Gripla - 20.12.2015, Síða 20
GRIPLA20
atburðarásinni því að öðru er ekki til að dreifa. í þessu tilviki er það kista
Kveld-úlfs fljótandi í land á Mýrunum sem fangar ímyndunarafl viðtak-
endanna.34 úr þessum eina atburði verða þeir að skapa hugmyndir sínar
um mýramenn og söguna.
4. tvenns konar historia
Þegar kemur að einstökum þáttum Landnámabókar er ekki alltaf auðvelt að
sjá í hverju sköpunarstarf höfundarins hefur falist. Þá er einnig freistandi
að álykta að þegar kemur að frásögnum af landnámi Skalla-gríms sé verið
að miðla hefðbundnum fróðleik þó að engin leið sé að vita hversu gamall
eða áreiðanlegur hann sé.35 eins og fræðimenn hafa sýnt fram á er Egils
saga á hinn bóginn haganleg smíð höfundar sem er ófeiminn við að setja
fram samfélagslegar, sálfræðilegar og yfirnáttúrulegar skýringar á atburð-
unum.36 Þannig hefur verið sýnt fram á það á sannfærandi hátt að Egils
saga sé miklu einstaklingsbundnara verk en Landnámabók þar sem þáttur
höfundarins felst ef til vill ekki síst í sköpun heildarinnar en hinir einstöku
þættir kunni að vera hefðbundnar frásögur sóttar í munnlega hefð síns tíma
á þeim tíma sem form Landnámu mótaðist.37 Sem fulltrúi ‘sannleikans’ er
hin hefðbundna saga þó ekki hóti betri en höfundarverkið. Hér eru aðeins
á ferð tvær ólíkar tegundir til að setja fram einhvern söguleikan sannleika
að sið síns tíma sem er ekki það sama og sá ‘raunveruleiki’ sem við verðum
34 Að þessu leyti rímar þessi þáttur vel við áherslur Landnámabókar yfirleitt, sbr. jonas
Wellendorf, „the Interplay of Pagan and Christian traditions“; matthias egeler, „Reading
Sacred Places: geocriticism, the Icelandic Book of Settlements, and the History of
Religions,“ Philology 1 (2015).
35 sbr. Ole Bruhn, Tekstualisering, 155–205. Bruhn skoðar íslenska sagnfræði hámiðalda
út frá hugtökunum hefð og nýmæli og sýnir að jafnvel rit sem virðast hefðbundin (eins
og Landnámabók) eru líka eins konar viðræða sagnaritara síns tíma við hefðina sem þau
grundvallast á. Það kann að verka þversagnakennt að nafngreindir höfundar Landnámu
12., 13. og 14. aldar (kolskeggur, Ari, styrmir, sturla og Haukur) eru fleiri en varðveittir
textar Landnámu frá þeim tíma. Á hinn bóginn er hvergi í miðaldaheimild getið um höfund
íslendingasögu. Þversögnin er þá sú að því meira sem framlag höfundarins hefur verið að
mati okkar rökvísi, þeim mun ólíklegra er að höfundar sé getið.
36 sjá t.d. torfi H. tulinius, Skáldið í skriftinni: Snorri Sturluson og Egils saga (reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, reykjavíkurAkademían, 2004). Þó að deila megi um einstakar
niðurstöður torfa (til að mynda þá að Snorri sé höfundur Eglu) sýnir hann með nokkuð
óyggjandi hætti fram á að Egils saga er flókinn texti skapandi höfundar.
37 ekki er ótrúleg sú hugmynd sveinbjarnar Rafnssonar (Sögugerð Landnámabókar) að verkið
hafi verið í mótun frá upphafi 12. aldar í þá „sögugerðu Landnámu“ sem við þekkjum nú frá
síðari hluta 13. aldar.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 20 12/13/15 8:24:26 PM