Gripla - 20.12.2015, Page 55
55
E f n I S Á g r I P
Aðferðir skrifara og þrjár línur í Völuspá Konungsbókar eddukvæða.
Lykilorð: Völuspá, útgáfur, skrift, skrifarar, styttingar, Konungsbók eddukvæða.
í greininni er fjallað um ákvarðanir útgefenda varðandi þrjár línur í Völuspá, eins
og þær koma fyrir í Konungsbók eddukvæða (Gks 2365 4to, ca. 1275–1300). Það
eru (1) vísuorðið ,um himinjódýr‘ eða ,um himinjódyr‘ í 5. erindi (f. 1r, l. 10), sem
hægt er að lesa á hvorn veginn sem er; (2) styttingin í annarri línu í 32. erindi (f.
2r, l. 4), sem hægt er að lesa sem ,mér‘ eða ,mær‘ (sem er óvenjuleg orðmynd af lýs-
ingarorðinu ,mjór‘); og (3) leiðréttingin sem skrifari gerði sjálfur í versinu ,vörður
Valhallar‘ í sjöundu línu 33. erindis (f. 2r, l. 7). Þessi dæmi sýna að stafsetning,
lagfæringar og styttingar neyða jafnvel þann útgefanda sem leitast við að breyta
sem minnstu til þess að velja á milli ólíkra leshátta sem til greina koma. í greininni
er lagt mat á ákvarðanir útgefenda sem hafa ráðið miklu um skilning fræðimanna á
Völuspá síðustu áratugi. Færð eru rök fyrir því að fræðimenn og lesendur hafi hag
af því að í útgáfum sé öllu haldið til haga sem skiptir máli fyrir textann, ákvörðu-
num útgefenda ekki síður en þeim gögnum sem þau byggja á.
Dr Patricia Pires Boulhosa
Department of Anglo–Saxon, Norse, and Celtic
University of Cambridge
9 West Road
Cambridge, CB3 9DP
United Kingdom
ppb21@cam.ac.uk
sCRIBAL PRACtICes ANd tHRee LINes IN V ö L U S P Á
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 55 12/13/15 8:24:30 PM