Gripla - 20.12.2015, Side 18
GRIPLA18
tæpar fjórar aldir en vísur eða bein ræða,29 þó að það sé ef til vil ekki heldur
neitt sérstaklega sennilegt.30 Á hinn bóginn hefur einnig verið algengt að
20. aldar lesendur „fylli í eyður“ Landnámu með Egils sögu, enda ber sög-
unum saman um það fáa sem þær eru báðar til vitnis um. Á hinn bóginn
er þar ákveðin rökvilla á ferð. ef tveimur heimildum ber ekki saman um
atburð er óhætt að álykta að önnur sé ósönn en þar með er ekki sagt að
þegar tveimur 13. aldar heimildum ber saman um atburði 9. aldar sé sann-
leikurinn fundinn. Það eina sem hægt er að fullyrða er að í sagnahefðinni
um landnám skalla-Gríms var á 13. öld, og eflaust löngu fyrr, gengið út frá
ákveðnum staðreyndum (s.s. nöfnum feðganna og hvar þeir námu land) en
við vitum á hinn bóginn ekkert um þróun sagnahefðar frá landnámsöld og
næstu þrjár aldirnar. Þó að það sé sannarlega hefðbundin skoðun á 13. öld
að Skalla-grímur Kveld-úlfsson hafi numið land á Borg í Mýrum er ekki
hægt að gera þá hefð að fulltrúa ‘veruleikans’. frásögn Landnámabókar er
því ekkert áreiðanlegri heimild um landnámið en Egils saga; þær eru álíka
fjarlægar atburðunum sem þær lýsa. í Landnámabók og Egils sögu eru hins
vegar á ferð tvær ólíkar tegundir veruleikablekkingar sem standa í ólíku
sambandi við hefðina. Hvorttveggja er listræn frásögn og hvorttveggja ritin
eru dæmi um endursköpun fortíðar úr hefðbundnu efni.
í bókmenntarannsóknum 19. og 20. aldar var mikið gert úr textavensl-
um ólíkra frásagnarheimilda 13. aldar. Líkindi Egils sögu og Land námabókar
gætu vitaskuld bent til textavensla,31 en á hinn bóginn er engin leið að segja
29 sbr. Björn sigfússon, formáli að Ljósvetninga saga með þáttum, xxx: „Ættfræðin í rýmstu
merkingu, mannfræðin, sem kölluð var, hlýtur þó að vera sá stofn sögunnar, sem helzt má
treysta sagnfræðilega.“
30 Það þarf þó ekki að breyta neinu um heimildargildi ritsins. sveinbjörn Rafnsson benti
á það á 8. áratugnum að Landnámabók hefði „ekki heimildargildi fyrir fyrstu bygging
íslands“ („Aðferðir og viðhorf í Landnámurannsóknum,“ s. 232) og var þar á öndverðum
meiði við jakob Benediktsson (formáli að Íslendingabók. Landnámabók) sem taldi sumt
efni Landnámabókar ótrúverðugt (t.d. þjóðsagnaminni og allar sagnir um tröll, galdra og
marmennil, s. cxxxiv) en að hún geymdi einnig sagnir sem væru réttar í meginatriðum um
örnefni, landamerki og ættartölur (cxxix). meginágreiningur þeirra virðist liggja í því hvort
hægt sé að greina milli réttrar þekkingar og yngri arfsagna. Hér er tekið undir þá skoðun
Sveinbjarnar að það sé ekki hægt.
31 Gísli sigurðsson hefur bent á að báðar þessar frásagnir leggi áherslu á landnám andstæð-
inga Haralds hárfagra og telur að þessi áhersla sé ný í Sturlubók Landnámu miðað við eldri
Landnámu („Constructing a Past to Suit the Present: Sturla Þórðarson on Conflicts and
Alliances With king Haraldr hárfagri,“ í Minni and Muninn: Memory in Medieval Nordic
Culture, ritstj. Pernille Hermann, Stephen A. Mitchell og Agnes S. Arnórsdóttir (turnhout:
Brepols, 2014), 175–96).
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 18 12/13/15 8:24:26 PM