Gripla - 20.12.2015, Page 81
81
Gripla XXVI (2015): 81–137
JÓ HAnnA KAtrÍ n frIÐrIKSDÓttIr
HAUkUR ÞORGeIRssON
HRÓLFS RÍMUR GAUTREKSSONAR
Hrólfs rímur Gautrekssonar eru fimm talsins, alls 263 vísur, ortar
út frá síðari hluta fornaldarsögunnar Hrólfs sögu Gautrekssonar. segja þær
frá ævintýrum söguhetjunnar, konungs í svíþjóð, og manna hans, einkum
Þóris járnskjaldar, á englandi og írlandi. Gera má því skóna að sagan hafi
verið gríðarlega vinsæl í gegnum aldirnar enda hafa um 66 handrit og
handritabrot hennar varðveist frá um 1300 og til upphafs 20. aldar, þegar
handritamenning leið undir lok á íslandi.1 Af fornu rímunum er aðeins
til eitt handrit, Am 146 a 8vo, þykkt en skaddað rímnahandrit frá fyrri
hluta sautjándu aldar. varðveittir eru fimm yngri rímnaflokkar af Hrólfi
Gautrekssyni og má af þeim sjá að frásögnin hefur átt vinsældum að fagna
bæði í bundnu máli og óbundnu.2 ekki er vitað um höfund elstu rímnanna
en málsöguleg rök benda til þess að þær séu ortar um 1500 eins og rakið
verður hér. Sagan er varðveitt í tveimur gerðum og þótt frásögnin sé ýmist
stytt eða lengd eftir smekk skáldsins og áheyrenda þess má telja líklegt að
skáldið hafi ort rímurnar út frá styttri gerðinni.
Finnur jónsson gaf út stóran hluta af varðveittum miðaldarímum í
Rímnasafni sínu sem kom út á árunum 1905–22 en Hrólfs rímur voru ekki
þar á meðal. í bókmenntasögu sinni greinir Finnur frá því úr hvaða köflum
sögunnar efni rímnanna er tekið og nefnir að frásögnin sé ýmist stytt eða
1 Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre (Kaupmannahöfn: Den Arnamagnæanske
kommission, 1989), 269–70; sjá einnig undirsíðu fyrir Hrólfs sögu Gautrekssonar á vefnum
Stories for All Times: The Icelandic fornaldarsögur, fasnl.ku.dk, sótt 31. mars 2015.
2 Rímnatal, útg. finnur Sigmundsson (reykjavík: rímnafélagið, 1966), 258–61.
við viljum þakka sverri tómassyni fyrir að deila þekkingu sinni á rímum með okkur. Þær rann-
sóknir sem niðurstöður jóhönnu katrínar snúa að og eru kynntar í þessari grein voru styrktar
af People Programme (Marie Curie Actions) í sjöundu rammaáætlun ESB (fP7/2007–2013)
sem hluti af samningi nr. 331947 við evrópska rannsóknarsvæðið (ReA).
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 81 12/13/15 8:24:34 PM