíðindi en nokkuð ber á því að þetta gleym-
ist „á vellinum“, þegar unnið er með heimildirnar. en ef þessu þrennu er
grautað saman er hætt við að óljóst verði um hvað er verið að tala. Hér á
eftir verður fengist við heimildirnar sjálfar en um leið frásagnarhefðina
að því marki sem hægt er því að hefðin skiptir öllu máli þegar fengist er
við Landnámabók. Beint verður sjónum að henni sem bókmenntaverki og
sagnfræðiriti enda er hún hvorttveggja. Um leið liggur beint við að bera
hana saman við önnur en mjög ólík sagnfræðirit frá sama tíma sem þó fjalla
um sömu atburði og persónur, þ.e. íslendingasögurnar.
3. Hvernig er raunveruleikinn skapaður í frásögn?
Landnámabók í sinni núverandi mynd er frá svipuðum tíma og elstu
Íslendingasögur, síðari hluta 13. aldar, þó að upphafs hennar sé að leita
19 Þetta ræðir jonas Wellendorf í nýlegri grein („the Interplay of Christan and Pagan
traditions“, 1–2) þar sem hann á í viðræðu við Hermann Pálsson, „A Foundation myth in
Landnámabók,“ Mediaeval Scandinavia 12 (1988): 24–28.
20 Það er engan veginn ólíklegt að við sköpun Landnámu hafi verið „fyllt í eyður“ frásagn-
arhefðarinnar (sbr. Adolf friðriksson og orri Vésteinsson, „Creating a Past: A Historio-
graphy of the settlement of Iceland,“ í Contact, Continuity and Collapse: The Norse Coloni-
za tion of the North Atlantic, ritstj. james H. Barrett, studies in the early middle Ages, 5.
b. (turnhout: Brepols, 2003), 139–61) en við höfum vitaskuld takmarkaðan aðgang að því
ferli og sögn sem var orðin hefðbundin um 1100 þarf ekki að vera „sannari“ en það sem þá
var skapað.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 14 12/13/15 8:24:25 PM