Gripla - 20.12.2015, Page 16
GRIPLA16
mismunandi bókmenntategundum snýst munurinn á íslendingasögum og
Landnámabók fyrst og fremst um form.
Þetta sést gjörla ef litið er á tiltölulega langa frásögn úr Landnámabók
þar sem greint er frá atburðum sem einnig er greint frá í íslendingasögu
frá svipuðum tíma. Frásögn Landnámu af skalla-Grími og landnámi hans
er ansi rækileg (nær yfir tvo kafla í Sturlubók, 29. og 30.) og því góð til
samanburðar,24 enda samsvarar hún Egils sögu (1. kap., 22. kap. og 25.–28.
kap.) nokkurn veginn.25 Formleg einkenni hennar mætti draga saman á
eftirfarandi hátt:
1. í Landnámabók er mikið magn staðreynda miðað við orðafjölda. ef
litið er á frásögn hennar af landnámi skalla-Gríms birtast þannig nýjar
staðreyndir í hverri einustu setningu. Fyrri hlutinn (s 29) greinir stutt-
lega frá ætt Skalla-gríms, frá átökum Kveld-úlfs og Skalla-gríms við
Harald konung, vígi hirðmanna og frænda konungs í hefnd eftir Þórólf
Kveld-úlfsson og ferðinni til Íslands. Langrækilegasta lýsingin er á andláti
Kveld-úlfs og fyrirmælum hans um að kista hans verði nýtt sem eins konar
vegvísir. í seinni hlutanum (s 30) er hin eiginlega landnámslýsing, þar sem
örnefni á svæðinu eru skýrð með vísun til þessarar sögu þar sem skalla-
Grímur ýmist nefnir landsvæði miðað við fyrstu reynslu sína af þeim (hann
lendir knerri sínum á Knarrarnesi og á Álptanesi sér hann álftir) eða gefur
mönnum sínum land sem síðan er nefnt eftir þeim.26 er þessi frásögn
heldur rækilegri en ýmsar aðrar landnámslýsingar í Landnámabók en þó í
svipuðum anda.
24 sveinbjörn Rafnsson („studier i Landnámabók,“ 166–72) hefur rætt uppruna þessarar
frásagnar og telur frásagnir af víðfeðmum landnámssvæðum í 13. aldar Landnámu til marks
um upphaf lénskerfishugsunar á Íslandi. Hann telur að landnám Skalla-gríms hafi verið
stækkað mikið í frásagnarheimildum 13. aldar miðað við eldri gerðir Landnámu.
25 Íslendingabók. Landnámabók, útg. Jakob Benediktsson. Íslenzk fornrit, 1. b. (reykjavík: Hið
íslenzka fornritafélag, 1968), 68–71. Þessa frásögn vantar í Hauksbók (Am 371 4to og Am
105 fol, uppskrift jóns erlendssonar) og mun skinnblaðið hafa verið horfið á 17. öld.
Landnámsfrásagnir Egils sögu og Sturlubókar eru ekki eins í smáatriðum en hér verður ekki
rætt um þann greinarmun nema hann skipti máli fyrir frásagnarhátt ritanna.
26 enn rækilegra er það í Egils sögu (25. kap.) þar sem tólf fylgdarmenn skalla-Gríms eru
kynntir til sögu og nöfn eða viðurnefni þeirra allra reynast svo ganga aftur í landnámi
skalla-Gríms (28. kap.). samkvæmt eleanor Rosamund Barraclough („Naming the Land-
scape in the Landnám Narratives of the íslendingasögur and Landnámabók,“ Saga-Book
of the Viking Society for Northern Research 36 (2012)) eru landnámsfrásagnir Landnámu og
íslendingasagna hliðstæðar hvað varðar áherslu á nafngiftir landnámsmanna.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 16 12/13/15 8:24:25 PM