Gripla - 20.12.2015, Síða 21
21
að gera ráð fyrir á 10. öld. Þegar kemur að Landnámu er engan slíkan
‘raunveruleika’ að finna í textaheimildum, engar sögulegar staðreyndir
sem við getum greint á bak við arfsagnirnar. við höfum aðeins arfsagnir og
úrvinnslu þeirra. eins og Guy Halsall benti á í tilviki Artúrs konungs (sem
eins og landnámsöldin fyrirfinnst aðeins í ungum heimildum), þá er engan
Artúr konung að finna á bak við arfsagnirnar, aðeins sjálfar arfsagnirnar.38
Nákvæmlega sama á við um Landnámabók.
trúin á að það gæti víst verið að marka frásagnarheimildir mið-
alda leiddi til þess að Landnámabók var talin áreiðanlegri og traustari
en íslendingasögur. Hún var fulltrúi hefðarinnar sem hefur iðulega
verið tekið sem fulltrúa sannleikans – svo rækilega að fróðleikur úr
íslendingasögunum hefur iðulega verið „sannreyndur“ með samanburði
við Landnámu.39 Á 13. öld kann hins vegar að vera að litrík og leiftrandi
frásögn Egils sögu hafi þótt fullt eins sannfærandi og staðreyndaglásin úr
Landnámabók. Hvorttveggja var historia að þeirra tíma sið, bókmenntateg-
und sem gat verið með eða án trölla eftir smekk hvers og eins.40 Það má sjá
á hinu þekkta riti Historia Regum Britanniae eftir Geoffrey frá monmouth
(d. 1154) sem nútímafræðimenn eru almennt sammála um að sé safn
arfsagna en er þó greinilega talið til sagnfræði og eins á Gesta Danorum
saxa hins málspaka þar sem saman fara arfsögur og áreiðanlegri frásögn af
nýliðnum atburðum.41
38 Guy Halsall, Worlds of Arthur: Facts and Fictions of the Dark Ages (oxford: oxford
university Press, 2013). Hann segir réttilega á einum stað: „sources must be taken as a
whole. You cannot cherry-pick some bits and ignore others according to what you want
to believe. You cannot winnow out fact from fiction solely on the basis of modern ideas“
(52–53). Þetta er vitaskuld það sama og sveinbjörn Rafnsson hefur boðað áratugum saman
fyrir daufum eyrum margra íslendinga. sagnfræðingar hafa bent á ýmsar hliðstæður við
Artúr konung úr norrænum heimildum, „sagnfræðilegar persónur“ á borð við Harald
hárfagra og eirík blóðöx sem við þekkjum fyrst og fremst úr síðari tíma arfsögnum (sverrir
Jakobsson, „Erindringen om en mægtig Personlighed“; Clare Downham, „Eric Bloodaxe
– Axed? the mystery of the Last scandinavian king of york,“ Mediaeval Scandinavia 14
(2004)).
39 Um þetta eru fjölmörg dæmi í formálum íslenzkra fornrita, sjá m.a. einar ólafur sveins-
son, formáli að Brennu-Njáls saga, útg. einar ólafur sveinsson, íslenzk fornrit, 12. b.
(reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1954), xiv.
40 Sjá Ármann Jakobsson, „History of the trolls?“
41 Um eðli þessara sagnfræðirita, sjá m.a. kurt johannesson, Saxo Grammaticus: Komposition
och världsbild i Gesta Danorum (Stokkhólmi: Almqvist og Wiksell, 1978); r. William
Leckie, The Passage of Dominion: Geoffrey of Monmouth and the Periodization of Insular
History in the Twelfth Century (toronto: university of toronto Press, 1981).
HVAÐ Á AÐ gErA VIÐ L A N D N Á M U ?
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 21 12/13/15 8:24:26 PM